Segir lítið gert í „áratugalangri plágu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2022 10:21 Varaformaður umhverfis og skipulagsráðs borgarinnar telur fólk veigra sér við að kaupa rafmagnshjól af ótta við að þeim verði stolið. Lögregla verði að taka málin fastari tökum - þó það væri ekki nema til að leggja baráttunni við loftslagsvandann lið. Stuldur á hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar fyrir utan Borgarleikhúsið vakti mikla athygli í nýliðinni viku. Slípirokki beitt á lás af dýrustu gerð í fjölmenni, eins og sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2. Og sambærileg dæmi eru auðvitað mýmörg eins og þekkt er, rafmagns- jafnt sem hefðbundin hjól tekin ófrjálsri hendi. Viðvarandi, áratugalangur vandi. Pawel Bartoszek varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kallar eftir því að vandinn verði tæklaður á hærra plani en nú er gert. „Hingað til hefur verið litið á þetta fyrst og fremst sem eignatjón. En þau sem lenda í því að hjólinu er stolið vita að bæði tilfinningatjónið og skerðing á ferðafrelsinu er töluvert meiri en svo. Og ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk veigri sér við því að kaupa sér dýrari rafmagnshjól sem eru alveg frábær bylting og við þurfum að ýta við. Þannig að ef við ætlum að ná til dæmis árangri í umhverfis- og loftslagsmálum þá er ekkert smámál að koma þessum hlutum í lag,“ segir Pawel. Pawel Bartoszek, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs.Vísir/Egill Leggur til samræmda skráningu Bílafólk lifi ekki í stöðugum ótta um að fararskjótinn verði horfinn í lok dags. Það eigi hjólafólk ekki heldur að gera. Og ýmislegt megi gera til að greiða úr þessu misræmi, segir Pawel. „Til dæmis að hafa einhvers konar samræmda skráningu á nýjum hjólum sem öll nýskráð hjól myndu fara í gegnum, þannig að lögregla myndi til dæmis eiga auðveldara með að finna rétta eigendur hjóla. Við vitum það að það eru mörg hjól sem finna ekki eigendur jafnvel þótt þau rati til lögreglunnar.“ Þegar fararmátar eins og rafskútur séu hins vegar annars vegar gangi hlutirnir hratt fyrir sig - boðum og bönnum komið á innan fárra ára. „En þegar kemur að þessu vandamáli, hjólreiðaþjófnaði, sem hefur verið plága í marga áratugi, þar hefur lítið gerst,“ segir Pawel. Frá stuldi hjóls Gísla Arnar. Samgöngur Hjólreiðar Skipulag Loftslagsmál Lögreglumál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Stuldur á hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar fyrir utan Borgarleikhúsið vakti mikla athygli í nýliðinni viku. Slípirokki beitt á lás af dýrustu gerð í fjölmenni, eins og sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2. Og sambærileg dæmi eru auðvitað mýmörg eins og þekkt er, rafmagns- jafnt sem hefðbundin hjól tekin ófrjálsri hendi. Viðvarandi, áratugalangur vandi. Pawel Bartoszek varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kallar eftir því að vandinn verði tæklaður á hærra plani en nú er gert. „Hingað til hefur verið litið á þetta fyrst og fremst sem eignatjón. En þau sem lenda í því að hjólinu er stolið vita að bæði tilfinningatjónið og skerðing á ferðafrelsinu er töluvert meiri en svo. Og ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk veigri sér við því að kaupa sér dýrari rafmagnshjól sem eru alveg frábær bylting og við þurfum að ýta við. Þannig að ef við ætlum að ná til dæmis árangri í umhverfis- og loftslagsmálum þá er ekkert smámál að koma þessum hlutum í lag,“ segir Pawel. Pawel Bartoszek, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs.Vísir/Egill Leggur til samræmda skráningu Bílafólk lifi ekki í stöðugum ótta um að fararskjótinn verði horfinn í lok dags. Það eigi hjólafólk ekki heldur að gera. Og ýmislegt megi gera til að greiða úr þessu misræmi, segir Pawel. „Til dæmis að hafa einhvers konar samræmda skráningu á nýjum hjólum sem öll nýskráð hjól myndu fara í gegnum, þannig að lögregla myndi til dæmis eiga auðveldara með að finna rétta eigendur hjóla. Við vitum það að það eru mörg hjól sem finna ekki eigendur jafnvel þótt þau rati til lögreglunnar.“ Þegar fararmátar eins og rafskútur séu hins vegar annars vegar gangi hlutirnir hratt fyrir sig - boðum og bönnum komið á innan fárra ára. „En þegar kemur að þessu vandamáli, hjólreiðaþjófnaði, sem hefur verið plága í marga áratugi, þar hefur lítið gerst,“ segir Pawel. Frá stuldi hjóls Gísla Arnar.
Samgöngur Hjólreiðar Skipulag Loftslagsmál Lögreglumál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira