Ráðist á fjölskylduföður á meðan hann keypti mat Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 08:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Um klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á veitingastað í Breiðholti. Þar hafði fjölskyldufaðir ætlað að kaupa mat handa sér og fjölskyldu sinni þegar maður í annarlegu ástandi réðst að honum án nokkurs tilefnis. Í dagbók lögreglu segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekkert hafi verið skráð um áverka á fjölskylduföðurnum. Í dagbókinni segir einnig að fjölmennasta árshátíð lögreglu sem haldin hefur verið hafi farið vel fram í gærkvöldi og verið hin besta skemmtun. Athygli vekur að dagbókarfærsla dagsins er rituð óvenjuseint, hvort það tengist gleðskap gærkvöldsins skal ósagt látið. Nóg um að vera fyrir þau á vaktinni Þeir lögregluþjónar sem ekki komust á árshátíðina vegna vinnu höfðu í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Mikið var um umferðarslys og akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þar ber hæst sextán ára ökumaður sem handtekinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eðli málsins samkvæmt var hann einnig próflaus enda ekki kominn með aldur til að taka bílpróf. Erilsamt í miðbænum Svo virðist sem ekki hafi allir skemmt sér fallega í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás þar sem þolandi kvartaði vegna verks í höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Árásarmenn voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Á sjötta tímanum í nótt var maður fluttur á bráðamóttöku með áverka í andliti eftir ítrekuð höfuðhögg. Árásarmaður var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá var tvennt handtekið vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt. Annars vegar karlmaður sem ítrekað veittist að dyravörðum og truflaði störf þeirra. Hann var látinn laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Hins vegar kona sem veittist að dyravörðum veitingastaðar og sparkaði í lögreglubifreið. Hún var sömuleiði látin laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekkert hafi verið skráð um áverka á fjölskylduföðurnum. Í dagbókinni segir einnig að fjölmennasta árshátíð lögreglu sem haldin hefur verið hafi farið vel fram í gærkvöldi og verið hin besta skemmtun. Athygli vekur að dagbókarfærsla dagsins er rituð óvenjuseint, hvort það tengist gleðskap gærkvöldsins skal ósagt látið. Nóg um að vera fyrir þau á vaktinni Þeir lögregluþjónar sem ekki komust á árshátíðina vegna vinnu höfðu í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Mikið var um umferðarslys og akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þar ber hæst sextán ára ökumaður sem handtekinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eðli málsins samkvæmt var hann einnig próflaus enda ekki kominn með aldur til að taka bílpróf. Erilsamt í miðbænum Svo virðist sem ekki hafi allir skemmt sér fallega í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás þar sem þolandi kvartaði vegna verks í höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Árásarmenn voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Á sjötta tímanum í nótt var maður fluttur á bráðamóttöku með áverka í andliti eftir ítrekuð höfuðhögg. Árásarmaður var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá var tvennt handtekið vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt. Annars vegar karlmaður sem ítrekað veittist að dyravörðum og truflaði störf þeirra. Hann var látinn laus að loknum viðræðum á lögreglustöð. Hins vegar kona sem veittist að dyravörðum veitingastaðar og sparkaði í lögreglubifreið. Hún var sömuleiði látin laus að loknum viðræðum á lögreglustöð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira