Pavel hættur: „Hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. október 2022 10:09 Pavel endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með Val í vor. Körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij hefur greint frá því í bréfi til Borgnesinga sem birt er í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands, að hann sé hættur í körfubolta eftir farsælan feril. Pavel steig sín fyrstu skref í körfuboltanum í Borgarnesi en spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með ÍA árið 1998, þá aðeins 11 ára gamall. Hann lék svo með Skallagrími 2001 til 2002 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hann lék með Vichy í Frakklandi 2003 til 2004 en lék í kjölfarið fyrir fimm mismunandi lið á Spáni frá 2004 til 2010. Árið 2010 kom hann heim í KR og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu vorið 2011. Hann fór þá til Svíðþjóðar og lék með Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins frá 2011 til 2013 áður en hann kom aftur heim. Eintak af nýprentuðu Skessuhorni barst til Brussel í morgun. Þar má finna hugljúfa ástarjátningu til æskuslóðanna í Borgarnesi. Þetta er það Borgarnes sem ég minnist. Pavel Ermolinski er hættur. En körfurnar hanga enn uppi í bílskúrum Borgnesinga. Farvel eina geit @pavelino15 pic.twitter.com/8zwLv1jnq4— Guðmundur Björn (@gudmundurbjorn) October 5, 2022 Hann lék með KR á gullaldarskeiði félagsins og vann sex Íslandsmeistaratitla með liðinu frá 2014 til 2019, auk þess að vinna tvo bikartitla. Hann lauk ferlinum með Val hvar hann lék frá 2019 þar til í vor en lauk ferlinum á því að vinna sinn áttunda Íslandsmeistaratitil á ferlinum, þegar Valur varð Íslandsmeistari í vor. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 2011 og 2015 og lék með íslenska landsliðinu frá 2004 og fór með liðinu á EuroBasket 2015 og 2017. „Endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar“ Pavel ritaði grein í Skessuhorni til að greina frá ákvörðun sinni þar sem hann segir mótunarár sín í Borgarnesi hafa reynst sér dýrmæt. „Nú er komið að því að ég hef ákveðið að segja skilið við þessa íþrótt sem leikmaður. Ég hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina en hann brosti alltaf þegar ég kom skömmustulegur til að biðja hann afsökunar. Hann tók bara utan um mig og bauð mér upp á endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar,“ segir Pavel í grein sinni í Skessuhorni. „Á þessum tímamótum verð ég enn meðvitaðri um að síðustu tveir áratugir hefðu farið á allt annað veg ef ekki hefði verið fyrir Borgarnes og mótttökurnar sem ég fékk þar, þá 5 ára gamall. Takk Borgarnes,“ segir Pavel að endingu. Subway-deild karla Valur Borgarbyggð Reykjavík Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Pavel steig sín fyrstu skref í körfuboltanum í Borgarnesi en spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með ÍA árið 1998, þá aðeins 11 ára gamall. Hann lék svo með Skallagrími 2001 til 2002 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hann lék með Vichy í Frakklandi 2003 til 2004 en lék í kjölfarið fyrir fimm mismunandi lið á Spáni frá 2004 til 2010. Árið 2010 kom hann heim í KR og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu vorið 2011. Hann fór þá til Svíðþjóðar og lék með Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins frá 2011 til 2013 áður en hann kom aftur heim. Eintak af nýprentuðu Skessuhorni barst til Brussel í morgun. Þar má finna hugljúfa ástarjátningu til æskuslóðanna í Borgarnesi. Þetta er það Borgarnes sem ég minnist. Pavel Ermolinski er hættur. En körfurnar hanga enn uppi í bílskúrum Borgnesinga. Farvel eina geit @pavelino15 pic.twitter.com/8zwLv1jnq4— Guðmundur Björn (@gudmundurbjorn) October 5, 2022 Hann lék með KR á gullaldarskeiði félagsins og vann sex Íslandsmeistaratitla með liðinu frá 2014 til 2019, auk þess að vinna tvo bikartitla. Hann lauk ferlinum með Val hvar hann lék frá 2019 þar til í vor en lauk ferlinum á því að vinna sinn áttunda Íslandsmeistaratitil á ferlinum, þegar Valur varð Íslandsmeistari í vor. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 2011 og 2015 og lék með íslenska landsliðinu frá 2004 og fór með liðinu á EuroBasket 2015 og 2017. „Endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar“ Pavel ritaði grein í Skessuhorni til að greina frá ákvörðun sinni þar sem hann segir mótunarár sín í Borgarnesi hafa reynst sér dýrmæt. „Nú er komið að því að ég hef ákveðið að segja skilið við þessa íþrótt sem leikmaður. Ég hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina en hann brosti alltaf þegar ég kom skömmustulegur til að biðja hann afsökunar. Hann tók bara utan um mig og bauð mér upp á endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar,“ segir Pavel í grein sinni í Skessuhorni. „Á þessum tímamótum verð ég enn meðvitaðri um að síðustu tveir áratugir hefðu farið á allt annað veg ef ekki hefði verið fyrir Borgarnes og mótttökurnar sem ég fékk þar, þá 5 ára gamall. Takk Borgarnes,“ segir Pavel að endingu.
Subway-deild karla Valur Borgarbyggð Reykjavík Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira