Spá kröftugum hagvexti en að kaupmáttur dragist aftur úr Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 08:01 Una Jónsdóttir, hagfræðingur Landsbankans, segir að kaupmáttur muni rýrna á þessu ári og vaxa mun hægar á næsta ári en við eigum orðið að venjast. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5 prósenta hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Bankinn spáir því að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta ársins 2023 en að verðbólga fari ekki undir fjögur prósent fyrr en árið 2025. Þá spáir hagfræðideildin að á þessu ári stefni í að kaupmáttur dragist saman um 0,4 prósent og að hann muni aðeins aukast um 0,5 prósent á næsta ári, sem sé mun minna en undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2022 til 2025 sem birt var í morgun. Kynning á hagspánni fer fram á fundi sem fram fer í Hörpu í Reykjavík klukkan 8:30. Að lokinni kynningu fara fram pallborðsumræður um vinnumarkaðinn og kjarasamningaviðræðurnar framundan, en hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. Kaupmáttur rýrnar Í tilkynningu frá bankanum er haft eftir Unu Jónsdóttur, forstöðumanni Hagfræðideildar Landsbankans að eftir tólf ára samfellda kaupmáttaraukningu, sem sé sögulega langt tímabil, sjái nú fram á að kaupmáttur muni rýrna á þessu ári og vaxa mun hægar á næsta ári en við eigum orðið að venjast. „Margt bendir til þess að tekið sé að hægja á hagkerfinu og þótt horfur í efnahagsmálum hér á landi séu almennt mjög góðar ríkir samt töluverð óvissa, einkum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og áhrifa hennar á alþjóðahagkerfið. Óvissa vegna kjarasamninga er líka mikil. Spá okkar um verulega aukinn hagvöxt á þessu ári byggir aðallega á því að fleiri ferðamenn komi til landsins en við gerðum ráð fyrir í spá okkar í maí. Hagvöxtur til næstu ára ræðst einnig að stórum hluta af fjölda ferðamanna. Verði efnahagsástandið erlendis verra en við gerum ráð fyrir í spánni og ferðavilji fólks minni má búast við minni hagvexti. Verði ástandið betra mun ferðamönnum fjölga hraðar og hagvöxtur aukast hraðar,“ er haft eftir Unu. Kynning á hagspá Landsbankans fer fram á fundi í Hörpu í Reykjavík klukkan 8:30. Að lokinni kynningu fara fram pallborðsumræður um vinnumarkaðinn og kjarasamningaviðræðurnar framundan, en hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.Vísir/Hanna Helstu niðurstöður hagspár Landsbankans fyrir árin 2022 til 2025: Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að landsframleiðslan aukist um 6,5% á þessu ári og 2,1% á því næsta. Hagvöxturinn ræðst að miklu leyti af uppgangi ferðaþjónustunnar og verður þannig talsvert minni á næsta ári en á þessu ári, vegna hægari fjölgunar ferðamanna. Hagvöxtur verði 3% árið 2024 og 1,9% árið 2025. Hagfræðideildin reiknar með 1,7 milljónum ferðamanna til landsins í ár og 1,9 milljónum á næsta ári. Árið 2024 verði ferðamenn 2,3 milljónir og 2,5 milljónir árið 2025. Útflutningur mun aukast um 22,4% á milli ára í ár. Á næsta ári verður vöxturinn fremur lítill (3,7%) vegna minni fjölgunar ferðamanna og samdráttar í loðnuveiðum. Vöxtur útflutnings verður síðan nokkur árið 2024 (7%), að því gefnu að staða heimila í Evrópu verði orðin betri. Horfur eru á að innflutningur aukist mjög í ár og skýrist það m.a. af ferðagleði Íslendinga í sumar. Hagfræðideildin býst við 18,6% vexti innflutnings í ár en að svo hægi verulega á vextinum á næstu árum og hann liggi á bilinu 2,2-3,5% á árunum 2023-2025. Viðskiptajöfnuður við útlönd verður neikvæður í ár um alls 2,2% af landsframleiðslu, gangi spáin eftir. Þegar líður á spátímabilið munu utanríkisviðskipti færast úr halla í afgang sem verði mestur árið 2025, 1,9% af landsframleiðslu. Krónan mun styrkjast ögn á næsta ári en styrkingin verði svo töluvert meiri árið 2024 þegar deildin sér fram á meiri afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum. Einkaneysla hefur aukist mjög það sem af er ári og m.a. verið drifin áfram af ferðalögum Íslendinga erlendis. Hagfræðideildin gerir ráð fyrir að aukningin verði 6,7% á yfirstandandi ári en svo taki að hægja á og að einkaneysla aukist aðeins um 2% á næsta ári og 3-3,3% árin þar á eftir. Óvissa í spánni snýr einna helst að vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Vinnumarkaður hefur verið sterkur, launaskrið talsvert og fyrirtæki fundið fyrir skorti á starfsfólki. Hagfræðideild gerir ráð fyrir að laun hækki um 7,6% á þessu ári og svo 7,1% á næsta ári, sem er nokkuð í takt við breytingar síðustu ára. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði nokkuð stöðugt á spátímabilinu, að jafnaði 3,2% á næsta ári. Verðbólga hefur náð hámarki og mun að jafnaði mælast 6,5% á næsta ári, samkvæmt hagspánni. Það er nokkur hjöðnun miðað við þá 8,1% verðbólgu sem Hagfræðideildin spáir í ár. Verðbólgumarkmiði Seðlabankans verður ekki náð á spátímanum. Gert er ráð fyrir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið. Núverandi vaxtastigi verði haldið næstu misseri og vaxtalækkunarferli hefjist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs. Loks er tekið að hægja á hækkunum íbúðaverðs og í spánni er gert ráð fyrir nánast kyrrstöðu á þeim markaði næstu mánuði. Að jafnaði muni íbúðaverð hækka um 5% á næsta ári sem er undir meðalbreytingu frá aldamótum og mikil breyting frá 22% verðhækkun þessa árs. Íslenskir bankar Landsbankinn Efnahagsmál Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Þá spáir hagfræðideildin að á þessu ári stefni í að kaupmáttur dragist saman um 0,4 prósent og að hann muni aðeins aukast um 0,5 prósent á næsta ári, sem sé mun minna en undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2022 til 2025 sem birt var í morgun. Kynning á hagspánni fer fram á fundi sem fram fer í Hörpu í Reykjavík klukkan 8:30. Að lokinni kynningu fara fram pallborðsumræður um vinnumarkaðinn og kjarasamningaviðræðurnar framundan, en hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. Kaupmáttur rýrnar Í tilkynningu frá bankanum er haft eftir Unu Jónsdóttur, forstöðumanni Hagfræðideildar Landsbankans að eftir tólf ára samfellda kaupmáttaraukningu, sem sé sögulega langt tímabil, sjái nú fram á að kaupmáttur muni rýrna á þessu ári og vaxa mun hægar á næsta ári en við eigum orðið að venjast. „Margt bendir til þess að tekið sé að hægja á hagkerfinu og þótt horfur í efnahagsmálum hér á landi séu almennt mjög góðar ríkir samt töluverð óvissa, einkum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og áhrifa hennar á alþjóðahagkerfið. Óvissa vegna kjarasamninga er líka mikil. Spá okkar um verulega aukinn hagvöxt á þessu ári byggir aðallega á því að fleiri ferðamenn komi til landsins en við gerðum ráð fyrir í spá okkar í maí. Hagvöxtur til næstu ára ræðst einnig að stórum hluta af fjölda ferðamanna. Verði efnahagsástandið erlendis verra en við gerum ráð fyrir í spánni og ferðavilji fólks minni má búast við minni hagvexti. Verði ástandið betra mun ferðamönnum fjölga hraðar og hagvöxtur aukast hraðar,“ er haft eftir Unu. Kynning á hagspá Landsbankans fer fram á fundi í Hörpu í Reykjavík klukkan 8:30. Að lokinni kynningu fara fram pallborðsumræður um vinnumarkaðinn og kjarasamningaviðræðurnar framundan, en hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.Vísir/Hanna Helstu niðurstöður hagspár Landsbankans fyrir árin 2022 til 2025: Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að landsframleiðslan aukist um 6,5% á þessu ári og 2,1% á því næsta. Hagvöxturinn ræðst að miklu leyti af uppgangi ferðaþjónustunnar og verður þannig talsvert minni á næsta ári en á þessu ári, vegna hægari fjölgunar ferðamanna. Hagvöxtur verði 3% árið 2024 og 1,9% árið 2025. Hagfræðideildin reiknar með 1,7 milljónum ferðamanna til landsins í ár og 1,9 milljónum á næsta ári. Árið 2024 verði ferðamenn 2,3 milljónir og 2,5 milljónir árið 2025. Útflutningur mun aukast um 22,4% á milli ára í ár. Á næsta ári verður vöxturinn fremur lítill (3,7%) vegna minni fjölgunar ferðamanna og samdráttar í loðnuveiðum. Vöxtur útflutnings verður síðan nokkur árið 2024 (7%), að því gefnu að staða heimila í Evrópu verði orðin betri. Horfur eru á að innflutningur aukist mjög í ár og skýrist það m.a. af ferðagleði Íslendinga í sumar. Hagfræðideildin býst við 18,6% vexti innflutnings í ár en að svo hægi verulega á vextinum á næstu árum og hann liggi á bilinu 2,2-3,5% á árunum 2023-2025. Viðskiptajöfnuður við útlönd verður neikvæður í ár um alls 2,2% af landsframleiðslu, gangi spáin eftir. Þegar líður á spátímabilið munu utanríkisviðskipti færast úr halla í afgang sem verði mestur árið 2025, 1,9% af landsframleiðslu. Krónan mun styrkjast ögn á næsta ári en styrkingin verði svo töluvert meiri árið 2024 þegar deildin sér fram á meiri afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum. Einkaneysla hefur aukist mjög það sem af er ári og m.a. verið drifin áfram af ferðalögum Íslendinga erlendis. Hagfræðideildin gerir ráð fyrir að aukningin verði 6,7% á yfirstandandi ári en svo taki að hægja á og að einkaneysla aukist aðeins um 2% á næsta ári og 3-3,3% árin þar á eftir. Óvissa í spánni snýr einna helst að vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Vinnumarkaður hefur verið sterkur, launaskrið talsvert og fyrirtæki fundið fyrir skorti á starfsfólki. Hagfræðideild gerir ráð fyrir að laun hækki um 7,6% á þessu ári og svo 7,1% á næsta ári, sem er nokkuð í takt við breytingar síðustu ára. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði nokkuð stöðugt á spátímabilinu, að jafnaði 3,2% á næsta ári. Verðbólga hefur náð hámarki og mun að jafnaði mælast 6,5% á næsta ári, samkvæmt hagspánni. Það er nokkur hjöðnun miðað við þá 8,1% verðbólgu sem Hagfræðideildin spáir í ár. Verðbólgumarkmiði Seðlabankans verður ekki náð á spátímanum. Gert er ráð fyrir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið. Núverandi vaxtastigi verði haldið næstu misseri og vaxtalækkunarferli hefjist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs. Loks er tekið að hægja á hækkunum íbúðaverðs og í spánni er gert ráð fyrir nánast kyrrstöðu á þeim markaði næstu mánuði. Að jafnaði muni íbúðaverð hækka um 5% á næsta ári sem er undir meðalbreytingu frá aldamótum og mikil breyting frá 22% verðhækkun þessa árs.
Íslenskir bankar Landsbankinn Efnahagsmál Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira