Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 14:07 Landsbankahúsið setur sinn svip á miðbæ Akureyrar. Aðsend Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef útgerðarfyrirtækisins Samherja. Kaldbakur er fjárfestingafélag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja. Á vef Samherja segir að sjö tilboð hafi borist Landsbankanum í húsið, sem er á áberandi stað við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelsssyni og klárað af Bárði Ísleifssyni, hefur um áratugaskeið hýst starfsemi Landsbankans. Ætla að glæða húsið lífi til framtíðar Haft er Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, að félagið vilji leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekari lífi til framtíðar. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm „Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins,“ er haft eftir Eiríki, sem einnig er stjórnarformaður Samherja. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, að húsið hafi reynst Landsbankanum mjög vel en það hafi reynst of stórt fyrir núverandi starfsemi bankans á Akureyri. Starfsemi bankans verði fyrst um sinn áfram í húsinu en verið sé að leita að nýju húsnæði í bænum undir starfsemina. Samherjar safna Landsbankahúsum Þetta er ekki fyrsta Landsbankahúsið sem félag með tengsl við við Samherja fjárfestir í. Sigtún þróunarfélag, sem meðal annars er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020. Líkt og húsið á Akureyri var það einnig byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Þar er nú rekin svokölluð vinnustofa þar sem boðið er upp á skrifstofuaðstoðu sem einyrkjar, fyrirtæki og opinberar stofnanir geta nýtt sér. Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum. Akureyri Landsbankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef útgerðarfyrirtækisins Samherja. Kaldbakur er fjárfestingafélag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja. Á vef Samherja segir að sjö tilboð hafi borist Landsbankanum í húsið, sem er á áberandi stað við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelsssyni og klárað af Bárði Ísleifssyni, hefur um áratugaskeið hýst starfsemi Landsbankans. Ætla að glæða húsið lífi til framtíðar Haft er Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, að félagið vilji leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekari lífi til framtíðar. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm „Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins,“ er haft eftir Eiríki, sem einnig er stjórnarformaður Samherja. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, að húsið hafi reynst Landsbankanum mjög vel en það hafi reynst of stórt fyrir núverandi starfsemi bankans á Akureyri. Starfsemi bankans verði fyrst um sinn áfram í húsinu en verið sé að leita að nýju húsnæði í bænum undir starfsemina. Samherjar safna Landsbankahúsum Þetta er ekki fyrsta Landsbankahúsið sem félag með tengsl við við Samherja fjárfestir í. Sigtún þróunarfélag, sem meðal annars er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020. Líkt og húsið á Akureyri var það einnig byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Þar er nú rekin svokölluð vinnustofa þar sem boðið er upp á skrifstofuaðstoðu sem einyrkjar, fyrirtæki og opinberar stofnanir geta nýtt sér. Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum.
Akureyri Landsbankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Sjá meira
Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52