Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2022 19:31 Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð. Fjölbreyttara atvinnulíf og nýjar og vaxandi atvinnugreinar eins og ferðaþjónusta, fiskeldi og starfsemi líftæknifyrirtækisins Kerecis í Ísafjarðarbæ hefur hægt og sígandi snúið við fólksfækkun undanfarinna áratuga á svæðinu. Samkvæmt bjartsýnustu spám er nú gert ráð fyrir nokkurri fólksfjölgun á næstu tíu árum. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að nú þegar hafi myndast skortur á íbúðarhúsnæði í bænum. Arna Lára Jónsdóttir segir að Vestfirðingar þurfi nú að tileinka sér bjartsýni vegna mikillar uppbyggingar eftir stöðuga fólksfækkun undanfarna áratugi.Stöð 2/Ívar „Já, það vantar íbúðir. Við verðum að finna og útbúa lóðir því hér er að fara fram mikil uppbygging. Þannig að það er íbúðaskortur og við þurfum að vera klár undir það,“ segir Arna Lára. Í húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 til næstu tíu ára eru settar fram spár um fjölgun íbúa og þörfina á nýju húsnæði. Samkvæmt lægstu spánni er reiknað með að íbúum fjölgi um 192, 408 samkvæmt miðspá og 828 samkvæmt háspá. Samkvæmt húsnæðisáætlun 2023 til tíu ára fyrir Ísafjarðarbæ er reiknað með að íbúum gæti fjölgað um 192 til 828 og þörf fyrir nýjar íbúðir verði á bilinu 94 til 402.Ísafjarðarbær Það þýðir að byggja þurfi 94 til 402 nýjar íbúðir í bæjarfélaginu á tímabilinu, það er á Ísafirði við Skutulsfjörð, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þingeyri væri nú orðin miðsvæðis á Vestfjörðum eftir opnun Dýrafjarðarganga. „Við eigum ekki mikið land, ekki í Skutulsfirði. Við eigum nóg af íbúðalóðum annars staðar en í Skutulsfirði en það þarf líka að búa til lóðir í Skutulsfirðinum. Við eigum fullt af lóðum á Þingeyri sem við vorum að auglýsa lausar til úthlutunar. En það er alveg satt það þarf að útbúa fleiri lóðir í þessum firði,“ segir Bæjarstjórinn. Brúnu húsin á myndinni eru fyrirhugaðar stúdentaíbúðir á Flateyri.Ísafjarðarbær Stefnt hefði verið að því að nota efni sem dælt verði upp vegna stækkunar Sundahafnar til að stækka eyrina annað hvort eða bæði við Fjarðarstræti og Sundstræti og inni í Pollinum. Þær hugmyndir komi ekki til framkvæmda að sinni en unnið væri að breytingum á aðalskipulagi sem opni á þann möguleika í framtíðinni. Bæjarstjórinn segir töluverða möguleika á þéttingu byggðar sem unnið væri að. Stöðug íbúafjölgun frá 2016 eftir áratuga fólksfækkun væru ánægjuleg umskipti. „Við þurfum svolítið að breyta hugsanahættinum. Við höfum alltaf verið í varnarbaráttunni, að berjast fyrir hverjum og einum íbúa. Erum að sjálfsögðu allaf að passa upp á íbúana okkar en núna þurfum við að vera svolítið brött og horfa fram á veginn og taka þátt í uppganginum. Það er kannski tilfinning sem við Vestfirðingar þekktum ekkert allt of vel en það er góð tilfinning,“ segir Arna Lára Jónsdóttir. Ísafjarðarbær Húsnæðismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi. 30. nóvember 2022 20:13 Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Fjölbreyttara atvinnulíf og nýjar og vaxandi atvinnugreinar eins og ferðaþjónusta, fiskeldi og starfsemi líftæknifyrirtækisins Kerecis í Ísafjarðarbæ hefur hægt og sígandi snúið við fólksfækkun undanfarinna áratuga á svæðinu. Samkvæmt bjartsýnustu spám er nú gert ráð fyrir nokkurri fólksfjölgun á næstu tíu árum. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að nú þegar hafi myndast skortur á íbúðarhúsnæði í bænum. Arna Lára Jónsdóttir segir að Vestfirðingar þurfi nú að tileinka sér bjartsýni vegna mikillar uppbyggingar eftir stöðuga fólksfækkun undanfarna áratugi.Stöð 2/Ívar „Já, það vantar íbúðir. Við verðum að finna og útbúa lóðir því hér er að fara fram mikil uppbygging. Þannig að það er íbúðaskortur og við þurfum að vera klár undir það,“ segir Arna Lára. Í húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 til næstu tíu ára eru settar fram spár um fjölgun íbúa og þörfina á nýju húsnæði. Samkvæmt lægstu spánni er reiknað með að íbúum fjölgi um 192, 408 samkvæmt miðspá og 828 samkvæmt háspá. Samkvæmt húsnæðisáætlun 2023 til tíu ára fyrir Ísafjarðarbæ er reiknað með að íbúum gæti fjölgað um 192 til 828 og þörf fyrir nýjar íbúðir verði á bilinu 94 til 402.Ísafjarðarbær Það þýðir að byggja þurfi 94 til 402 nýjar íbúðir í bæjarfélaginu á tímabilinu, það er á Ísafirði við Skutulsfjörð, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þingeyri væri nú orðin miðsvæðis á Vestfjörðum eftir opnun Dýrafjarðarganga. „Við eigum ekki mikið land, ekki í Skutulsfirði. Við eigum nóg af íbúðalóðum annars staðar en í Skutulsfirði en það þarf líka að búa til lóðir í Skutulsfirðinum. Við eigum fullt af lóðum á Þingeyri sem við vorum að auglýsa lausar til úthlutunar. En það er alveg satt það þarf að útbúa fleiri lóðir í þessum firði,“ segir Bæjarstjórinn. Brúnu húsin á myndinni eru fyrirhugaðar stúdentaíbúðir á Flateyri.Ísafjarðarbær Stefnt hefði verið að því að nota efni sem dælt verði upp vegna stækkunar Sundahafnar til að stækka eyrina annað hvort eða bæði við Fjarðarstræti og Sundstræti og inni í Pollinum. Þær hugmyndir komi ekki til framkvæmda að sinni en unnið væri að breytingum á aðalskipulagi sem opni á þann möguleika í framtíðinni. Bæjarstjórinn segir töluverða möguleika á þéttingu byggðar sem unnið væri að. Stöðug íbúafjölgun frá 2016 eftir áratuga fólksfækkun væru ánægjuleg umskipti. „Við þurfum svolítið að breyta hugsanahættinum. Við höfum alltaf verið í varnarbaráttunni, að berjast fyrir hverjum og einum íbúa. Erum að sjálfsögðu allaf að passa upp á íbúana okkar en núna þurfum við að vera svolítið brött og horfa fram á veginn og taka þátt í uppganginum. Það er kannski tilfinning sem við Vestfirðingar þekktum ekkert allt of vel en það er góð tilfinning,“ segir Arna Lára Jónsdóttir.
Ísafjarðarbær Húsnæðismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi. 30. nóvember 2022 20:13 Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36
Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi. 30. nóvember 2022 20:13
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21
Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41