Stálu þremur hoppukastölum og flutningabíl um jólin Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2022 14:40 Ökutækið sem um ræðir. Skátar hafa ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Skátaland Flutningabíll með þremur hoppukastölum innanborðs var stolið af athafnasvæði Skátalands á dögunum. Búnaðinn átti að nota á fyrirtækjaskemmtun síðar í dag og óskar forsvarsfólk fyrirtækisins eftir aðstoð almennings við að finna flutningabílinn. Þetta er annað ökutækið sem stolið er af skátahreyfingunni á stuttu tímabili. Skátaland er rekið af Skátasambandi Reykjavíkur og leigir út hoppukastala og veislutjöld í fjáröflunarskyni. Að sögn framkvæmdastjóra Skátalands brutust óprúttnir aðilar inn í húsnæði systurfyrirtækisins Grænna skáta í sumar sem starfrækir umfangsmikla flösku- og dósasöfnun. Þjófarnir hafi meðal annars haft á brott með sér lykla og í kjölfarið hafi sendiferðabíl í eigu Grænna skáta horfið. Nú sé kassabíls Skátalands sömuleiðis sárt saknað. Hvimleiður jólaglaðningur Ekki liggur fyrir hvenær látið var til skarar skríða yfir helgina en þjófnaðurinn uppgötvaðist í dag þegar starfsfólk mætti aftur til vinnu eftir jólin. Bíllinn var fyrir utan húsnæði Skátalands og Grænna skáta í Hraunbæ 123 í Reykjavík. Hann er áberandi merktur og því ljóst að erfitt gæti reynst fyrir þjófana að fara huldu höfði ef þeir hyggjast nota nota ökutækið. Það er ekki hoppandi fjör í húsakynnum Skátalands þessa dagana.Skátaland „Það er rosalega mikill faraldur í því að brjótast inn í dósagáma og hirða dósirnar þaðan. Þetta er líklega sama liðið sem hefur tekið okkar bíl og hyggst nota það í þann business. Við erum bjartsýn á að hann finnist, þetta er áberandi bíll og við erum líklega komin með grunaða einstaklinga sem sáust á myndavélum fyrr í mánuðinum,“ segir Jón Andri Helgason, framkvæmdastjóri Skátalands í samtali við Vísi. Þann 8. desember hafi einstaklingarnir keyrt ökutæki Skátalands og síðan skilið þau eftir fyrir utan húsakynni fyrirtækisins. Væri fínt að fá hann aftur fyrir föstudag Jón Andri segir að aðrir hoppukastalar verði leigðir út í dag í stað þeirra sem var stolið en einnig hafi staðið til að nota einn þeirra þann 30. desember næstkomandi. „Við erum bara að vonast til að þetta finnist svo við getum leigt þeim viðskiptavinum sem óskuðu eftir þessum búnaði,“ bætir hann við en málið er nú komið á borð lögreglu. Jón Andri óskar eftir upplýsingum um ferðir bílsins í síma 577-4500. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Skátaland er rekið af Skátasambandi Reykjavíkur og leigir út hoppukastala og veislutjöld í fjáröflunarskyni. Að sögn framkvæmdastjóra Skátalands brutust óprúttnir aðilar inn í húsnæði systurfyrirtækisins Grænna skáta í sumar sem starfrækir umfangsmikla flösku- og dósasöfnun. Þjófarnir hafi meðal annars haft á brott með sér lykla og í kjölfarið hafi sendiferðabíl í eigu Grænna skáta horfið. Nú sé kassabíls Skátalands sömuleiðis sárt saknað. Hvimleiður jólaglaðningur Ekki liggur fyrir hvenær látið var til skarar skríða yfir helgina en þjófnaðurinn uppgötvaðist í dag þegar starfsfólk mætti aftur til vinnu eftir jólin. Bíllinn var fyrir utan húsnæði Skátalands og Grænna skáta í Hraunbæ 123 í Reykjavík. Hann er áberandi merktur og því ljóst að erfitt gæti reynst fyrir þjófana að fara huldu höfði ef þeir hyggjast nota nota ökutækið. Það er ekki hoppandi fjör í húsakynnum Skátalands þessa dagana.Skátaland „Það er rosalega mikill faraldur í því að brjótast inn í dósagáma og hirða dósirnar þaðan. Þetta er líklega sama liðið sem hefur tekið okkar bíl og hyggst nota það í þann business. Við erum bjartsýn á að hann finnist, þetta er áberandi bíll og við erum líklega komin með grunaða einstaklinga sem sáust á myndavélum fyrr í mánuðinum,“ segir Jón Andri Helgason, framkvæmdastjóri Skátalands í samtali við Vísi. Þann 8. desember hafi einstaklingarnir keyrt ökutæki Skátalands og síðan skilið þau eftir fyrir utan húsakynni fyrirtækisins. Væri fínt að fá hann aftur fyrir föstudag Jón Andri segir að aðrir hoppukastalar verði leigðir út í dag í stað þeirra sem var stolið en einnig hafi staðið til að nota einn þeirra þann 30. desember næstkomandi. „Við erum bara að vonast til að þetta finnist svo við getum leigt þeim viðskiptavinum sem óskuðu eftir þessum búnaði,“ bætir hann við en málið er nú komið á borð lögreglu. Jón Andri óskar eftir upplýsingum um ferðir bílsins í síma 577-4500.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira