Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Eiður Þór Árnason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 28. desember 2022 15:57 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. „Við erum enn í næst lægsta viðbúnaðarstigi og þetta stig er þannig að hinn almenni borgari ætti ekki að verða var við þessa breytingu. Þetta snýr fyrst og fremst að verklagi lögreglu og viðbrögðum því tengt,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Viðbúnaðarstigið var hækkað úr A í B en að sögn lögreglu felur hærra stigið í sér aukinn viðbúnað og að vísbendingar um öryggisógnir séu til staðar. Þó þurfi ekki að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Hyggst lögreglan hafa samráð við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og yfirfara fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem hún telur ástæðu til að vakta sérstaklega. Á svipuðum stað og Noregur og Svíþjóð Ríkislögreglustjóri hefur unnið að því að breyta hættumatinu sem það styðst við vegna hryðjuverkaógnar og færa viðmið til samræmis við það sem gildir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Lögreglan hefur nú tekið upp sama fimm stiga kvarða og telur greiningardeild ríkislögreglustjóra Ísland í dag vera á þriðja stigi. Samkvæmt því er aukin ógn, ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka talin vera til staðar. Karl Steinar segir nýja kvarðann auðvelda allan samanburð við hin Norðurlöndin. Ísland sé núna á sama stigi og Svíþjóð og Noregur en lægra en í Danmörku. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. „Við teljum að lögreglan hafi fulla burði til að takast á við þá stöðu sem við erum í og við erum þess vegna ekkert hrædd við það að greina frá því hvar við teljum okkur vera og teljum að almenningur sé ekki í neinni hættu, og hann á ekki að vera það. Við grípum til þeirra ráðstafana sem við teljum eðlilegt að gera í samræmi við þær reglur sem við höfum á hverjum tíma.“ Hvetur fólk til að skoða gögn málsins Verjendur mannanna tveggja sem handteknir voru vegna gruns um aðild að skipulagningu hryðjuverka hafa gagnrýnt lögregluna harðlega og jafnvel ásakað hana um sýndarmennsku. Karl Steinar gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli. „Ég hvet menn bara til að lesa þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu meira og minna. Ég kýs að fara ekki í einhverjar málalengingar út frá því. Mér finnst það mjög ófaglegt.“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði sínum setti Landsréttur spurningarmerki við að ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Byggði ákvörðunin um að sleppa þeim meðal annars á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Taldi dómurinn ekki ástæðu til að telja að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg líkt og eins og áskilið er samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Dómsmál Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Við erum enn í næst lægsta viðbúnaðarstigi og þetta stig er þannig að hinn almenni borgari ætti ekki að verða var við þessa breytingu. Þetta snýr fyrst og fremst að verklagi lögreglu og viðbrögðum því tengt,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Viðbúnaðarstigið var hækkað úr A í B en að sögn lögreglu felur hærra stigið í sér aukinn viðbúnað og að vísbendingar um öryggisógnir séu til staðar. Þó þurfi ekki að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Hyggst lögreglan hafa samráð við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og yfirfara fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem hún telur ástæðu til að vakta sérstaklega. Á svipuðum stað og Noregur og Svíþjóð Ríkislögreglustjóri hefur unnið að því að breyta hættumatinu sem það styðst við vegna hryðjuverkaógnar og færa viðmið til samræmis við það sem gildir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Lögreglan hefur nú tekið upp sama fimm stiga kvarða og telur greiningardeild ríkislögreglustjóra Ísland í dag vera á þriðja stigi. Samkvæmt því er aukin ógn, ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka talin vera til staðar. Karl Steinar segir nýja kvarðann auðvelda allan samanburð við hin Norðurlöndin. Ísland sé núna á sama stigi og Svíþjóð og Noregur en lægra en í Danmörku. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. „Við teljum að lögreglan hafi fulla burði til að takast á við þá stöðu sem við erum í og við erum þess vegna ekkert hrædd við það að greina frá því hvar við teljum okkur vera og teljum að almenningur sé ekki í neinni hættu, og hann á ekki að vera það. Við grípum til þeirra ráðstafana sem við teljum eðlilegt að gera í samræmi við þær reglur sem við höfum á hverjum tíma.“ Hvetur fólk til að skoða gögn málsins Verjendur mannanna tveggja sem handteknir voru vegna gruns um aðild að skipulagningu hryðjuverka hafa gagnrýnt lögregluna harðlega og jafnvel ásakað hana um sýndarmennsku. Karl Steinar gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli. „Ég hvet menn bara til að lesa þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu meira og minna. Ég kýs að fara ekki í einhverjar málalengingar út frá því. Mér finnst það mjög ófaglegt.“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði sínum setti Landsréttur spurningarmerki við að ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Byggði ákvörðunin um að sleppa þeim meðal annars á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Taldi dómurinn ekki ástæðu til að telja að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg líkt og eins og áskilið er samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á.
Dómsmál Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06
Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43