Stöðvaður við akstur og reyndist með gróft barnaníðsefni í símanum Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2023 13:19 Ákæran er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins fundust þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann, sem handtekinn var vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019, fyrir að hafa haft mikið magn barnaníðsefnis í sinni vörslu í tveimur símum og spjaldtölvu. Maðurinn hafði sömuleiðis dreift efni til ótilgreindra einstaklinga. Ákæra í málinu er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins hafi fundist þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“ líkt og þar segir. Fyrirtaka í málinu var á öðrum degi ársins. Fram kemur í ákærunni að barnaníðsefni hafi fundist í síma mannsins sem hann hafi verið með á sér þegar hann var handtekinn vegna umferðarlagabrotsins á Akureyri í júní 2019. Dvalarstaður mannsins á þessum tíma hafi verið sumarhús á Akureyri. Á heimili hans, annars staðar á landinu, fundust svo annar sími og spjaldtölva þar sem einnig var að finna barnaníðsefni. Maðurinn hafði þá skoðað og hlaðið niður efninu nokkru áður en hann var handtekinn, auk þess að hafa dreift klámfengnum teikningum af börnum til ótilgreindra aðila. Þúsundir mynda og hreyfimynda Í símum og spjaldtölvu mannsins fannst mikið magn mynda, hreyfimynda og teiknaðra mynda sem sýndu meðal annars ung stúlkubörn – allt frá ungabörnum og að börnum á táningsaldri – í kynferðislegum athöfnum með karlmönnum. Hafi þau meðal annars verið láta veita mönnum munnmök, mennirnir sett fingur í leggöng þeirra eða þeir brotið á þeim á annan hátt. Sömuleiðis hafi fundist myndir af börnunum í klámfengnum stellingum eða með kynlífstæki. Maðurinn var handtekinn vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019 og í kjölfarið fannst mikið magn barnaníðsefnis í fórum mannsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Á Telegram-reikningi mannsins fundust 1.574 stuttar hreyfimyndir sem sýndu meðal annars ungum börnum nauðgað og 18.810 myndir af kynferðislegum toga og sýndi fjöldi þeirra mjög ung börn í kynferðislegum athöfnum með fullorðnum. Flutti til útlanda RÚV hefur eftir Eyþóri Þorbergssyni, aðstoðarsaksóknara hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að rannsókn hafi tekið nokkurn tíma sökum umfangs efnisins. Þá hafi maðurinn flutt til útlanda og unnið á sjó á meðan á rannsókninni stóð. Honum var birt ákæra í málinu í mars síðastliðinn. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt að símarnir tveir og spjaldtölvan verði gerð upptæk. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Ákæra í málinu er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins hafi fundist þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“ líkt og þar segir. Fyrirtaka í málinu var á öðrum degi ársins. Fram kemur í ákærunni að barnaníðsefni hafi fundist í síma mannsins sem hann hafi verið með á sér þegar hann var handtekinn vegna umferðarlagabrotsins á Akureyri í júní 2019. Dvalarstaður mannsins á þessum tíma hafi verið sumarhús á Akureyri. Á heimili hans, annars staðar á landinu, fundust svo annar sími og spjaldtölva þar sem einnig var að finna barnaníðsefni. Maðurinn hafði þá skoðað og hlaðið niður efninu nokkru áður en hann var handtekinn, auk þess að hafa dreift klámfengnum teikningum af börnum til ótilgreindra aðila. Þúsundir mynda og hreyfimynda Í símum og spjaldtölvu mannsins fannst mikið magn mynda, hreyfimynda og teiknaðra mynda sem sýndu meðal annars ung stúlkubörn – allt frá ungabörnum og að börnum á táningsaldri – í kynferðislegum athöfnum með karlmönnum. Hafi þau meðal annars verið láta veita mönnum munnmök, mennirnir sett fingur í leggöng þeirra eða þeir brotið á þeim á annan hátt. Sömuleiðis hafi fundist myndir af börnunum í klámfengnum stellingum eða með kynlífstæki. Maðurinn var handtekinn vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019 og í kjölfarið fannst mikið magn barnaníðsefnis í fórum mannsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Á Telegram-reikningi mannsins fundust 1.574 stuttar hreyfimyndir sem sýndu meðal annars ungum börnum nauðgað og 18.810 myndir af kynferðislegum toga og sýndi fjöldi þeirra mjög ung börn í kynferðislegum athöfnum með fullorðnum. Flutti til útlanda RÚV hefur eftir Eyþóri Þorbergssyni, aðstoðarsaksóknara hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að rannsókn hafi tekið nokkurn tíma sökum umfangs efnisins. Þá hafi maðurinn flutt til útlanda og unnið á sjó á meðan á rannsókninni stóð. Honum var birt ákæra í málinu í mars síðastliðinn. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt að símarnir tveir og spjaldtölvan verði gerð upptæk.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira