Um óhappatilvik að ræða Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. janúar 2023 20:03 Óðinn Elísson, framkvæmdastjóri Fulltingis, segir alltof algengt að fólk leiti ekki réttar síns þegar það lendir í tjóni. samsett „Þegar fólk lendir í tjóni þá er um að gera að leita upplýsinga hvort að það sé réttur fyrir hendi eð ekki,“ segir Óðinn Elísson, framkvæmdastjóri Fulltingis og sérfræðingur í skaðabótarétti í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Tilefni viðtalsins var frétt sem birtist á Vísi í gær. Rætt var við par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. „Það getur verið að þarna sé um að ræða það sem við köllum í lögfræðinni óhappatilvik. Þannig að það ber enginn ábyrgð á tjóninu,“ segir Óðinn. „Sá sem telur þriðja aðila ber á byrgð á tjóni sínu, honum ber að sanna það. Þau voru að nefna að þetta hefði mögulega verið snjóruðningstæki, bifreið sem hefði farið þarna yfir og kastað þessu á bílinn þeirra. Ef það lægi fyrir að svo væri þá er það notkun bifreiðar, þannig að það er ábyrgðartrygging bifreiðar sem myndi bæta tjónið.“ Aðspurður um ábyrgð bendir Óðinn á svokallað athafnaleysi. „Við þekkjum öll þessa djúpu holur sem getur komið i malbik, það er kannski ágætt að taka það sem dæmi. Ef menn aka bifreiðum ofan í slíkar holur þá getur orðið stórtjón á dekkjum og hjólabúnaði og öðru slíku. Þá er almennt talið að það beri enginn ábyrgð á tjóninu en ef veghaldari er kominn með vitneskju um holuna þá ber honum að annaðhvort merkja eða laga holuna og ef veghaldari gerir ekki svo þá er komið það sem við köllum athafnaleysi og þá getur hann borið ábyrgð á tjóninu.“ Á öðrum stað segir Óðinn: „Ef veghaldaranum er ekki kunnugt um hættuna þá er ólíklegt að það verði felld skaðabótaábyrgð á hann vegna tjónsins. Það er ekki bein eftirlitsskylda en það er athafnaskylda ef þú veist af hættunni, þá þarftu að koma í veg fyrir hana, og þá ber veghaldara að gera það.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Alltof oft sem fólk leiti ekki réttar síns Hvað varðar mál unga parsins bendir Óðinn á að lögboðnar tryggingar eru á ökutækjum. „Það eru lögboðnar tryggingar á ökutækjum, þannig að hefði ökumaðurinn slasast þá ætti hann rétt á bótum úr slysatryggingu ökumanns og eigenda og farþeginn úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar.“ Óðinn hvetur fólk til að leita lögmanna ef það hefur orðið fyrir tjóni og vill kanna rétt sinn. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað Íslendingar eru skilvísir iðgjaldagreiðendur en alltof oft leitar fólk ekki réttar síns. Vegna þess að það eru ákveðin tímamörk, það er ársfrestur til að tilkynna um tjónið, annars geta menn fyrirgert bótarétti sínum. Þannig að þegar fólk lendir í tjóni þá er um að gera að kanna rétt sinn, það kostar ekkert og ef það er ekkert þá látum við fólk vita af því að það er ekkert frekar aðhafst. En oftar en ekki er bótaréttur fyrir hendi.“ Margir óttast háan málskostnað Hann segir að óhappatilvik séu því miður frekar algeng. „Það er svo margt sem getur gerst án þess að þriðji aðili beri ábyrgð á því. Þú getur verið að keyra einhvers staðar og þá kemur grjót veltandi og lendir á bílnum þínum. Þá er það óhappatilvik.“ Myndir þú segja að það væri fólk þarna úti sem ætti rétt á fjárhæðum? „Ég bara fullyrði að svo er, já.“ Óðinn svarar játandi þegar hann er spurður um hvort margir veigri sér við að leita réttar síns af ótta við háan málskostnað. „Klárlega er það þannig. Ímynd okkar lögfræðinga er þannig að við séum gírugir og rukkum mikið og oft er náttúrulega vinna að baki.“ Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. 24. janúar 2023 21:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Tilefni viðtalsins var frétt sem birtist á Vísi í gær. Rætt var við par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. „Það getur verið að þarna sé um að ræða það sem við köllum í lögfræðinni óhappatilvik. Þannig að það ber enginn ábyrgð á tjóninu,“ segir Óðinn. „Sá sem telur þriðja aðila ber á byrgð á tjóni sínu, honum ber að sanna það. Þau voru að nefna að þetta hefði mögulega verið snjóruðningstæki, bifreið sem hefði farið þarna yfir og kastað þessu á bílinn þeirra. Ef það lægi fyrir að svo væri þá er það notkun bifreiðar, þannig að það er ábyrgðartrygging bifreiðar sem myndi bæta tjónið.“ Aðspurður um ábyrgð bendir Óðinn á svokallað athafnaleysi. „Við þekkjum öll þessa djúpu holur sem getur komið i malbik, það er kannski ágætt að taka það sem dæmi. Ef menn aka bifreiðum ofan í slíkar holur þá getur orðið stórtjón á dekkjum og hjólabúnaði og öðru slíku. Þá er almennt talið að það beri enginn ábyrgð á tjóninu en ef veghaldari er kominn með vitneskju um holuna þá ber honum að annaðhvort merkja eða laga holuna og ef veghaldari gerir ekki svo þá er komið það sem við köllum athafnaleysi og þá getur hann borið ábyrgð á tjóninu.“ Á öðrum stað segir Óðinn: „Ef veghaldaranum er ekki kunnugt um hættuna þá er ólíklegt að það verði felld skaðabótaábyrgð á hann vegna tjónsins. Það er ekki bein eftirlitsskylda en það er athafnaskylda ef þú veist af hættunni, þá þarftu að koma í veg fyrir hana, og þá ber veghaldara að gera það.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Alltof oft sem fólk leiti ekki réttar síns Hvað varðar mál unga parsins bendir Óðinn á að lögboðnar tryggingar eru á ökutækjum. „Það eru lögboðnar tryggingar á ökutækjum, þannig að hefði ökumaðurinn slasast þá ætti hann rétt á bótum úr slysatryggingu ökumanns og eigenda og farþeginn úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar.“ Óðinn hvetur fólk til að leita lögmanna ef það hefur orðið fyrir tjóni og vill kanna rétt sinn. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað Íslendingar eru skilvísir iðgjaldagreiðendur en alltof oft leitar fólk ekki réttar síns. Vegna þess að það eru ákveðin tímamörk, það er ársfrestur til að tilkynna um tjónið, annars geta menn fyrirgert bótarétti sínum. Þannig að þegar fólk lendir í tjóni þá er um að gera að kanna rétt sinn, það kostar ekkert og ef það er ekkert þá látum við fólk vita af því að það er ekkert frekar aðhafst. En oftar en ekki er bótaréttur fyrir hendi.“ Margir óttast háan málskostnað Hann segir að óhappatilvik séu því miður frekar algeng. „Það er svo margt sem getur gerst án þess að þriðji aðili beri ábyrgð á því. Þú getur verið að keyra einhvers staðar og þá kemur grjót veltandi og lendir á bílnum þínum. Þá er það óhappatilvik.“ Myndir þú segja að það væri fólk þarna úti sem ætti rétt á fjárhæðum? „Ég bara fullyrði að svo er, já.“ Óðinn svarar játandi þegar hann er spurður um hvort margir veigri sér við að leita réttar síns af ótta við háan málskostnað. „Klárlega er það þannig. Ímynd okkar lögfræðinga er þannig að við séum gírugir og rukkum mikið og oft er náttúrulega vinna að baki.“
Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. 24. janúar 2023 21:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. 24. janúar 2023 21:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?