Spá elleftu hækkuninni í röð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2023 10:31 Stýrivextir hafa meðal annars áhrif á fasteignalán bankanna, sem hefur áhrif á fasteignamarkaðinn. Vísir/Vilhelm Hagfræðingar Landsbankans spá því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í næstu viku. Gangi þessi spá eftir verður það ellefta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað skarpt frá því í maí 2021. Þá stóðu þeir í 0,75 prósent. Stýrivextir nú eru hins vegar sex prósent, eftir 0,25 prósentu hækkun á síðasta fundi Peningastefnunefndar bankans. Það var tíunda hækkunin í röð. Útlit er fyrir að þessi hækkunarhrina haldi áfram, ef marka má nýjustu Hagsjá Landsbankans. Í henni telja sérfræðingar bankans líklegast að Seðlabankinn muni hækka vexti um 0,5 prósentur, úr sex prósent í 6,5 prósent. Ákvörðun Seðlabankans verður kynnt næstkomandi miðvikudagsmorgun. „Það má færa rök fyrir minni hækkun, en miðað við núverandi ástand, og umræðuna í þjóðfélaginu, mun nefndin líklegast líta svo á að senda þurfi skýr skilaboð um að böndum verði náð á verðbólgu,“ segir í Hagsjánni. Nýjustu verðbólgutölur sýna að verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Segir í Hagsjánni að líklega muni Peningastefnunefnd Seðlabankans skoða vaxtahækkun á bilinu 0,25 til 0,75 prósentur. Telur Landsbankinn þó að 0,25 prósentu hækkun væru ekki nægilega skýr skilaboð af hálfu Seðlabankans. Þá mæli þeir háu vextir sem nú þegar eru til staðar gegn því að hækka stýrivextina um meira en 0,5 prósentustig, auk þess sem að stutt sé í næstu ákvörðun á eftir þeirri sem tekin verður í næstu viku. Hagsjá Landsbankans má lesa hér. Hvað eru stýrivextir? Stýrivextir eru þeir vextir seðlabanka kallaðir sem hafa áhrif á aðra vexti í hagkerfinu, t.d. á bílalánum eða húsnæðislánum eða vexti á sparnaðarreikningum. Þar með hafa stýrivextir og breyting á þeim áhrif á eftirspurn og framboð af peningum og þannig á það magn peninga í umferð sem hægt er að nota til að kaupa og fjárfesta fyrir – eða spara. Ef þessir vextir seðlabanka eru lágir hafa fólk og fyrirtæki tilhneigingu til að spara minna en taka meira að láni og kaupa og fjárfesta meira. Þá er eftirspurn meiri eftir vörum og þjónustu, verð hefur tilhneigingu til að hækka og verðbólga er að jafnaði meiri. Hið gagnstæða gerist ef vextir eru háir eða eru hækkaðir. Heimild: Seðlabankinn Seðlabankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22 Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. 1. febrúar 2023 10:03 Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað skarpt frá því í maí 2021. Þá stóðu þeir í 0,75 prósent. Stýrivextir nú eru hins vegar sex prósent, eftir 0,25 prósentu hækkun á síðasta fundi Peningastefnunefndar bankans. Það var tíunda hækkunin í röð. Útlit er fyrir að þessi hækkunarhrina haldi áfram, ef marka má nýjustu Hagsjá Landsbankans. Í henni telja sérfræðingar bankans líklegast að Seðlabankinn muni hækka vexti um 0,5 prósentur, úr sex prósent í 6,5 prósent. Ákvörðun Seðlabankans verður kynnt næstkomandi miðvikudagsmorgun. „Það má færa rök fyrir minni hækkun, en miðað við núverandi ástand, og umræðuna í þjóðfélaginu, mun nefndin líklegast líta svo á að senda þurfi skýr skilaboð um að böndum verði náð á verðbólgu,“ segir í Hagsjánni. Nýjustu verðbólgutölur sýna að verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Segir í Hagsjánni að líklega muni Peningastefnunefnd Seðlabankans skoða vaxtahækkun á bilinu 0,25 til 0,75 prósentur. Telur Landsbankinn þó að 0,25 prósentu hækkun væru ekki nægilega skýr skilaboð af hálfu Seðlabankans. Þá mæli þeir háu vextir sem nú þegar eru til staðar gegn því að hækka stýrivextina um meira en 0,5 prósentustig, auk þess sem að stutt sé í næstu ákvörðun á eftir þeirri sem tekin verður í næstu viku. Hagsjá Landsbankans má lesa hér. Hvað eru stýrivextir? Stýrivextir eru þeir vextir seðlabanka kallaðir sem hafa áhrif á aðra vexti í hagkerfinu, t.d. á bílalánum eða húsnæðislánum eða vexti á sparnaðarreikningum. Þar með hafa stýrivextir og breyting á þeim áhrif á eftirspurn og framboð af peningum og þannig á það magn peninga í umferð sem hægt er að nota til að kaupa og fjárfesta fyrir – eða spara. Ef þessir vextir seðlabanka eru lágir hafa fólk og fyrirtæki tilhneigingu til að spara minna en taka meira að láni og kaupa og fjárfesta meira. Þá er eftirspurn meiri eftir vörum og þjónustu, verð hefur tilhneigingu til að hækka og verðbólga er að jafnaði meiri. Hið gagnstæða gerist ef vextir eru háir eða eru hækkaðir. Heimild: Seðlabankinn
Stýrivextir eru þeir vextir seðlabanka kallaðir sem hafa áhrif á aðra vexti í hagkerfinu, t.d. á bílalánum eða húsnæðislánum eða vexti á sparnaðarreikningum. Þar með hafa stýrivextir og breyting á þeim áhrif á eftirspurn og framboð af peningum og þannig á það magn peninga í umferð sem hægt er að nota til að kaupa og fjárfesta fyrir – eða spara. Ef þessir vextir seðlabanka eru lágir hafa fólk og fyrirtæki tilhneigingu til að spara minna en taka meira að láni og kaupa og fjárfesta meira. Þá er eftirspurn meiri eftir vörum og þjónustu, verð hefur tilhneigingu til að hækka og verðbólga er að jafnaði meiri. Hið gagnstæða gerist ef vextir eru háir eða eru hækkaðir. Heimild: Seðlabankinn
Seðlabankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22 Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. 1. febrúar 2023 10:03 Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22
Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. 1. febrúar 2023 10:03
Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59
Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30