„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2023 19:01 Gunnar Magnússon og Guðmundur Guðmundsson saman á HM í handbolta í síðasta mánuði vísir/vilhelm Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið í gær og var kjölfarið ljóst að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson myndu stýra liðinu í fjórum landsleikjum í mars og í apríl. „Þetta var persónulega mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar hann fékk þau tíðindi að Guðmundur myndi hætta með íslenska landsliðið. „Ég og Gummi erum búnir að starfa saman í tuttugu ár og góðir vinir. Þetta er bara staðan sem er komin upp núna. Ég er sjálfur ekkert í allt of góðri stöðu, ég er starfsmaður HSÍ og var líka með Gumma í A-landsliðinu þannig að ég var svona mitt á milli. Þetta er engu að síður staðan sem er komin upp og alls ekki auðveld staða fyrir mig.“ Hann segist hafa viljað aðstoða HSÍ þegar leitað var eftir hans starfskröftum og á sama tíma gefa sambandinu svigrúm til að finna rétta manninn. „Við erum báðir starfsmenn þarna og okkur rennur kannski aðeins blóðið til skyldunnar að klára þetta, klára þetta verkefni og klára þessa undankeppni með liðinu.“ Fjórir leikir eru framundan í undankeppni fyrir EM á næsta ári, tveir leikir við Tékka í mars og leikir við Ísrael og Eista í apríl. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það þarf að velja liðið helst á morgun og þetta gerist auðvitað mjög hratt og bratt. Nú er bara okkar verkefni að velja hópinn sem fyrst og við klárum það á morgun. Við vorum með Gumma í þessu öllu saman og tókum þátt í þessu. Kosturinn við það að vinna með Gumma er að við vorum inni í öllum hlutum og í öllum ákvörðunum. Svo við erum inni í öllum skipulagi og allt annað og allri taktík. Það verða engar breytingar og það verður bara ein æfing fyrir leik og því munum við keyra áfram á okkar systemi og klára þetta og á sama tíma fær HSÍ svigrúm til að finna rétta þjálfrann.“ Hann segist ekki hafa áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynni HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki og hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Gunnar Magnússon. Klippa: Persónulega mjög erfitt fyrir mig Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið í gær og var kjölfarið ljóst að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson myndu stýra liðinu í fjórum landsleikjum í mars og í apríl. „Þetta var persónulega mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar hann fékk þau tíðindi að Guðmundur myndi hætta með íslenska landsliðið. „Ég og Gummi erum búnir að starfa saman í tuttugu ár og góðir vinir. Þetta er bara staðan sem er komin upp núna. Ég er sjálfur ekkert í allt of góðri stöðu, ég er starfsmaður HSÍ og var líka með Gumma í A-landsliðinu þannig að ég var svona mitt á milli. Þetta er engu að síður staðan sem er komin upp og alls ekki auðveld staða fyrir mig.“ Hann segist hafa viljað aðstoða HSÍ þegar leitað var eftir hans starfskröftum og á sama tíma gefa sambandinu svigrúm til að finna rétta manninn. „Við erum báðir starfsmenn þarna og okkur rennur kannski aðeins blóðið til skyldunnar að klára þetta, klára þetta verkefni og klára þessa undankeppni með liðinu.“ Fjórir leikir eru framundan í undankeppni fyrir EM á næsta ári, tveir leikir við Tékka í mars og leikir við Ísrael og Eista í apríl. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það þarf að velja liðið helst á morgun og þetta gerist auðvitað mjög hratt og bratt. Nú er bara okkar verkefni að velja hópinn sem fyrst og við klárum það á morgun. Við vorum með Gumma í þessu öllu saman og tókum þátt í þessu. Kosturinn við það að vinna með Gumma er að við vorum inni í öllum hlutum og í öllum ákvörðunum. Svo við erum inni í öllum skipulagi og allt annað og allri taktík. Það verða engar breytingar og það verður bara ein æfing fyrir leik og því munum við keyra áfram á okkar systemi og klára þetta og á sama tíma fær HSÍ svigrúm til að finna rétta þjálfrann.“ Hann segist ekki hafa áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynni HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki og hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Gunnar Magnússon. Klippa: Persónulega mjög erfitt fyrir mig
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira