SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 11:53 Sam Bankman-Fried leiddur inn í dómshús í New York í febrúar. Hann er í stofufangelsi á heimili foreldra sinna í Kaliforníu á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. AP/John Minchillo Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. Saksóknarar bættu nýlega nýjum liðum við ákæru á hendur Bankman-Fried, sem oft er kallaður SBF í bandarískum fjölmiðlum, sem á fyrir yfir höfði sér áratugalangt fangelsi fyrir að féfletta viðskiptavini og fjárfesta FTX. Í viðaukanum við ákæruna sem bættist við í síðasta mánuði er SBF sakaður um að hafa gefið stjórnarmálasamtökunum tugi milljóna dollara í gegnum leppa til þess að komast í kringum lög um hámarksfjárhæðir slíkra framlaga. Á þriðjudag bættist við liður um að Bankman-Fried hafi lagt á ráðin um að brjóta lög um mútugreiðslur með því að leggja drög að því að senda fjörtíu milljónir dollara til kínverskra yfirvalda til þess að komast yfir milljarða dollara af innistæðum vogunarsjóðs í hans eigu sem voru frystar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrír fyrrverandi stjórnendur FTX og vogunarsjóðsins Alameda Research hafa þegar játað sig seka um afbrot og vinna nú með saksóknurum í málinu gegn Bankman-Fried. Bankman-Fried er sakaður um að hafa fært milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að bjarga Alameda Research í fyrra. FTX fór á hausinn eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup og tóku út milljarða dollara af innistæðum sínum síðasta haust. Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum í desember og framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld yfir Bankman-Fried eiga að hefjast í október. Gjaldþrot FTX Dómsmál Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07 Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Saksóknarar bættu nýlega nýjum liðum við ákæru á hendur Bankman-Fried, sem oft er kallaður SBF í bandarískum fjölmiðlum, sem á fyrir yfir höfði sér áratugalangt fangelsi fyrir að féfletta viðskiptavini og fjárfesta FTX. Í viðaukanum við ákæruna sem bættist við í síðasta mánuði er SBF sakaður um að hafa gefið stjórnarmálasamtökunum tugi milljóna dollara í gegnum leppa til þess að komast í kringum lög um hámarksfjárhæðir slíkra framlaga. Á þriðjudag bættist við liður um að Bankman-Fried hafi lagt á ráðin um að brjóta lög um mútugreiðslur með því að leggja drög að því að senda fjörtíu milljónir dollara til kínverskra yfirvalda til þess að komast yfir milljarða dollara af innistæðum vogunarsjóðs í hans eigu sem voru frystar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrír fyrrverandi stjórnendur FTX og vogunarsjóðsins Alameda Research hafa þegar játað sig seka um afbrot og vinna nú með saksóknurum í málinu gegn Bankman-Fried. Bankman-Fried er sakaður um að hafa fært milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að bjarga Alameda Research í fyrra. FTX fór á hausinn eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup og tóku út milljarða dollara af innistæðum sínum síðasta haust. Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum í desember og framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld yfir Bankman-Fried eiga að hefjast í október.
Gjaldþrot FTX Dómsmál Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07 Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07
Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06