Grýttu börn með flöskum og dósum á Ráðhústorginu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 16:19 Atvikið átti sér stað við Ráðhústorgið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Hópur fólks grýtti föður og tvo drengi hans með bjórdósum og glerflöskum á Ráðhústorginu á Akureyri í gærkvöldi. Faðirinn segir drengina hafa verið afar skelkaða og íhugar að kæra fólkið. Markús Már Efraím var í gær á gangi um Ráðhústorgið á Akureyri ásamt sonum sínum, átta og ellefu ára gömlum. Hann er búsettur í Reykjavík en er staddur í bænum til að kenna á námskeiði á bókasafninu í bænum vegna Barnamenningarhátíðar. Rigndi flöskum og dósum Í samtali við fréttastofu segir hann þá feðgana hafa verið nýbúna að fá sér að borða og voru að rölta aftur í íbúðina sem þeir gista í. „Svo heyri ég einhvern hvell við hliðina á okkur. Svo skellur full dós við hliðina á okkur og glerflaska. Það var greinilega einhver að kasta þessu. Þá lít ég í kringum mig til að sjá hvaðan þetta kom og sé þau einhverja gaura upp á svölum í íbúð. Þeir voru enn að kasta einhverjum hlutum og ég sá að þeir voru líka að hella vatni þarna niður yfir einhverja sem stóðu þarna,“ segir Markús. Ungt fólk í partýi Hann segir það hafa verið greinilegt að fólkið hafi verið að reyna að hitta feðgana þar sem enginn annar var nálægt þeim og voru þeir langt frá húsinu þaðan sem köstin komu. Hann segir að þarna hafi ungt fólk verið í leiguíbúð en hann er ekki með upplýsingar um hvort Íslendinga eða erlenda ferðamenn var að ræða. „Þetta var ungt fólk, þetta er stór íbúð og það virtist vera eitthvað partý þarna. Ég er búinn að senda skilaboð á eiganda íbúðarinnar. Hann er erlendis en ætlaði sjálfur að biðja lögregluna um að vísa fólkinu út,“ segir Markús. Hefðu getað stórslasast Hann hafði strax samband við lögregluna sem mætti á svæðið og fór inn í íbúðina. Þeir feðgarnir hinkruðu fyrir utan þar sem Markús vildi vita hvað lögreglan ætlaði að gera í málinu. Þarna hefðu þeir getað stórslasast. „Lögreglan tók svo niður nöfn okkar og kennitölur og sögðu að við gætum lagt fram kæru á lögreglustöð. Þeir eru væntanlega með upplýsingar um hvaða fólk þetta er. Fólkið skammaðist sín greinilega ekki mikið því þegar ég var að tala við lögregluna stóðu þeir í glugganum að senda börnunum mínum fingurinn og taka myndir af okkur,“ segir Markús. Ekki viss hvort hann kæri Hann er ekki viss hvort hann leggi fram kæru, mögulega sé það mikið vesen sem ekkert komi upp úr. Aftur á móti hafi einhver getað slasast alvarlega. Þá hafi gerendurnir alls ekki sýnt að þeir hafi séð eftir atvikinu. „Nú þora strákarnir mínir ekki að fara á Ráðhústorgið ef þessir menn myndu vera þarna. Þeir voru mjög hræddir. Þeir hafa áhyggjur af því að sjá þessa menn annars staðar í bænum. Ekki það að ég haldi að eitthvað muni gerast en börn eru börn, þau geta orðið hrædd,“ segir Markús. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Markús Már Efraím var í gær á gangi um Ráðhústorgið á Akureyri ásamt sonum sínum, átta og ellefu ára gömlum. Hann er búsettur í Reykjavík en er staddur í bænum til að kenna á námskeiði á bókasafninu í bænum vegna Barnamenningarhátíðar. Rigndi flöskum og dósum Í samtali við fréttastofu segir hann þá feðgana hafa verið nýbúna að fá sér að borða og voru að rölta aftur í íbúðina sem þeir gista í. „Svo heyri ég einhvern hvell við hliðina á okkur. Svo skellur full dós við hliðina á okkur og glerflaska. Það var greinilega einhver að kasta þessu. Þá lít ég í kringum mig til að sjá hvaðan þetta kom og sé þau einhverja gaura upp á svölum í íbúð. Þeir voru enn að kasta einhverjum hlutum og ég sá að þeir voru líka að hella vatni þarna niður yfir einhverja sem stóðu þarna,“ segir Markús. Ungt fólk í partýi Hann segir það hafa verið greinilegt að fólkið hafi verið að reyna að hitta feðgana þar sem enginn annar var nálægt þeim og voru þeir langt frá húsinu þaðan sem köstin komu. Hann segir að þarna hafi ungt fólk verið í leiguíbúð en hann er ekki með upplýsingar um hvort Íslendinga eða erlenda ferðamenn var að ræða. „Þetta var ungt fólk, þetta er stór íbúð og það virtist vera eitthvað partý þarna. Ég er búinn að senda skilaboð á eiganda íbúðarinnar. Hann er erlendis en ætlaði sjálfur að biðja lögregluna um að vísa fólkinu út,“ segir Markús. Hefðu getað stórslasast Hann hafði strax samband við lögregluna sem mætti á svæðið og fór inn í íbúðina. Þeir feðgarnir hinkruðu fyrir utan þar sem Markús vildi vita hvað lögreglan ætlaði að gera í málinu. Þarna hefðu þeir getað stórslasast. „Lögreglan tók svo niður nöfn okkar og kennitölur og sögðu að við gætum lagt fram kæru á lögreglustöð. Þeir eru væntanlega með upplýsingar um hvaða fólk þetta er. Fólkið skammaðist sín greinilega ekki mikið því þegar ég var að tala við lögregluna stóðu þeir í glugganum að senda börnunum mínum fingurinn og taka myndir af okkur,“ segir Markús. Ekki viss hvort hann kæri Hann er ekki viss hvort hann leggi fram kæru, mögulega sé það mikið vesen sem ekkert komi upp úr. Aftur á móti hafi einhver getað slasast alvarlega. Þá hafi gerendurnir alls ekki sýnt að þeir hafi séð eftir atvikinu. „Nú þora strákarnir mínir ekki að fara á Ráðhústorgið ef þessir menn myndu vera þarna. Þeir voru mjög hræddir. Þeir hafa áhyggjur af því að sjá þessa menn annars staðar í bænum. Ekki það að ég haldi að eitthvað muni gerast en börn eru börn, þau geta orðið hrædd,“ segir Markús.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira