Ilva var heimilt að kalla útsölu á Korputorgi „rýmingarsölu“ Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2023 07:55 Málið sneri að auglýsingum Ilva í aðdraganda flutnings verslunarinnar á Korputorgi í Reykjavík í Kauptún í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu frá síðasta sumri vegna kynninga Ilva um rýmingarsölu. Málið sneri að auglýsingum Ilva í aðdraganda flutnings verslunarinnar á Korputorgi í Reykjavík í Kauptún í Garðabæ. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Ilvu um rýmingarsölu snemma 2022 hafi ekki staðist reglur um útsölur og að Ilva hafi verið óheimilt að auglýsa útsöluna sem „rýmingarsölu“. Í umræddum auglýsingum auglýsti Ilva „Rýmingarsala“, „Eingöngu í verslun á Korputorgi“, „70-80% afsláttur af öllum vörum“ og „70-80% afsláttur af vörum sem hætta og sýningareintökum“. Ilva var ósammála niðurstöðunni og taldi sig vera í fullum rétti að auglýsa „rýmingarsölu“, enda hafi hún átt sér stað í tengslum við að fyrirtækið hafi hætt rekstri verslunar sinnar á Korputorgi og að útsalan hafi einungis tekið til vara sem boðnar voru til sölu í þeirri verslun. Ákvað fyrirtækið að áfrýja ákvörðuninni til áfrýjunarnefndarinnar. „Áfrýjunarnefnd taldi orðalag útsölureglna ekki koma í veg fyrir að kynnt væri rýmingarsala þegar verslun flytur sig um set auk þess sem markaðssetning Ilva hafi verið skýr um að verðlækkun ætti eingöngu við um vörur í verslun á Korputorgi. Þá féllst nefndin ekki á að Ilva væri óheimilt að selja vörur sem boðnar voru á lækkuðu verði á rýmingarsölu í Korputorgi á fullu verði í öðrum verslunum,“ segir á vef Neytendastofu um úrskurð nefndarinnar. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Garðabær Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Málið sneri að auglýsingum Ilva í aðdraganda flutnings verslunarinnar á Korputorgi í Reykjavík í Kauptún í Garðabæ. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Ilvu um rýmingarsölu snemma 2022 hafi ekki staðist reglur um útsölur og að Ilva hafi verið óheimilt að auglýsa útsöluna sem „rýmingarsölu“. Í umræddum auglýsingum auglýsti Ilva „Rýmingarsala“, „Eingöngu í verslun á Korputorgi“, „70-80% afsláttur af öllum vörum“ og „70-80% afsláttur af vörum sem hætta og sýningareintökum“. Ilva var ósammála niðurstöðunni og taldi sig vera í fullum rétti að auglýsa „rýmingarsölu“, enda hafi hún átt sér stað í tengslum við að fyrirtækið hafi hætt rekstri verslunar sinnar á Korputorgi og að útsalan hafi einungis tekið til vara sem boðnar voru til sölu í þeirri verslun. Ákvað fyrirtækið að áfrýja ákvörðuninni til áfrýjunarnefndarinnar. „Áfrýjunarnefnd taldi orðalag útsölureglna ekki koma í veg fyrir að kynnt væri rýmingarsala þegar verslun flytur sig um set auk þess sem markaðssetning Ilva hafi verið skýr um að verðlækkun ætti eingöngu við um vörur í verslun á Korputorgi. Þá féllst nefndin ekki á að Ilva væri óheimilt að selja vörur sem boðnar voru á lækkuðu verði á rýmingarsölu í Korputorgi á fullu verði í öðrum verslunum,“ segir á vef Neytendastofu um úrskurð nefndarinnar.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Garðabær Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira