Dómur í máli kennara í Bláskógabyggð stendur Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2023 15:00 Hæstiréttur telur að hvorki sé unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Bláskógabyggðar í máli kennara sem var í Landsrétti dæmdar miskabætur vegna ólöglegrar áminningar og uppsagnar. Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar kennarinn, Sigríður Jónsdóttir, viðraði óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans á kennarafundi árið 2016. Hún var í kjölfarið áminnt og skrifaði hún þá grein í héraðsmiðilinn Dagskrána þar sem hún sagðist myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var svo sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar sem fælust í grein hennar. Landsréttur sneri dómnum Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað Bláskógabyggð í málinu en Landsréttur sneri dómnum og var þar slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggi henni. Var því talið að bæði áminningin og uppsögnin hafi verið ólögmætar. Sömuleiðis taldi Landsréttur að skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu þar sem erfiðleikar hafi verið í samskiptum Sigríðar og skólastjórans, þeir verið orðnir langvarandi, ágreiningur orðinn persónulegur og hvorug vildi vinna með hinni. Sigríði var í Landsrétti dæmdar ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins, en skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Taldi dóminn bersýnilega rangan Eftir dóm Landsréttar leitaði sveitarfélagið til Hæstaréttar þar sem það taldi dóm Landsréttar bersýnilega rangan og úrslit málsins varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins í starfsmannamálum almennt. Vildi sveitarfélagið meina að málið hefði verulegt almennt gildi um stjórnunarheimildir stjórnenda gagnvart undirmönnum við veitingu áminningar og uppsagnar vegna háttsemi. Sömuleiðis lúti beiðnin að túlkun á stjórnunarheimildum í tengslum við hollustu- og trúnaðarskyldur starfsmanna sveitarfélaga sem og háttsemi, tjáningu og framkomu starfsmanna þegar þeir nýta sér tjáningarfrelsi sitt samkvæmt greinum stjórnsýslulaga, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Sveitarfélagið vildi ennfremur meina að að Landsréttur hafi vikið frá því að dómstólar hafi almennt veitt stjórnendum verulegt svigrúm til þess að meta hvort framkoma starfsmanna kalli á áminningu eða eftir atvikum uppsögn. „Hafi flestir dómar þar sem uppsögn hefur verið talin ólögmæt ráðist af formbundnum skilyrðum laga eða kjarasamninga, en ekki efnislegu mati á framkomu eða háttsemi starfsmanna,“ segir í beiðninni. Hæstiréttur taldi hins vegar að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og var beiðninni því hafnað. Dómsmál Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar kennarinn, Sigríður Jónsdóttir, viðraði óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans á kennarafundi árið 2016. Hún var í kjölfarið áminnt og skrifaði hún þá grein í héraðsmiðilinn Dagskrána þar sem hún sagðist myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var svo sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar sem fælust í grein hennar. Landsréttur sneri dómnum Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað Bláskógabyggð í málinu en Landsréttur sneri dómnum og var þar slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggi henni. Var því talið að bæði áminningin og uppsögnin hafi verið ólögmætar. Sömuleiðis taldi Landsréttur að skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu þar sem erfiðleikar hafi verið í samskiptum Sigríðar og skólastjórans, þeir verið orðnir langvarandi, ágreiningur orðinn persónulegur og hvorug vildi vinna með hinni. Sigríði var í Landsrétti dæmdar ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins, en skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Taldi dóminn bersýnilega rangan Eftir dóm Landsréttar leitaði sveitarfélagið til Hæstaréttar þar sem það taldi dóm Landsréttar bersýnilega rangan og úrslit málsins varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins í starfsmannamálum almennt. Vildi sveitarfélagið meina að málið hefði verulegt almennt gildi um stjórnunarheimildir stjórnenda gagnvart undirmönnum við veitingu áminningar og uppsagnar vegna háttsemi. Sömuleiðis lúti beiðnin að túlkun á stjórnunarheimildum í tengslum við hollustu- og trúnaðarskyldur starfsmanna sveitarfélaga sem og háttsemi, tjáningu og framkomu starfsmanna þegar þeir nýta sér tjáningarfrelsi sitt samkvæmt greinum stjórnsýslulaga, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Sveitarfélagið vildi ennfremur meina að að Landsréttur hafi vikið frá því að dómstólar hafi almennt veitt stjórnendum verulegt svigrúm til þess að meta hvort framkoma starfsmanna kalli á áminningu eða eftir atvikum uppsögn. „Hafi flestir dómar þar sem uppsögn hefur verið talin ólögmæt ráðist af formbundnum skilyrðum laga eða kjarasamninga, en ekki efnislegu mati á framkomu eða háttsemi starfsmanna,“ segir í beiðninni. Hæstiréttur taldi hins vegar að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09