Vinnslustöðin lagði ríkið í makrílbaráttu upp á milljarða króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2023 15:33 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni rúman milljarð króna í bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimildanna. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði sagt það eðlilega kröfu enda væri allt samfélagið að sýna ábyrgð á erfiðum tímum. „En þá verður maður líka reiður þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á ríkið upp á ríflega tíu milljarða króna vegna makrílúthlutunar. Það er ekki góð leið til þess að efla samstöðu í samfélaginu,“ sagði Katrín í pontu Alþingis og var ekki skemmt yfir kröfunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa væntingar til þess að ríkið ynni málið. Bjarni lagði áherslu á að reikningurinn yrði greiddur af greininni, ekki skattgreiðendum. Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes féllu frá málsókninni en Huginn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum héldu henni til streitu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð vegna þess að Huginn og Vinnslustöðinni hefði verið úthlutað minni aflaheimildum á þessu tímabili en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Fór svo að ríkið var dæmt til að greiða Huginn 329 milljónir króna auk dráttarvaxta. Ríkið þarf að greiða Vinnslustöðinni um 515 milljónir króna í bætur auk dráttarvaxta. Huginn er í dag í eigu Vinnslustöðvarinnar. Heildarupphæðin sem ríkið þarf að greiða Vinnslustöðinni mun því á endanum, að dráttarvöxtum meðtöldum, rúmum milljarði króna. Koma verður í ljós hvort ríkið áfrýi dómunum tveimur til Landsréttar. Uppfært klukkan 16:29 Í fyrri útgáfu stóð að heildarupphæðin væri nærri tveimur milljörðum króna. Hið rétta er að upphæðin er nær einum milljarði króna. Sjávarútvegur Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Vinnslustöðin fær að kaupa félög sem veltu fjórum milljörðum Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á Útgerðarfélaginu ÓS og fiskvinnslunnar Leo Seafood. Hluthafar ÓS og Leo Seafood nýta hluta af kaupverðinu til að byggja upp landeldi í Vestmannaeyjum. 14. apríl 2023 10:40 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimildanna. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði sagt það eðlilega kröfu enda væri allt samfélagið að sýna ábyrgð á erfiðum tímum. „En þá verður maður líka reiður þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á ríkið upp á ríflega tíu milljarða króna vegna makrílúthlutunar. Það er ekki góð leið til þess að efla samstöðu í samfélaginu,“ sagði Katrín í pontu Alþingis og var ekki skemmt yfir kröfunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa væntingar til þess að ríkið ynni málið. Bjarni lagði áherslu á að reikningurinn yrði greiddur af greininni, ekki skattgreiðendum. Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes féllu frá málsókninni en Huginn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum héldu henni til streitu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð vegna þess að Huginn og Vinnslustöðinni hefði verið úthlutað minni aflaheimildum á þessu tímabili en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Fór svo að ríkið var dæmt til að greiða Huginn 329 milljónir króna auk dráttarvaxta. Ríkið þarf að greiða Vinnslustöðinni um 515 milljónir króna í bætur auk dráttarvaxta. Huginn er í dag í eigu Vinnslustöðvarinnar. Heildarupphæðin sem ríkið þarf að greiða Vinnslustöðinni mun því á endanum, að dráttarvöxtum meðtöldum, rúmum milljarði króna. Koma verður í ljós hvort ríkið áfrýi dómunum tveimur til Landsréttar. Uppfært klukkan 16:29 Í fyrri útgáfu stóð að heildarupphæðin væri nærri tveimur milljörðum króna. Hið rétta er að upphæðin er nær einum milljarði króna.
Sjávarútvegur Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Vinnslustöðin fær að kaupa félög sem veltu fjórum milljörðum Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á Útgerðarfélaginu ÓS og fiskvinnslunnar Leo Seafood. Hluthafar ÓS og Leo Seafood nýta hluta af kaupverðinu til að byggja upp landeldi í Vestmannaeyjum. 14. apríl 2023 10:40 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09
Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45
Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52
Vinnslustöðin fær að kaupa félög sem veltu fjórum milljörðum Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á Útgerðarfélaginu ÓS og fiskvinnslunnar Leo Seafood. Hluthafar ÓS og Leo Seafood nýta hluta af kaupverðinu til að byggja upp landeldi í Vestmannaeyjum. 14. apríl 2023 10:40