Andrea endaði í 35. sæti og Arnar hætti keppni Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 14:04 Íslenski hópurinn á HM í utanvegahlaupum í Austurríki FRÍ/Sigurður Pétur Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi, í Austurríki í dag. Hún var um tíma ansi framarlega en endaði í 35. sæti. Andrea sagði í samtali við Vísi fyrir skömmu að draumurinn væri að ná í hóp tuttugu fremstu keppenda á mótinu, og útlitið var gott til að byrja með. Keppendur hlupu 45 kílómetra og var samanlögð hækkun í hlaupinu 3.100 metrar. Eftir níu kílómetra var Andrea í 3. sæti og hún var í 16. sæti þegar farnir höfðu verið 16,5 kílómetrar. Fram að næsta tímatökusvæði dróst Andrea hins vegar niður í 43. sæti, þegar hlaupið var tæplega hálfnað, og hún endaði eins og fyrr segir í 35. sæti á 5:42:14 klukkustundum. Andrea og Arnar Pétursson voru líklegust til afreka af íslensku keppendunum í dag en Arnar hætti keppni eftir 20,5 kílómetra, og var þá í 72. sæti. Á Facebook-síðu mótsins segir að veðuraðstæður hafi verið afar erfiðar á kafla í seinni hluta hlaupsins, og að um 50 manns hafi þurft að hætta keppni af þeim sökum. Þorsteinn fremstur af körlunum Þorsteinn Roy Jóhannsson endaði fremstur íslensku karlanna eða í 73. sæti á 5:18:26 klukkustundum. Jörundur Frímann Jónasson kom svo í mark í 91. sæti á 5:30:41 klukkustundum og Halldór Hermann Jónsson var nálægt honum og endaði í 94. sæti. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir varð í 63. sæti í keppni kvenna á 6:12:19 klukkustundum. Anna Berglind Pálmadóttir varð í 67. sæti og Íris Anna Skúladóttir í 71. sæti. Sigurvegari varð hin franska Clementine Geoffray sem hljóp á 4:53:12 klukkutímum en Norðmaðurinn Stian Hovind Agermund vann keppni karla á 4:19:00 klukkutímum. Á morgun fer fram lengra hlaup, 87 kílómetrar, með samanlagt 6.500 metra hækkun. Þar keppa fjórir Íslendingar, þau Snorri Björnsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Halldóra Huld Ingvarsdóttir og Rannveig Oddsdóttir. Hlaup Tengdar fréttir Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Andrea sagði í samtali við Vísi fyrir skömmu að draumurinn væri að ná í hóp tuttugu fremstu keppenda á mótinu, og útlitið var gott til að byrja með. Keppendur hlupu 45 kílómetra og var samanlögð hækkun í hlaupinu 3.100 metrar. Eftir níu kílómetra var Andrea í 3. sæti og hún var í 16. sæti þegar farnir höfðu verið 16,5 kílómetrar. Fram að næsta tímatökusvæði dróst Andrea hins vegar niður í 43. sæti, þegar hlaupið var tæplega hálfnað, og hún endaði eins og fyrr segir í 35. sæti á 5:42:14 klukkustundum. Andrea og Arnar Pétursson voru líklegust til afreka af íslensku keppendunum í dag en Arnar hætti keppni eftir 20,5 kílómetra, og var þá í 72. sæti. Á Facebook-síðu mótsins segir að veðuraðstæður hafi verið afar erfiðar á kafla í seinni hluta hlaupsins, og að um 50 manns hafi þurft að hætta keppni af þeim sökum. Þorsteinn fremstur af körlunum Þorsteinn Roy Jóhannsson endaði fremstur íslensku karlanna eða í 73. sæti á 5:18:26 klukkustundum. Jörundur Frímann Jónasson kom svo í mark í 91. sæti á 5:30:41 klukkustundum og Halldór Hermann Jónsson var nálægt honum og endaði í 94. sæti. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir varð í 63. sæti í keppni kvenna á 6:12:19 klukkustundum. Anna Berglind Pálmadóttir varð í 67. sæti og Íris Anna Skúladóttir í 71. sæti. Sigurvegari varð hin franska Clementine Geoffray sem hljóp á 4:53:12 klukkutímum en Norðmaðurinn Stian Hovind Agermund vann keppni karla á 4:19:00 klukkutímum. Á morgun fer fram lengra hlaup, 87 kílómetrar, með samanlagt 6.500 metra hækkun. Þar keppa fjórir Íslendingar, þau Snorri Björnsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Halldóra Huld Ingvarsdóttir og Rannveig Oddsdóttir.
Hlaup Tengdar fréttir Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30