Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2023 07:57 Nýjasta uppstilling ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, ásamt forseta Íslands, við Jóhann landlausa á dögunum. Vísir/Vilhelm Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eru 54 prósent þjóðarinnar óánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ánægja mælist annars vegar með störf ríkisstjórnarinnar og hins vegar með störf stjórnarandstöðunnar á ársfjórðungsfresti. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust 48 prósent óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og það var aukning um nítján prósentustig á einu ári. Talan hafði ekki verið hærri frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Nú á öðrum ársfjórðungi eykst óánægjan enn og nú er í fyrsta sinn meira en helmingur óánægður með störf ríkisstjórnarinnar eða heil 54 prósent. Þá fækkar þeim sem eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar um fimm prósentustig. Nú eru aðeins átján prósent ánægð með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stjórnarandstaðan stöðugari Minni breytingar eru á afstöðu fólks til stjórnarandstöðunnar en ríkisstjórnarinnar. Þeim sem eru ánægðir með störf hennar fækkar um eitt prósentustig milli ársfjórðunga og eru nú 14 prósent aðspurðra. Óánægðum fækkar heldur meira og nú eru 42 prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Á síðasta ársfjórðungi voru það 37 prósent. Á veg Maskínu segir að könnunin hafi verið lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls hafi svarendur verið 4.892, en þeir séu alls staðar að af landinu og á aldrinum ártján ára og eldri. Gögnin séu vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegli því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram apríl til júní 2023. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eru 54 prósent þjóðarinnar óánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ánægja mælist annars vegar með störf ríkisstjórnarinnar og hins vegar með störf stjórnarandstöðunnar á ársfjórðungsfresti. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust 48 prósent óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og það var aukning um nítján prósentustig á einu ári. Talan hafði ekki verið hærri frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Nú á öðrum ársfjórðungi eykst óánægjan enn og nú er í fyrsta sinn meira en helmingur óánægður með störf ríkisstjórnarinnar eða heil 54 prósent. Þá fækkar þeim sem eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar um fimm prósentustig. Nú eru aðeins átján prósent ánægð með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stjórnarandstaðan stöðugari Minni breytingar eru á afstöðu fólks til stjórnarandstöðunnar en ríkisstjórnarinnar. Þeim sem eru ánægðir með störf hennar fækkar um eitt prósentustig milli ársfjórðunga og eru nú 14 prósent aðspurðra. Óánægðum fækkar heldur meira og nú eru 42 prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Á síðasta ársfjórðungi voru það 37 prósent. Á veg Maskínu segir að könnunin hafi verið lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls hafi svarendur verið 4.892, en þeir séu alls staðar að af landinu og á aldrinum ártján ára og eldri. Gögnin séu vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegli því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram apríl til júní 2023.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira