„Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 7. júlí 2023 20:02 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir meginniðurstöðu í uppgjöri Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. Eftir fimm ára leyndarhjúp yfir greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið svokallaða birti þingflokksformaður Pírata greinargerðina í gær. Fjármálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa fylgt lögum með því að veita ekki aðgang aðgreinargerðinni. „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega og ætla ekkert að fara tjá mig um hana út af fyrir sig. En það liggur hins vegar fyrir að þessari greinargerð var svarað með andmælum frá þeim sem athugasemdirnar beinast að. Það virðist enginn á þinginu eða í fjölmiðlum hafa áhuga á því að sjá hina hlið málsins. Enda er fólk ekki í neinni staðreyndaleit. Það er verið að leitast við að þyrla upp ryki og varpa skugga á störf þeirra sem þarna koma að málum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Ekki boðlegt svar Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gefur lítið fyrir svör ráðherra. „Í ljósi sögu síðustu vikna og mánaða þá finnst mér það ekki boðlegt svar hjá fjármálaráðherra,“ segir Bergþór. „Það að tefja birtingu þessarar greinargerðar í öll þessi ár, ég hreinlega skil ekki hvað mönnum gengur til með því,“ segir Bergþór hann bíði spenntur eftir útskýringum fulltrúa fjármálaráðuneytisins og stjórnarformanns Lindarhvols um það hvaða efni það eru sem þau telji að verði tilefni til þess að skaðabótamál stofnist á hendur ríkissjóði. Settur ríkisendurskoðandi telur brýnt að ríkissaksóknari taki málið til rannsóknar, meðal annars vegna þess hve ólík skýrsla hans frá 2018 og skýrsla Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 er. „Það er eins og það sé engin tenging á milli málanna tveggja. Það sé verið að skoða algjörlega sitthvorn hlutinn. Þannig að ég held að bara hvað það varðar geti þetta mál ekki endað með öðrum hætti en þeim að annað hvort verði Ríkisendurskoðun falið að vinna framhaldsúttekt þar sem sérstaklega verða skoðaðar þessar athugasemdir sem Sigurður Þórðarson vekur athygli á í greinargerð sinni,“ segir Bergþór og heldur áfram: „Eins og við þekkjum þá er búið að vísa málinu til ríkissaksóknara, og menn gera það nú væntanlega ekki af neinni léttúð.“ Ólíklegt að þing komi saman Bjarni vildi ekki geta sér til um það hvers vegna Sigurður telur brýnt að ríkissaksóknari rannsaki málið. Þingmenn Miðflokksins óskuðu eftir því í gær að þing yrði kallað saman. Forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki eiga von á því. „Það kemur mér nú ekki á óvart. Ég held að áhugi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á að kalla saman þing sé svona svipaður og að ganga til kosninga núna, þannig að það var viðbúið,“ segir Bergþór um viðbrögð forsætisráðherra. Bjarni vildi ekki fullyrða neitt um það hvort engar eignir hefðu verið seldar á undirverði. „Í grófum dráttum þá gekk meðferð eignanna með þeim hætti að við fengum tugi milljarða meira út úr stöðugleikaeignunum heldur en við höfðum væntingar um í upphafi. Þannig er svona meginniðurstaðan í uppgjöri Lindarhvols stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð.“ Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Eftir fimm ára leyndarhjúp yfir greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið svokallaða birti þingflokksformaður Pírata greinargerðina í gær. Fjármálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa fylgt lögum með því að veita ekki aðgang aðgreinargerðinni. „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega og ætla ekkert að fara tjá mig um hana út af fyrir sig. En það liggur hins vegar fyrir að þessari greinargerð var svarað með andmælum frá þeim sem athugasemdirnar beinast að. Það virðist enginn á þinginu eða í fjölmiðlum hafa áhuga á því að sjá hina hlið málsins. Enda er fólk ekki í neinni staðreyndaleit. Það er verið að leitast við að þyrla upp ryki og varpa skugga á störf þeirra sem þarna koma að málum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Ekki boðlegt svar Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gefur lítið fyrir svör ráðherra. „Í ljósi sögu síðustu vikna og mánaða þá finnst mér það ekki boðlegt svar hjá fjármálaráðherra,“ segir Bergþór. „Það að tefja birtingu þessarar greinargerðar í öll þessi ár, ég hreinlega skil ekki hvað mönnum gengur til með því,“ segir Bergþór hann bíði spenntur eftir útskýringum fulltrúa fjármálaráðuneytisins og stjórnarformanns Lindarhvols um það hvaða efni það eru sem þau telji að verði tilefni til þess að skaðabótamál stofnist á hendur ríkissjóði. Settur ríkisendurskoðandi telur brýnt að ríkissaksóknari taki málið til rannsóknar, meðal annars vegna þess hve ólík skýrsla hans frá 2018 og skýrsla Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 er. „Það er eins og það sé engin tenging á milli málanna tveggja. Það sé verið að skoða algjörlega sitthvorn hlutinn. Þannig að ég held að bara hvað það varðar geti þetta mál ekki endað með öðrum hætti en þeim að annað hvort verði Ríkisendurskoðun falið að vinna framhaldsúttekt þar sem sérstaklega verða skoðaðar þessar athugasemdir sem Sigurður Þórðarson vekur athygli á í greinargerð sinni,“ segir Bergþór og heldur áfram: „Eins og við þekkjum þá er búið að vísa málinu til ríkissaksóknara, og menn gera það nú væntanlega ekki af neinni léttúð.“ Ólíklegt að þing komi saman Bjarni vildi ekki geta sér til um það hvers vegna Sigurður telur brýnt að ríkissaksóknari rannsaki málið. Þingmenn Miðflokksins óskuðu eftir því í gær að þing yrði kallað saman. Forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki eiga von á því. „Það kemur mér nú ekki á óvart. Ég held að áhugi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á að kalla saman þing sé svona svipaður og að ganga til kosninga núna, þannig að það var viðbúið,“ segir Bergþór um viðbrögð forsætisráðherra. Bjarni vildi ekki fullyrða neitt um það hvort engar eignir hefðu verið seldar á undirverði. „Í grófum dráttum þá gekk meðferð eignanna með þeim hætti að við fengum tugi milljarða meira út úr stöðugleikaeignunum heldur en við höfðum væntingar um í upphafi. Þannig er svona meginniðurstaðan í uppgjöri Lindarhvols stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð.“
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09
„Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36
Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01
„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18