Góð ráð fyrir þá sem yfirgefa heimili sitt ferðahelgina miklu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2023 11:19 Það er óskemmtileg lífsreynsla að koma að heimili sínu eftir að óboðinn gestur hefur farið ránshendi um það. Getty Images Landsmenn leggja margir hverjir land undir fót um verslunarmannahelgina sem hefst á föstudaginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við innbrotafaraldri og því ekki úr vegi að huga að heimilum sínum til að lágmarka líkur á innbroti. Böðvar Tómasson hjá ÖRUGG verkfræðistofu lumar á tólf góðum ráðum til að draga úr líkum á óskemmtilegri lífsreynslu af því tagi. Munið að læsa Gangið úr skugga um að allar hurðir séu læstar og allir gluggar lokaðir, þar á meðal bílskúrshurð, skúr og kjallaragluggar. Ekki freistast til að fela aukalykla undir mottu eða steini; innbrotsþjófar vita hvar þeir eiga að leita og lykill veitir þeim greiðan aðgang. Fáið einhvern til að líta inn Fáið nákominn einstakling, hvort sem það er ættingi, vinur eða nágranni, til að líta við stöku sinnum sem umsjónarmaður heimilisins. Ekki aðeins fá þá plönturnar vatn, heldur er hægt að bregðast við óvæntum uppákomum á borð við rafmagnsleysi eða leka. Svo er ekki verra að kveikja eða slökkva ljós og hnika gluggatjöldunum til svo að einhver virðist heima. Nágrannavarsla Upplagt er fyrir nágranna að hjálpast að og setja upp nágrannavörslu sem er passlega stór, t.d. í götunni. Hana þarf að setja upp í nokkrum skrefum og nauðsynlegt er að kanna þær kröfur sem gerðar eru í sveitarfélaginu og hjá lögreglu. Kynna þarf öllum fyrirkomulag og halda fundi til að sameiginlegur skilningur sé á vörslunni. Að lokum ætti að setja upp nágrannavörsluskilti og viðeigandi límmiða. Auglýsið ekki fjarveruna á samfélagsmiðlum Ísland er lítið land og það er auðvelt fyrir innbrotsþjófa að safna upplýsingum á samfélagsmiðlum um fjarveru fólks frá heimili sínu. Tásumyndir frá Tene geta boðið hættunni heim. Látið færa bílinn Ef bílastæði er fyrir hendi og bíll er skilinn eftir heima er um að gera að hafa hreyfingu á notkun stæðisins. Ef fleiri en einn bíll eru til taks er gott að láta þá skiptast á að vera í stæðinu. Látið bílinn í það minnsta ekki standa á nákvæmlega sama stað dögum saman. Ef bílinn er ekki heima má biðja nágranna að leggja í stæðið. Látið póstinn ekki hrúgast upp Ef enginn lítur inn dögum saman er hætt við að sjáanleg pósthrúga myndist. Þá er snöggtum hættara við því að einhver sjái sér leik á borði og reyni að brjótast inn. Stillið ljósin með hjálp forrits Fáið Google Home, Alexa eða sambærilegt forrit í lið með ykkur. Ef kveikt er á ljósum á morgnana en slökkt á kvöldin gæti virst utan frá séð sem heimilislífið gangi sinn vanagang. Útiljósin ættu þó að kvikna fyrir nóttina til að óboðnir aðilar hafi ekki skjól myrkurs til að athafna sig. Dragið fyrir Gott er að draga fyrir glugga, en skilja einhverja glugga eftir þannig að það sjáist inn. Ef dregið er fyrir hvern glugga lítur út fyrir að enginn sé heima. Færið verðmæti úr augsýn Það gildir jafnt á ferðinni erlendis sem við frágang heimilisins að ekki skal auglýsa verðmæti. Gangið frá tölvum, símum, peningum og hvers kyns hrifsanlegum verðmætum þannig að þau freisti ekki þeirra sem kunna að skyggnast inn um gluggann. Læst hirsla er afar ákjósanleg. Kveikið á hljóðgjöfum Hljóð getur virkað sem þjófafæla ekki síður en ljós. Hægt er að láta snjallforrit kveikja á sjónvarpinu um kvöld og jafnvel um miðjan dag. Tilvonandi innbrotsdólgar eru þá líklegri til að hætta við ætlunarverk sitt. Kveikið á öryggiskerfinu Gleymið ekki að setja öryggiskerfi heimilisins á vörð, ef það er fyrir hendi. Svo þarf líka að segja skipuðum eftirlitsmanni heimilisins kóðann svo að hann ræsi ekki öryggisfyrirtækið þegar hann lítur inn. Myndavélar og merkingar um vöktun hafa talsverðan fælingarmátt. Tilkynnið lögreglu Nauðsynlegt er að tilkynna lögreglu um grunsamlegar mannaferðir og athæfi. Ef fólk er að þvælast í görðum, skyggnast inn um glugga eða hringja dyrabjöllum hjá ókunnugum án þess að hafa sannfærandi ástæðu á reiðum höndum er mikilvægt að láta laganna verði vita af slíku. Hringið í Neyðarlínuna 1-1-2. Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Böðvar Tómasson hjá ÖRUGG verkfræðistofu lumar á tólf góðum ráðum til að draga úr líkum á óskemmtilegri lífsreynslu af því tagi. Munið að læsa Gangið úr skugga um að allar hurðir séu læstar og allir gluggar lokaðir, þar á meðal bílskúrshurð, skúr og kjallaragluggar. Ekki freistast til að fela aukalykla undir mottu eða steini; innbrotsþjófar vita hvar þeir eiga að leita og lykill veitir þeim greiðan aðgang. Fáið einhvern til að líta inn Fáið nákominn einstakling, hvort sem það er ættingi, vinur eða nágranni, til að líta við stöku sinnum sem umsjónarmaður heimilisins. Ekki aðeins fá þá plönturnar vatn, heldur er hægt að bregðast við óvæntum uppákomum á borð við rafmagnsleysi eða leka. Svo er ekki verra að kveikja eða slökkva ljós og hnika gluggatjöldunum til svo að einhver virðist heima. Nágrannavarsla Upplagt er fyrir nágranna að hjálpast að og setja upp nágrannavörslu sem er passlega stór, t.d. í götunni. Hana þarf að setja upp í nokkrum skrefum og nauðsynlegt er að kanna þær kröfur sem gerðar eru í sveitarfélaginu og hjá lögreglu. Kynna þarf öllum fyrirkomulag og halda fundi til að sameiginlegur skilningur sé á vörslunni. Að lokum ætti að setja upp nágrannavörsluskilti og viðeigandi límmiða. Auglýsið ekki fjarveruna á samfélagsmiðlum Ísland er lítið land og það er auðvelt fyrir innbrotsþjófa að safna upplýsingum á samfélagsmiðlum um fjarveru fólks frá heimili sínu. Tásumyndir frá Tene geta boðið hættunni heim. Látið færa bílinn Ef bílastæði er fyrir hendi og bíll er skilinn eftir heima er um að gera að hafa hreyfingu á notkun stæðisins. Ef fleiri en einn bíll eru til taks er gott að láta þá skiptast á að vera í stæðinu. Látið bílinn í það minnsta ekki standa á nákvæmlega sama stað dögum saman. Ef bílinn er ekki heima má biðja nágranna að leggja í stæðið. Látið póstinn ekki hrúgast upp Ef enginn lítur inn dögum saman er hætt við að sjáanleg pósthrúga myndist. Þá er snöggtum hættara við því að einhver sjái sér leik á borði og reyni að brjótast inn. Stillið ljósin með hjálp forrits Fáið Google Home, Alexa eða sambærilegt forrit í lið með ykkur. Ef kveikt er á ljósum á morgnana en slökkt á kvöldin gæti virst utan frá séð sem heimilislífið gangi sinn vanagang. Útiljósin ættu þó að kvikna fyrir nóttina til að óboðnir aðilar hafi ekki skjól myrkurs til að athafna sig. Dragið fyrir Gott er að draga fyrir glugga, en skilja einhverja glugga eftir þannig að það sjáist inn. Ef dregið er fyrir hvern glugga lítur út fyrir að enginn sé heima. Færið verðmæti úr augsýn Það gildir jafnt á ferðinni erlendis sem við frágang heimilisins að ekki skal auglýsa verðmæti. Gangið frá tölvum, símum, peningum og hvers kyns hrifsanlegum verðmætum þannig að þau freisti ekki þeirra sem kunna að skyggnast inn um gluggann. Læst hirsla er afar ákjósanleg. Kveikið á hljóðgjöfum Hljóð getur virkað sem þjófafæla ekki síður en ljós. Hægt er að láta snjallforrit kveikja á sjónvarpinu um kvöld og jafnvel um miðjan dag. Tilvonandi innbrotsdólgar eru þá líklegri til að hætta við ætlunarverk sitt. Kveikið á öryggiskerfinu Gleymið ekki að setja öryggiskerfi heimilisins á vörð, ef það er fyrir hendi. Svo þarf líka að segja skipuðum eftirlitsmanni heimilisins kóðann svo að hann ræsi ekki öryggisfyrirtækið þegar hann lítur inn. Myndavélar og merkingar um vöktun hafa talsverðan fælingarmátt. Tilkynnið lögreglu Nauðsynlegt er að tilkynna lögreglu um grunsamlegar mannaferðir og athæfi. Ef fólk er að þvælast í görðum, skyggnast inn um glugga eða hringja dyrabjöllum hjá ókunnugum án þess að hafa sannfærandi ástæðu á reiðum höndum er mikilvægt að láta laganna verði vita af slíku. Hringið í Neyðarlínuna 1-1-2.
Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira