Örtröð og tómar hillur á rýmingarsölu Krónunnar Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 7. ágúst 2023 20:28 Alexander segir gaman að sjá að fólk hafi nýtt sér afsláttinn. Stöð 2 Örtröð myndaðist í verslun Krónunnar á Granda í dag þar sem rýmingarsala fór fram. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist verslunarstjóri eiga von á því að allar hillur verði tómar í kvöld. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir í verslun Krónunnar úti á Granda. Verslunin verður lokuð meðan á breytingum stendur og því var haldin rýmingarsala í dag, þar sem allar vörur voru á 25 prósent afslætti. „Við erum að fara í risastórar breytingar hér, frá gólfefni upp í lýsingu og allskonar nýtt. Kælitæki að koma og frystitæki og jafnvel opnun nokkurra veitingastaða inni. Það verður svaka breyting og upplifun viðskiptavina verður töluvert betri eftir þessar breytingar,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Viðskiptavinir létu ekki sitt eftir liggja við aðstoð á rýmingu verslunarinnar. „Það var metmæting klukkan níu. Það hefur aldrei sést. Það er nóg að gera,“ segir Alexander. Eru flestir að gera sér stórinnkaup? „Já flestir eru með hressileg innkaup og það er mjög gaman að sjá að það er fólk að nýta þetta.“ Innkaupin kalli á ísskápstiltekt Mæðgurnar María og Ellý voru meðal þeirra sem nýttu sér afsláttinn. „Mikið gos og allskonar fyrir smoothie-bowls, svona hafradót og svona ökólógískt sem er dýrt. Og kjöt, við keyptum svolítið af kjöti. Þannig að það er doomed að maður fari í tiltekt í dag, í ísskáp og frysti, til að koma öllu fyrir,“ segir María um innkaup sín á rýmingarsölunni. María segir að nú sé mikið að bera eftir stórinnkaupin. „Og ég bý á þriðju hæð í blokk,“ segir hún. „Ég fæ manninn minn með mér í þetta.“ Aðspurður segist Alexander búast við því að hillurnar verði tómar á morgun. „Ég vona að þetta verði tómt í kvöld,“ segir hann og hlær. Matvöruverslun Reykjavík Verslun Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir í verslun Krónunnar úti á Granda. Verslunin verður lokuð meðan á breytingum stendur og því var haldin rýmingarsala í dag, þar sem allar vörur voru á 25 prósent afslætti. „Við erum að fara í risastórar breytingar hér, frá gólfefni upp í lýsingu og allskonar nýtt. Kælitæki að koma og frystitæki og jafnvel opnun nokkurra veitingastaða inni. Það verður svaka breyting og upplifun viðskiptavina verður töluvert betri eftir þessar breytingar,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Viðskiptavinir létu ekki sitt eftir liggja við aðstoð á rýmingu verslunarinnar. „Það var metmæting klukkan níu. Það hefur aldrei sést. Það er nóg að gera,“ segir Alexander. Eru flestir að gera sér stórinnkaup? „Já flestir eru með hressileg innkaup og það er mjög gaman að sjá að það er fólk að nýta þetta.“ Innkaupin kalli á ísskápstiltekt Mæðgurnar María og Ellý voru meðal þeirra sem nýttu sér afsláttinn. „Mikið gos og allskonar fyrir smoothie-bowls, svona hafradót og svona ökólógískt sem er dýrt. Og kjöt, við keyptum svolítið af kjöti. Þannig að það er doomed að maður fari í tiltekt í dag, í ísskáp og frysti, til að koma öllu fyrir,“ segir María um innkaup sín á rýmingarsölunni. María segir að nú sé mikið að bera eftir stórinnkaupin. „Og ég bý á þriðju hæð í blokk,“ segir hún. „Ég fæ manninn minn með mér í þetta.“ Aðspurður segist Alexander búast við því að hillurnar verði tómar á morgun. „Ég vona að þetta verði tómt í kvöld,“ segir hann og hlær.
Matvöruverslun Reykjavík Verslun Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira