Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 18:25 Mótmælendur sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum létu heyra vel í sér á Austurvelli við þingsetningu í dag. Vísir/Arnar Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. Þing var sett 154. skipti í dag. Athöfnin hófst með guðsjþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni gengu forseti Íslands, biskup, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Þar fyrir utan mátti finna mótmælendur, sem vildu vekja athygli á mismunandi málstöðum. Strandveiðimenn mótmæltu til að mynda stöðvun strandveiða í sumar, sem þeir segja ótímabæra. Matvælaráðherra tilkynnti í byrjun júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til handa strandveiðimönnum. Síðasti dagur veiðanna var 11. júlí, og því var um að ræða stystu strandveiðavertíð í sögu greinarinnar hér á landi. Strandveiðimenn á Austurvelli voru klæddir lopapeysum og sjóbuxum og létu óánægju sína í ljós við ráðamenn. Þá var fjöldi fólks á Austurvelli til að mótmæla brottvísunum hælisleitenda, sem hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar, eftir að áhrif nýrra útlendingalaga, sem tóku gildi í vor, fóru að koma fram. Mótmælendur báru skilti til að sýna samstöðu með fólk sem vísað hefur verið úr landi, auk þess sem fólk sem sjálft hefur verið svipt allri félagslegri þjónustu eftir að hafa fengið synjun um að dvelja hér á landi var á svæðinu. „Að leita öryggis er ekki glæpur“ og „Brottvísanir drepa“ var á meðal þess sem stóð á skiltum mótmælenda. Þriðji mótmælendahópurinn bar skilti með skilaboðum á borð við „Klámið burt“ og „Enginn fæðist í röngum líkama“. Ekki liggur fyrir hvaðan sá hópur vill klámið burt, en telja verður líklegt að síðarnefnda skiltið vísi til andstöðu við trans fólk, og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Í spilaranum hér að ofan má sjá myndefni frá mótmælunum í dag. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Þing var sett 154. skipti í dag. Athöfnin hófst með guðsjþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni gengu forseti Íslands, biskup, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Þar fyrir utan mátti finna mótmælendur, sem vildu vekja athygli á mismunandi málstöðum. Strandveiðimenn mótmæltu til að mynda stöðvun strandveiða í sumar, sem þeir segja ótímabæra. Matvælaráðherra tilkynnti í byrjun júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til handa strandveiðimönnum. Síðasti dagur veiðanna var 11. júlí, og því var um að ræða stystu strandveiðavertíð í sögu greinarinnar hér á landi. Strandveiðimenn á Austurvelli voru klæddir lopapeysum og sjóbuxum og létu óánægju sína í ljós við ráðamenn. Þá var fjöldi fólks á Austurvelli til að mótmæla brottvísunum hælisleitenda, sem hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar, eftir að áhrif nýrra útlendingalaga, sem tóku gildi í vor, fóru að koma fram. Mótmælendur báru skilti til að sýna samstöðu með fólk sem vísað hefur verið úr landi, auk þess sem fólk sem sjálft hefur verið svipt allri félagslegri þjónustu eftir að hafa fengið synjun um að dvelja hér á landi var á svæðinu. „Að leita öryggis er ekki glæpur“ og „Brottvísanir drepa“ var á meðal þess sem stóð á skiltum mótmælenda. Þriðji mótmælendahópurinn bar skilti með skilaboðum á borð við „Klámið burt“ og „Enginn fæðist í röngum líkama“. Ekki liggur fyrir hvaðan sá hópur vill klámið burt, en telja verður líklegt að síðarnefnda skiltið vísi til andstöðu við trans fólk, og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Í spilaranum hér að ofan má sjá myndefni frá mótmælunum í dag.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira