Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 13. september 2023 21:11 Finnbjörn segir að meiri áherslu hefði átt að setja á tilfærslukerfin eins og barna-, húsnæðis- og vaxtabætur Stöð 2 Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp tíðindalítið og gefa lítið inn í yfirvofandi kjaraviðræður. „Það er ekkert í þessu sem ríkisstjórnin er að boða til að lækka verðbólgu,“ segir Finnbjörn um nýtt fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. Frumvarpið var kynnt í gær og fara fram umræður um það á þingi á morgun. Finnbjörn segir of lítið gert fyrir heimilin í frumvarpinu og nefnir í því samhengi að litla hækkun sé að finna á barnabótum í frumvarpinu, og ekkert gefið í húsnæðis- eða vaxtabætur. Finnbjörn bendir á að það liggi fyrir að á næsta ári muni lán margra heimila falla af föstum vöxtum og að ASÍ hefði viljað sjá skýrari viðbrögð við því. „Ef það eru engar ráðstafanir fyrir það fólk, mun fara illa,“ segir Finnbjörn en hann var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir jákvætt, fyrir kjarasamningsviðræðurnar sem framundan eru, að í frumvarpinu sé verið að veita stofnlán til þúsund íbúða. „Það veitir ekki af því húsnæðismarkaðurinn er alveg í rusli hérna.“ Finnbjörn segir slíkar aðgerðir tala inn í yfirvofandi kjaraviðræður en fjármálaráðherra hefur sagt að hann vilji sjá gerða langtímasamninga á markaði. Finnbjörn segir þó þessi stofnlán í raun það eina í frumvarpinu sem tali til nýrra kjarasamninga. „Það er ekki verið að létta undir í neinum kjaraviðræðum með þessum frumvarpi,“ segir Finnbjörn og að það gæti komið til hörku í viðræðunum. „En við vitum alveg hvert við viljum fara í því. Við viljum auka kaupmátt fólks í landinu. Bara eins og fyrirtækin eru ekki tilbúin til þess að gefa eftir, þá gefum við ekkert eftir í þessum efnum.“ Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög ASÍ Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 „Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. 12. september 2023 18:54 Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. 12. september 2023 17:15 Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. 12. september 2023 12:31 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp tíðindalítið og gefa lítið inn í yfirvofandi kjaraviðræður. „Það er ekkert í þessu sem ríkisstjórnin er að boða til að lækka verðbólgu,“ segir Finnbjörn um nýtt fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. Frumvarpið var kynnt í gær og fara fram umræður um það á þingi á morgun. Finnbjörn segir of lítið gert fyrir heimilin í frumvarpinu og nefnir í því samhengi að litla hækkun sé að finna á barnabótum í frumvarpinu, og ekkert gefið í húsnæðis- eða vaxtabætur. Finnbjörn bendir á að það liggi fyrir að á næsta ári muni lán margra heimila falla af föstum vöxtum og að ASÍ hefði viljað sjá skýrari viðbrögð við því. „Ef það eru engar ráðstafanir fyrir það fólk, mun fara illa,“ segir Finnbjörn en hann var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir jákvætt, fyrir kjarasamningsviðræðurnar sem framundan eru, að í frumvarpinu sé verið að veita stofnlán til þúsund íbúða. „Það veitir ekki af því húsnæðismarkaðurinn er alveg í rusli hérna.“ Finnbjörn segir slíkar aðgerðir tala inn í yfirvofandi kjaraviðræður en fjármálaráðherra hefur sagt að hann vilji sjá gerða langtímasamninga á markaði. Finnbjörn segir þó þessi stofnlán í raun það eina í frumvarpinu sem tali til nýrra kjarasamninga. „Það er ekki verið að létta undir í neinum kjaraviðræðum með þessum frumvarpi,“ segir Finnbjörn og að það gæti komið til hörku í viðræðunum. „En við vitum alveg hvert við viljum fara í því. Við viljum auka kaupmátt fólks í landinu. Bara eins og fyrirtækin eru ekki tilbúin til þess að gefa eftir, þá gefum við ekkert eftir í þessum efnum.“
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög ASÍ Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 „Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. 12. september 2023 18:54 Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. 12. september 2023 17:15 Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. 12. september 2023 12:31 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06
Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14
„Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. 12. september 2023 18:54
Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. 12. september 2023 17:15
Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. 12. september 2023 12:31