Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,3 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2023 06:42 Ef fer sem horfir verða íbúar landsins orðnir 400.000 fyrir árslok. Vísir/Vilhelm Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkaði í júlí frá júní, úr 709 í 615. Það sem af er ári hafa 614 samningar verið gerðir í hverjum mánuði, samanborið við 825 samninga á mánuði að meðaltali fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðaverð hefur haldist stöðugt að nafnvirði en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7 prósent í ágúst. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tvö prósent á síðustu tólf mánuðum og raunverð því lækkað um 5,3 prósent. Í nágrannarsveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins lækkaði verðið um 1,4 prósent á milli mánaða og annars staðar á landinu um eitt prósent. Raunverð íbúða hefur lækkað um 5,8 prósent í nágrenni höfuðborgarsvæðisins á síðustu tólf mánuðum en hækkað um 0,2 prósent annars staðar á landinu. „Í ágúst komu 240 nýbyggðar íbúðir inn á markað á landinu öllu, samanborið við 398 íbúðir sem komu inn á markað í júlímánuði sem gerir 39,7% fækkun milli mánaða. Samtals hafa 2.276 nýbyggðar íbúðir komið inn á markað til þessa á árinu,“ segir í samantekt. Tæplega 3.200 íbúðir eru nú til sölu á landinu, þar af 1.907 á höfuðborgarsvæðinu. 622 þeirra eru nýjar. „Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er 691 íbúð til sölu, þar af eru 239 nýjar eða um 35% allra íbúða til sölu. Annars staðar á landinu eru 568 íbúðir til sölu þar af 73 nýjar eða um 13% allra íbúða til sölu.“ Í skýrslunni er einnig fjallað stuttlega um mannfjöldaþróun en þar segir meðal annars að ef sama þróun haldist áfram og verið hefur muni landsmenn telja 400.000 í árslok. Fjölgunin muni kalla á fleiri íbúðir. „Í fyrra komu tæplega 3000 nýbyggðar íbúðir inn á markað á sama tíma og fjölgun landsmanna nam 11.510 einstaklingum. Fjölskyldustærð á Íslandi fyrir síðasta áratug er 2,53 íbúar á hverja íbúð að meðaltali en þó ber að nefna að fjölskyldustærð er örlítið breytileg eftir svæðum og byggðarlögum. Miðað við þetta meðaltal hefðu rúmlega 4.500 nýjar íbúðir þurft að koma inn á markað í fyrra til að mæta fjölgun mannfjöldans,“ segir í skýrslunni. Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðaverð hefur haldist stöðugt að nafnvirði en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7 prósent í ágúst. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tvö prósent á síðustu tólf mánuðum og raunverð því lækkað um 5,3 prósent. Í nágrannarsveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins lækkaði verðið um 1,4 prósent á milli mánaða og annars staðar á landinu um eitt prósent. Raunverð íbúða hefur lækkað um 5,8 prósent í nágrenni höfuðborgarsvæðisins á síðustu tólf mánuðum en hækkað um 0,2 prósent annars staðar á landinu. „Í ágúst komu 240 nýbyggðar íbúðir inn á markað á landinu öllu, samanborið við 398 íbúðir sem komu inn á markað í júlímánuði sem gerir 39,7% fækkun milli mánaða. Samtals hafa 2.276 nýbyggðar íbúðir komið inn á markað til þessa á árinu,“ segir í samantekt. Tæplega 3.200 íbúðir eru nú til sölu á landinu, þar af 1.907 á höfuðborgarsvæðinu. 622 þeirra eru nýjar. „Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er 691 íbúð til sölu, þar af eru 239 nýjar eða um 35% allra íbúða til sölu. Annars staðar á landinu eru 568 íbúðir til sölu þar af 73 nýjar eða um 13% allra íbúða til sölu.“ Í skýrslunni er einnig fjallað stuttlega um mannfjöldaþróun en þar segir meðal annars að ef sama þróun haldist áfram og verið hefur muni landsmenn telja 400.000 í árslok. Fjölgunin muni kalla á fleiri íbúðir. „Í fyrra komu tæplega 3000 nýbyggðar íbúðir inn á markað á sama tíma og fjölgun landsmanna nam 11.510 einstaklingum. Fjölskyldustærð á Íslandi fyrir síðasta áratug er 2,53 íbúar á hverja íbúð að meðaltali en þó ber að nefna að fjölskyldustærð er örlítið breytileg eftir svæðum og byggðarlögum. Miðað við þetta meðaltal hefðu rúmlega 4.500 nýjar íbúðir þurft að koma inn á markað í fyrra til að mæta fjölgun mannfjöldans,“ segir í skýrslunni.
Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira