Vill koma böndum á leigur eftir að hafa komið að stúlku í blóðpolli Árni Sæberg skrifar 1. október 2023 15:06 Sólveig kom að stúlkunni liggjandi í blóði sínu miðsvæðis í Reykjavík. Móðurskipið/Vísir/Vilhelm Sólveig Arnarsdóttir leikkona kallar eftir því að slökkt verði á rafhlaupahjólum sem leigð eru út á kvöldin. Um helgina kom hún að meðvitundarlausri ungri stúlku sem lá í blóðpolli eftir að hafa dottið á rafhlaupahjóli. „Í gærnótt kom ég að alvarlegu hopphjólaslysi. Ung stúlka hafði misst stjórn á hjólinu og kastast beint á andlitið og lá köld og meðvitundarlaus í blóðpolli þegar ég kom að. Ég fékk mjög góðar leiðbeiningar og hjálp frá 112 og sjúkrabíll og lögregla komu fljótt á staðinn. Hún var mjög illa farin í andliti og komst ekki til meðvitundar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fyrst mínar og svo sjúkraflutningamanna,“ svo hófst færsla Sólveigar á Facebook í gær. Í samtali við Vísi segir Sólveig að hún hafi ákveðið að vekja athygli á málinu enda telji hún nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við og komi böndum á rafhlaupahjólaleigurnar. Hefur fengið holskeflu reynslusaga Sólveig segir að þeir lögreglumenn sem komu að útkallinu hafi sagt henni að slíkum útköllum færi sífellt fjölgandi. Þau séu sérlega algeng um helgar. Oftast sé um ungt fólk að ræða sem hljóti mjög alvarlega áverka á höfði og andliti, svo ekki sé talað um úlnliðs- og handleggsbrot. Þá hafi henni borist holskefla saga af reynslusögum fólks sem hefur ýmist lent í slysum á rafhlaupahjólum eða eiga aðstandendur sem hafa gert það. Sólveig áætlar að þær séu á fjórða tug. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum?“ Sólveig leggur til lausn á vandanum og kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum á kvöldin, eins og gert er víða, til dæmis í Berlín og París? Það myndi breyta miklu og minnka slysatíðni svo um munar.“ Hún segir að ábyrgðin þurfi að vera hjá stjórnvöldum, ekki sé hægt að búast við því að rafhlaupahjólaleigurnar tvær, Hopp og Zolo, ákveði sjálfar að slökkva á hjólunum á kvöldin, enda sé ljóst að þónokkrar tekjur séu af leigu þeirra á kvöldin. Foreldrar ræði við unglingana sína Sólveig segir að þangað til böndum verður komið á leigurafhlaupahjólin sé mikilvægt að foreldrar eigi alvarlegt samtal við unglinga sína og ungmenni um að taka ekki rafhlaupahjól heim af djamminu. „Ég veit að unglingar vilja ekki alltaf hlusta á foreldra sína en það er hægt að brýna fyrir þeim. Ef þú ert að koma heim af djamminu, ekki nota þetta, finndu einhverja aðra leið. Ég held að flestir foreldrar vilji frekar að það sé hringt í sig um miðja nótt. Ef að unglingarnir vilja hitta foreldra sína um miðja nótt.“ Enginn átti leið hjá á fjörutíu mínútur Þá segir hún að sérstaklega mikilvægt sé að bæta ástandið áður en veturinn skellur á af fullum þunga. Hún hafi verið á svæðinu, þar sem slysið varð, í um það bil fjörutíu mínútur eftir að hún hjólaði fram á stúlkuna á leið sinni heim. Á þeim tíma hafi enginn annar en hún átt leið hjá. Því þyrfti ekki að spyrja að leikslokum ef annað eins gerðist að vetri til og enginn kæmi að. Loks segir Sólveig að hún hugsi hlýlega til stúlkunnar og voni af heilum hug að hún nái sér og að áverkarnir séu ekki jafnalvarlegir og þeir virtust. Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Í gærnótt kom ég að alvarlegu hopphjólaslysi. Ung stúlka hafði misst stjórn á hjólinu og kastast beint á andlitið og lá köld og meðvitundarlaus í blóðpolli þegar ég kom að. Ég fékk mjög góðar leiðbeiningar og hjálp frá 112 og sjúkrabíll og lögregla komu fljótt á staðinn. Hún var mjög illa farin í andliti og komst ekki til meðvitundar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fyrst mínar og svo sjúkraflutningamanna,“ svo hófst færsla Sólveigar á Facebook í gær. Í samtali við Vísi segir Sólveig að hún hafi ákveðið að vekja athygli á málinu enda telji hún nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við og komi böndum á rafhlaupahjólaleigurnar. Hefur fengið holskeflu reynslusaga Sólveig segir að þeir lögreglumenn sem komu að útkallinu hafi sagt henni að slíkum útköllum færi sífellt fjölgandi. Þau séu sérlega algeng um helgar. Oftast sé um ungt fólk að ræða sem hljóti mjög alvarlega áverka á höfði og andliti, svo ekki sé talað um úlnliðs- og handleggsbrot. Þá hafi henni borist holskefla saga af reynslusögum fólks sem hefur ýmist lent í slysum á rafhlaupahjólum eða eiga aðstandendur sem hafa gert það. Sólveig áætlar að þær séu á fjórða tug. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum?“ Sólveig leggur til lausn á vandanum og kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum á kvöldin, eins og gert er víða, til dæmis í Berlín og París? Það myndi breyta miklu og minnka slysatíðni svo um munar.“ Hún segir að ábyrgðin þurfi að vera hjá stjórnvöldum, ekki sé hægt að búast við því að rafhlaupahjólaleigurnar tvær, Hopp og Zolo, ákveði sjálfar að slökkva á hjólunum á kvöldin, enda sé ljóst að þónokkrar tekjur séu af leigu þeirra á kvöldin. Foreldrar ræði við unglingana sína Sólveig segir að þangað til böndum verður komið á leigurafhlaupahjólin sé mikilvægt að foreldrar eigi alvarlegt samtal við unglinga sína og ungmenni um að taka ekki rafhlaupahjól heim af djamminu. „Ég veit að unglingar vilja ekki alltaf hlusta á foreldra sína en það er hægt að brýna fyrir þeim. Ef þú ert að koma heim af djamminu, ekki nota þetta, finndu einhverja aðra leið. Ég held að flestir foreldrar vilji frekar að það sé hringt í sig um miðja nótt. Ef að unglingarnir vilja hitta foreldra sína um miðja nótt.“ Enginn átti leið hjá á fjörutíu mínútur Þá segir hún að sérstaklega mikilvægt sé að bæta ástandið áður en veturinn skellur á af fullum þunga. Hún hafi verið á svæðinu, þar sem slysið varð, í um það bil fjörutíu mínútur eftir að hún hjólaði fram á stúlkuna á leið sinni heim. Á þeim tíma hafi enginn annar en hún átt leið hjá. Því þyrfti ekki að spyrja að leikslokum ef annað eins gerðist að vetri til og enginn kæmi að. Loks segir Sólveig að hún hugsi hlýlega til stúlkunnar og voni af heilum hug að hún nái sér og að áverkarnir séu ekki jafnalvarlegir og þeir virtust.
Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira