Hæstiréttur sneri við dómi sem hefur þegar verið afplánaður Árni Sæberg skrifar 4. október 2023 18:40 Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður fjárfestinga Landsbankans, krafðist þess að sínu máli yrði vísað til Hæstaréttar vitandi að rétturinn getur ekki veitt honum réttláta málsmeðferð með skýrslutökum. vísir/vilhelm Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Ívar Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans, frá árinu 2014. Hæstiréttur hafði áður dæmt hann til tveggja ára fangelsisvistar en með umdeildri ákvörðun Endurupptökudóms var málið sent aftur til Hæstaréttar. Hann hefur þegar afplánað þann dóm og var því ekki dæmd refsing. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2014 var Ívar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun á fimm daga tímabili skömmu fyrir bankahrun árið 2008 og dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar, þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Með dómi Hæstaréttar sama ár var hann hins vegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun yfir samtals 228 viðskiptadaga og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Mál Styrmis Þórs hefur víðtæk áhrif Mál Ívars er eitt fjölmargra svokallaðra hrunmála, sem hafa mörg hver velkst um í dómkerfinu í fjölda ára. Eitt þeirra, mál Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka hefur dregið dilk á eftir sér. Hann var dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Hæstarétti, eftir að hafa verið sýknaður í héraði. Hann fór með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð þegar Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms árið 2013 án þess að hlýða á munnlegan málflutning. Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs um endurupptöku dómsins og vísaði því til meðferðar í Hæstarétti árið 2019. Árið 2022 vísaði Hæstiréttur málinu frá dómi, þar sem hann hefur ekki heimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram og gat því ekki tekið málið til meðferðar. Því stóð dómur héraðsdóms óhaggaður. Niðurstaðan í máli Ívars fyrirsjáanleg Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Hæstaréttar hefur Endurupptökudómur haldið áfram að vísa málum, sem varða skort á munnlegri sönnunarfærslu, aftur til Hæstaréttar. Í máli Styrmis Þórs beindi Hæstiréttur því til Endurupptökudóms að vísa málum frekar til Landsréttar, sem hefur heimild til þess að hlýða á munnlega sönnunarfærslu. Í kjölfarið sagði Endurupptökudómur í öðru máli að ótækt væri að vísa málum þangað þar sem orðalagið „að nýju“ var túlkað þannig að mál þurfi að hafa verið tekið fyrir áður af Landsrétti til að hægt sé að vísa málum þangað. Dómar í hrunmálunum féllu auðvitað allir áður en Landsrétti var komið á fót. Því var niðurstaða Hæstaréttar í dag nokkuð fyrirsjáanleg. Hefur þegar afplánað fyrri dóm Ákæruvaldið krafðist þess í seinni umferð málsins fyrir Hæstarétti að dómur héraðsdóms yrði staðfestur og að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Sjálfur krafðist hann sýknu og til var að honum yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Í seinni dómi Hæstaréttar var tekið fram að eins og málið lægi fyrir réttinum kæmi einungis til álita að sakfella Ívar fyrir það tímabil sem hann hafði verið sakfelldur fyrir í héraði. Krafa ákæruvaldsins um að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing helgaðist af því að hann hafði þegar afplánað tveggja ára dóm Hæstaréttar. Með vísan til þess og forsenda héraðsdóms var dómur héraðsdóms staðfestur en Ívari ekki gerð sérstök refsing. Þá var ákvörðun héraðsdóms um málskostnað látin standa óhögguð en málsvarnarlaun verjanda Ívar í fyrri umferð fyrir Hæstarétti, 7,4 milljónir króna greiðast úr ríkissjóði sem og málsvarnarlaun verjanda hans nú, rétt tæplega tíu milljónir króna. Dómsmál Efnahagsbrot Dómstólar Hrunið Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2014 var Ívar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun á fimm daga tímabili skömmu fyrir bankahrun árið 2008 og dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar, þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Með dómi Hæstaréttar sama ár var hann hins vegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun yfir samtals 228 viðskiptadaga og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Mál Styrmis Þórs hefur víðtæk áhrif Mál Ívars er eitt fjölmargra svokallaðra hrunmála, sem hafa mörg hver velkst um í dómkerfinu í fjölda ára. Eitt þeirra, mál Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka hefur dregið dilk á eftir sér. Hann var dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Hæstarétti, eftir að hafa verið sýknaður í héraði. Hann fór með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð þegar Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms árið 2013 án þess að hlýða á munnlegan málflutning. Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs um endurupptöku dómsins og vísaði því til meðferðar í Hæstarétti árið 2019. Árið 2022 vísaði Hæstiréttur málinu frá dómi, þar sem hann hefur ekki heimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram og gat því ekki tekið málið til meðferðar. Því stóð dómur héraðsdóms óhaggaður. Niðurstaðan í máli Ívars fyrirsjáanleg Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Hæstaréttar hefur Endurupptökudómur haldið áfram að vísa málum, sem varða skort á munnlegri sönnunarfærslu, aftur til Hæstaréttar. Í máli Styrmis Þórs beindi Hæstiréttur því til Endurupptökudóms að vísa málum frekar til Landsréttar, sem hefur heimild til þess að hlýða á munnlega sönnunarfærslu. Í kjölfarið sagði Endurupptökudómur í öðru máli að ótækt væri að vísa málum þangað þar sem orðalagið „að nýju“ var túlkað þannig að mál þurfi að hafa verið tekið fyrir áður af Landsrétti til að hægt sé að vísa málum þangað. Dómar í hrunmálunum féllu auðvitað allir áður en Landsrétti var komið á fót. Því var niðurstaða Hæstaréttar í dag nokkuð fyrirsjáanleg. Hefur þegar afplánað fyrri dóm Ákæruvaldið krafðist þess í seinni umferð málsins fyrir Hæstarétti að dómur héraðsdóms yrði staðfestur og að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Sjálfur krafðist hann sýknu og til var að honum yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Í seinni dómi Hæstaréttar var tekið fram að eins og málið lægi fyrir réttinum kæmi einungis til álita að sakfella Ívar fyrir það tímabil sem hann hafði verið sakfelldur fyrir í héraði. Krafa ákæruvaldsins um að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing helgaðist af því að hann hafði þegar afplánað tveggja ára dóm Hæstaréttar. Með vísan til þess og forsenda héraðsdóms var dómur héraðsdóms staðfestur en Ívari ekki gerð sérstök refsing. Þá var ákvörðun héraðsdóms um málskostnað látin standa óhögguð en málsvarnarlaun verjanda Ívar í fyrri umferð fyrir Hæstarétti, 7,4 milljónir króna greiðast úr ríkissjóði sem og málsvarnarlaun verjanda hans nú, rétt tæplega tíu milljónir króna.
Dómsmál Efnahagsbrot Dómstólar Hrunið Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent