Bannað að vera í símanum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. október 2023 08:00 Starfsmönnum er nú bannað að vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. Þetta segir Þórdís Hulda Tómasdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunarsviðs í samtali við Vísi. „Reglan er sú að þú mátt ekki vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa.“ Reglubreytingin hafi komið í kjölfar vandræða með símanotkun starfsmanna. „Starfsmenn sátu í setustofum í Lazyboy-stólum í setustofum íbúa og það hefur verið bannað. Við gerðum veggspjöld sem við hengdum í sameiginlegum rýmum. Þetta er gert til að hnippa í starfsmenn á penan hátt. Mörg hjúkrunarheimili eru í vanda með þetta.“ Dæmi um slíkt plakat. Hún bætir við að það sé leiðinlegt fyrir aðstandendur að reyna að ná í samband við starfsmenn þegar þeir liggja bara í símanum. Hún sé sjálfur aðstandandi. „Þetta er ekki leiðindaherferð og kemur af þörf.“ Aðspurð hvort þau hafi orðið vör við breytingar í kjölfar þessa reglna segir Þórdís: „Já þetta er að minnka. Ég sé það alveg, það er mikið þakklæti aðstandenda. Við erum bara að reyna okkar besta að hnippa í starfsmenn,“ segir Þórdís. „Við stöndum ekkert hérna og gólum á starfsmenn en þetta er vegna þess að þetta er ekki í lagi.“ Þórdís segir einnig að hvergi komi fram að reglurnar ættu ekki einvörðungu við starfsmenn. Þetta sé um leið áminning til aðstandenda. „Það er ætlast til þess sama af þeim.“ Hún segir að þetta sé vandi sem hjúkrunarheimili hafi verið að glíma við og hvatti önnur hjúkrunarheimili til að fara að fyrirmynd þeirra. „Við erum að hugsa um lífsgæði íbúa. Við erum ánægð að hafa tekið þetta skref og byrjað að hnippa,“ segir Þórdís að lokum. Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta segir Þórdís Hulda Tómasdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunarsviðs í samtali við Vísi. „Reglan er sú að þú mátt ekki vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa.“ Reglubreytingin hafi komið í kjölfar vandræða með símanotkun starfsmanna. „Starfsmenn sátu í setustofum í Lazyboy-stólum í setustofum íbúa og það hefur verið bannað. Við gerðum veggspjöld sem við hengdum í sameiginlegum rýmum. Þetta er gert til að hnippa í starfsmenn á penan hátt. Mörg hjúkrunarheimili eru í vanda með þetta.“ Dæmi um slíkt plakat. Hún bætir við að það sé leiðinlegt fyrir aðstandendur að reyna að ná í samband við starfsmenn þegar þeir liggja bara í símanum. Hún sé sjálfur aðstandandi. „Þetta er ekki leiðindaherferð og kemur af þörf.“ Aðspurð hvort þau hafi orðið vör við breytingar í kjölfar þessa reglna segir Þórdís: „Já þetta er að minnka. Ég sé það alveg, það er mikið þakklæti aðstandenda. Við erum bara að reyna okkar besta að hnippa í starfsmenn,“ segir Þórdís. „Við stöndum ekkert hérna og gólum á starfsmenn en þetta er vegna þess að þetta er ekki í lagi.“ Þórdís segir einnig að hvergi komi fram að reglurnar ættu ekki einvörðungu við starfsmenn. Þetta sé um leið áminning til aðstandenda. „Það er ætlast til þess sama af þeim.“ Hún segir að þetta sé vandi sem hjúkrunarheimili hafi verið að glíma við og hvatti önnur hjúkrunarheimili til að fara að fyrirmynd þeirra. „Við erum að hugsa um lífsgæði íbúa. Við erum ánægð að hafa tekið þetta skref og byrjað að hnippa,“ segir Þórdís að lokum.
Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira