Kúvending í dómsal: „Þetta hefur verið algjör sirkus“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps breytti afstöðu sinni til sakarefna málsins í þann mund sem aðalmeðferð málsins hófst í gærmorgun. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf á bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Hann hafði áður játað að málsatvik sem lýst er í ákæru væru sönn, en neitaði þá að hafa reynt að verða manninum að bana, en nú neitar hann alfarið sök. Tveimur mínútum áður en þinghald áttu að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun steig verjandi mannsins inn í dómsalinn og tilkynni að umbjóðandi hans hygðist breyta afstöðu sinni til sakarefnanna. Í kjölfarið fór hann aftur úr dómsalnum til að ræða betur við manninn. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en stóð ekki lengi yfir og hefur nú fengið nýja dagsetningu.Vísir/Vilhelm Ákvörðun mannsins setti réttarhöldin sem áttu að halda áfram fram eftir degi í augljóst uppnám. Sækjandi, réttagæslumaður brotaþola, og dómari fóru að velta fyrir sér hvort réttast væri að fresta réttarhöldunum. Til að mynda var haft orð á því að boða þyrfti fleiri vitni fyrir dóminn þar sem að aðalmeðferð málsins mun að öllum líkindum snúast að meira leiti um tilraunir til að sanna að maðurinn hafi framið verknaðinn sem málið varðar. Maðurinn kom síðan inn í dómsalinn og gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ósanngjörn meðferð ástæðan „Ég neita sök,“ sagði maðurinn sem er af erlendur bergi brotinn og talar ekki íslensku og þurfti á túlki að halda. „Frá byrjun hefur lögreglan verið ósanngjörn í minn garð. Þeir gáfu til kynna að ég væri alltaf sekur.“ „Þetta hefur verið algjör sirkus. Nafn mitt var birt í alls konar dagblöðum á sjálfum afmælisdegi dóttur minnar,“ bætti maðurinn við. Þá sagðist hann hafa upplifað illa meðferð af hálfu lögreglu. Hann hafi verið lokaður í fangaklefa sem hafi verið klósettlaus og hann neyðst til að gera þarfir sínar í holu. Jafnframt ræddi hann um lélega heilsu sína sem hefði ekki batnað vegna málsins, þar sem hann væri undir miklu álagi. „Mér var sagt að maðurinn væri úr lífshættu og að þetta væri léttvægt. Nú sé ég að þetta er stórmál,“ sagði hann og bætti við að hann þyrfti að fá góðan tíma til ráðleggingar áður en dómsmálið myndi halda áfram. Nýtt undirbúningsþinghald í málinu verður fimmtánda nóvember í Héraðdómi Reykjavíkur og aðalmeðferð enn seinna í þessum mánuði. Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að stinga annan mann tvisvar sinnum, nánar tiltekið í brjóstholið. Annað stungusárið var fyrir framan brjóstkassa brotaþolans og var sex sentímetra langt og töluvert djúpt. Í ákæru segir að það hafi náð að fleiðru, eða brjósthimnu. Hitt stungusárið var átta sentímetra langt og fyrir framan brjóstkassa. Þá segir að það hafi næstum því náð að fleiðru og hafi ollið afrifubroti frá herðablaði. Brotaþoli málsins krefst þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Hann hafði áður játað að málsatvik sem lýst er í ákæru væru sönn, en neitaði þá að hafa reynt að verða manninum að bana, en nú neitar hann alfarið sök. Tveimur mínútum áður en þinghald áttu að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun steig verjandi mannsins inn í dómsalinn og tilkynni að umbjóðandi hans hygðist breyta afstöðu sinni til sakarefnanna. Í kjölfarið fór hann aftur úr dómsalnum til að ræða betur við manninn. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en stóð ekki lengi yfir og hefur nú fengið nýja dagsetningu.Vísir/Vilhelm Ákvörðun mannsins setti réttarhöldin sem áttu að halda áfram fram eftir degi í augljóst uppnám. Sækjandi, réttagæslumaður brotaþola, og dómari fóru að velta fyrir sér hvort réttast væri að fresta réttarhöldunum. Til að mynda var haft orð á því að boða þyrfti fleiri vitni fyrir dóminn þar sem að aðalmeðferð málsins mun að öllum líkindum snúast að meira leiti um tilraunir til að sanna að maðurinn hafi framið verknaðinn sem málið varðar. Maðurinn kom síðan inn í dómsalinn og gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ósanngjörn meðferð ástæðan „Ég neita sök,“ sagði maðurinn sem er af erlendur bergi brotinn og talar ekki íslensku og þurfti á túlki að halda. „Frá byrjun hefur lögreglan verið ósanngjörn í minn garð. Þeir gáfu til kynna að ég væri alltaf sekur.“ „Þetta hefur verið algjör sirkus. Nafn mitt var birt í alls konar dagblöðum á sjálfum afmælisdegi dóttur minnar,“ bætti maðurinn við. Þá sagðist hann hafa upplifað illa meðferð af hálfu lögreglu. Hann hafi verið lokaður í fangaklefa sem hafi verið klósettlaus og hann neyðst til að gera þarfir sínar í holu. Jafnframt ræddi hann um lélega heilsu sína sem hefði ekki batnað vegna málsins, þar sem hann væri undir miklu álagi. „Mér var sagt að maðurinn væri úr lífshættu og að þetta væri léttvægt. Nú sé ég að þetta er stórmál,“ sagði hann og bætti við að hann þyrfti að fá góðan tíma til ráðleggingar áður en dómsmálið myndi halda áfram. Nýtt undirbúningsþinghald í málinu verður fimmtánda nóvember í Héraðdómi Reykjavíkur og aðalmeðferð enn seinna í þessum mánuði. Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að stinga annan mann tvisvar sinnum, nánar tiltekið í brjóstholið. Annað stungusárið var fyrir framan brjóstkassa brotaþolans og var sex sentímetra langt og töluvert djúpt. Í ákæru segir að það hafi náð að fleiðru, eða brjósthimnu. Hitt stungusárið var átta sentímetra langt og fyrir framan brjóstkassa. Þá segir að það hafi næstum því náð að fleiðru og hafi ollið afrifubroti frá herðablaði. Brotaþoli málsins krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?