Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. nóvember 2023 21:42 Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi. Vísir/Ívar Fannar Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Um 1000 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum við Grindavík frá miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og er staðan svipuð og síðustu daga. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum. Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík var hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum og í kjölfarið var fyrirtækjum hleypt inn nú síðdegis. Notkun nýs skráningarkerfis Almannavarna yfir íbúa hefur gengið vel að sögn upplýsingafulltrúa Almannavarna í samtali við fréttastofu sem segir nú búið að ná utan um þann hóp sem ekki hefur enn komist inn í bæinn. Í dag var miðstöð fyrir erlent fjölmiðlafólk sem komið hefur hingað til lands til að fjalla um jarðhræringarnar opnuð í Hafnarfirði og segir ferðamálastjóri miðstöðina hafa verið vel sótta strax við opnun. Full þörf á fjölmiðlamiðstöð „Þetta er liður í því að veita aukna þjónustu til þeirra. Við áætlum að hingað hafi verið send um fjörutíu til fimmtíu teymi erlendra fjölmiðla til að fjalla um þessa atburði,“ segir Arnar. Þrátt fyrir að margir fjölmiðlar séu nú þegar farnir heim hafi dagurinn í dag sýnt það að enn væri full þörf á miðstöð sem þessari enda margir sem hafi komið í heimsókn í dag. Þá sé miðstöðin einnig liður í því að létta á álagi á viðbragðsaðila. „Þetta er líka vettvangur almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að hitta fjölmiðla, spjalla við þá og gefa þeim réttar upplýsingar,“ segir Arnar. Mikilvægt sé að ná til erlendu fjölmiðlanna. „Þau eru ekki bara að fjalla um gosið. Á meðan beðið er þá er þetta fólk að segja sögur af Íslandi og hér er tækifæri til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað.“ Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri.Vísir/Ívar Fannar Stórir fjölmiðlar kíktu í heimsókn Í dag hafi fjölmiðlar á borð við CNN, Fow News, AFP og ZDF sótt miðstöðina. Hinn þýski Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi, segist svekktur yfir því að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Ástæðurnar séu þó skiljanlegar. Hann hefði þó kosið að komast inn í bæinn til að ná sínu eigin myndefni líkt og til að mynda breskir fjölmiðlar náðu að gera. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 „Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18 Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16 Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Um 1000 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum við Grindavík frá miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og er staðan svipuð og síðustu daga. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum. Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík var hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum og í kjölfarið var fyrirtækjum hleypt inn nú síðdegis. Notkun nýs skráningarkerfis Almannavarna yfir íbúa hefur gengið vel að sögn upplýsingafulltrúa Almannavarna í samtali við fréttastofu sem segir nú búið að ná utan um þann hóp sem ekki hefur enn komist inn í bæinn. Í dag var miðstöð fyrir erlent fjölmiðlafólk sem komið hefur hingað til lands til að fjalla um jarðhræringarnar opnuð í Hafnarfirði og segir ferðamálastjóri miðstöðina hafa verið vel sótta strax við opnun. Full þörf á fjölmiðlamiðstöð „Þetta er liður í því að veita aukna þjónustu til þeirra. Við áætlum að hingað hafi verið send um fjörutíu til fimmtíu teymi erlendra fjölmiðla til að fjalla um þessa atburði,“ segir Arnar. Þrátt fyrir að margir fjölmiðlar séu nú þegar farnir heim hafi dagurinn í dag sýnt það að enn væri full þörf á miðstöð sem þessari enda margir sem hafi komið í heimsókn í dag. Þá sé miðstöðin einnig liður í því að létta á álagi á viðbragðsaðila. „Þetta er líka vettvangur almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að hitta fjölmiðla, spjalla við þá og gefa þeim réttar upplýsingar,“ segir Arnar. Mikilvægt sé að ná til erlendu fjölmiðlanna. „Þau eru ekki bara að fjalla um gosið. Á meðan beðið er þá er þetta fólk að segja sögur af Íslandi og hér er tækifæri til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað.“ Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri.Vísir/Ívar Fannar Stórir fjölmiðlar kíktu í heimsókn Í dag hafi fjölmiðlar á borð við CNN, Fow News, AFP og ZDF sótt miðstöðina. Hinn þýski Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi, segist svekktur yfir því að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Ástæðurnar séu þó skiljanlegar. Hann hefði þó kosið að komast inn í bæinn til að ná sínu eigin myndefni líkt og til að mynda breskir fjölmiðlar náðu að gera.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 „Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18 Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16 Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41
„Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18
Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16
Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10