Vilja hækka olíuverð Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2023 18:31 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, í Riyadh í gær. AP/Alexei Nikolsky Ráðamenn í Rússlandi og Sádi-Arabíu hafa biðlað til annarra olíuframleiðenda í OPEC+ að draga úr framleiðslu. Olíuverð hefur lækkað töluvert að á undanförnum mánuðum en í gær hafði verðið ekki verið lægra í hálft ár. Rússar og Sádar vilja stöðva þá þróun og hækka verð á nýjan leik. Í frétt Reuters er vitnað í yfirlýsingu frá Kreml í dag, þar sem segir að alþjóðahagkerfið hefði gott af hækkun olíuverðs. Saman dæla Rússar og Sádar um fimmtungi þeirrar olíu sem dælt er úr jörðinni á hverjum degi. Þeir eru því mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Þessi hópur framleiðir um fjörutíu prósent af olíu heimsins. Fregnir hafa borist af spennuþrungnum fundu OPEC+ í síðustu viku þar sem samþykkt vær að draga úr framleiðslu um 2,2 milljónir tunna á dag en áður höfðu leiðtogar aðildarríkja samþykkt að draga úr framleiðslu sem nemur um 1,3 milljónum á dag. Reuters hefur eftir greinendum að leiðtogar Afríkuríkja í OPEC hafi verið ósáttir við framleiðslusamdráttinn en talið er mögulegt að deilur í sambandinu liggi dýpra en það. Ríkismiðlar bæði Rússlands og Sádi-Arabíu hafa í dag haft eftir leiðtogum ríkjanna að þeir hafi rætt sín á milli á fundi þeirra í gær um það að aðildarríki OPEC+ fylgdu samþykktum viðmiðum. Það þykir gefa til kynna að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þykir aðrir olíuframleiðendur ekki hafa dregið nægilega mikið úr framleiðslu. Sjá einnig: Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Pútín fundaði í dag með Ebrahim Raisi, forseta Írans, í Kreml í Moskvu. Íran hefur fengið undanþágu frá framleiðslusamdrætti OPEC og hefur ríkið aukið framleiðslu töluvert. Vonast er til þess að Íran framleiði 3,6 milljón tunnur á dag í mars á næsta ári. Bensín og olía Rússland Sádi-Arabía Íran Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Í frétt Reuters er vitnað í yfirlýsingu frá Kreml í dag, þar sem segir að alþjóðahagkerfið hefði gott af hækkun olíuverðs. Saman dæla Rússar og Sádar um fimmtungi þeirrar olíu sem dælt er úr jörðinni á hverjum degi. Þeir eru því mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Þessi hópur framleiðir um fjörutíu prósent af olíu heimsins. Fregnir hafa borist af spennuþrungnum fundu OPEC+ í síðustu viku þar sem samþykkt vær að draga úr framleiðslu um 2,2 milljónir tunna á dag en áður höfðu leiðtogar aðildarríkja samþykkt að draga úr framleiðslu sem nemur um 1,3 milljónum á dag. Reuters hefur eftir greinendum að leiðtogar Afríkuríkja í OPEC hafi verið ósáttir við framleiðslusamdráttinn en talið er mögulegt að deilur í sambandinu liggi dýpra en það. Ríkismiðlar bæði Rússlands og Sádi-Arabíu hafa í dag haft eftir leiðtogum ríkjanna að þeir hafi rætt sín á milli á fundi þeirra í gær um það að aðildarríki OPEC+ fylgdu samþykktum viðmiðum. Það þykir gefa til kynna að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þykir aðrir olíuframleiðendur ekki hafa dregið nægilega mikið úr framleiðslu. Sjá einnig: Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Pútín fundaði í dag með Ebrahim Raisi, forseta Írans, í Kreml í Moskvu. Íran hefur fengið undanþágu frá framleiðslusamdrætti OPEC og hefur ríkið aukið framleiðslu töluvert. Vonast er til þess að Íran framleiði 3,6 milljón tunnur á dag í mars á næsta ári.
Bensín og olía Rússland Sádi-Arabía Íran Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira