Dæmdir fyrir að aka um á vespu og fremja vopnuð rán Árni Sæberg skrifar 19. desember 2023 15:10 Mennirnir gerðu tilraun til gripdeildar í Hamraborg í Kópavogi. Stöð 2/Arnar Tveir karlmenn hafa hlotið fangelsisdóma fyrir fjölda brota, meðal annars vopnað rán sem framið var í Fossvogi og annað eins í Hamraborg skömmu síðar. Í byrjun ágúst var greint frá því að tveir menn hefðu ekið um Reykjavík og Kópavog og framið vopnuð rán. Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, greindi frá því að tveir menn hafi haldið að honum hníf og rænt hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsti atvikinu sem súrrealísku. Í dómi Héraðsdóms yfir mönnunum, sem eru á þrítugs og tvítugsaldri, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir töluverðan fjölda brota. Sá eldri fyrir þjófnað, nytjastuld, og vopnalagabrot, meðal annars, og sá yngri fyrir nytjastuld á bifreið. Þeir hafi báðir verið ákærðir fyrir nytjastuld með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, heimildarlaust tekið bifreið og ekið henni milli staða í Reykjavík. Sama dag hafi þeir framið vopnað rán, með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, utandyra á göngustíg í Fossvogi í Reykjavík, ógnað ónafngreindu fólki, sem leiða má líkur að að séu Stefán og kona hans, með hníf og tekið af Stefáni Samsung farsíma og Harry Lime snjallúr, með því að sá eldri ógnaði hjónunum með hníf á meðan sá yngri tók farsímann og snjallúrið af Stefáni. Misheppnuð gripdeild Þá hafi þeir verið ákærðir fyrir tilraun til gripdeildar með hafa sama dag, í félagi, utandyra við hraðbanka í Kópavogi [Hamraborg], skipað konu að afhenda þeim reiðufé sem hún hugðist taka út, en hún náð að hlaupa í burtu uns mennirnir flúðu af vettvangi, en meðan á atburðarásinni stóð hafi reiðuféð farið aftur inn í hraðbankann. Mennirnir hafi báði játað brot sín og málið því talið sannað. Sá eldri hafi verið dæmdur til tuttugu mánaða óskilorðbundins fangelsis og sá yngri í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þeir hafi báðir rofið skilorð fyrri dóma með brotum sínum. Þá hafi ævilöng ökuréttarsvipting þess eldri áréttuð. Dómsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Í byrjun ágúst var greint frá því að tveir menn hefðu ekið um Reykjavík og Kópavog og framið vopnuð rán. Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, greindi frá því að tveir menn hafi haldið að honum hníf og rænt hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsti atvikinu sem súrrealísku. Í dómi Héraðsdóms yfir mönnunum, sem eru á þrítugs og tvítugsaldri, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir töluverðan fjölda brota. Sá eldri fyrir þjófnað, nytjastuld, og vopnalagabrot, meðal annars, og sá yngri fyrir nytjastuld á bifreið. Þeir hafi báðir verið ákærðir fyrir nytjastuld með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, heimildarlaust tekið bifreið og ekið henni milli staða í Reykjavík. Sama dag hafi þeir framið vopnað rán, með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, utandyra á göngustíg í Fossvogi í Reykjavík, ógnað ónafngreindu fólki, sem leiða má líkur að að séu Stefán og kona hans, með hníf og tekið af Stefáni Samsung farsíma og Harry Lime snjallúr, með því að sá eldri ógnaði hjónunum með hníf á meðan sá yngri tók farsímann og snjallúrið af Stefáni. Misheppnuð gripdeild Þá hafi þeir verið ákærðir fyrir tilraun til gripdeildar með hafa sama dag, í félagi, utandyra við hraðbanka í Kópavogi [Hamraborg], skipað konu að afhenda þeim reiðufé sem hún hugðist taka út, en hún náð að hlaupa í burtu uns mennirnir flúðu af vettvangi, en meðan á atburðarásinni stóð hafi reiðuféð farið aftur inn í hraðbankann. Mennirnir hafi báði játað brot sín og málið því talið sannað. Sá eldri hafi verið dæmdur til tuttugu mánaða óskilorðbundins fangelsis og sá yngri í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þeir hafi báðir rofið skilorð fyrri dóma með brotum sínum. Þá hafi ævilöng ökuréttarsvipting þess eldri áréttuð.
Dómsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira