Spurði „er þetta hann?“ og stakk hann fyrirvaralaust í brjóstið Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2023 17:09 Atvikið átti sér stað á bílastæði í Breiðholti árið 2021. Vísir/Vilhelm Candido Alberto Ferral Abreu hefur hlotið fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hnífi í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í dómnum segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði brotaþola hafi árásin nánast ekki átt sér neinn aðdraganda. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hann hafi séð til ferða brotaþola og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um og hann hafi elt þá, og einnig verið akandi. Samkvæmt sjónvarvottum námu þeir staðar á bílastæði við hús brotaþolans. Fyrirvaralaus árás Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að honum hafi staðið ógn af brotaþolanum. Hann sagðist hafa stigið úr bíl sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá brotaþola og sveiflað hendi sinni í átt að honum, og gerir ráð fyrir að hann hafi hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi hann elt brotaþolann um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. Brotaþolinn lýsir atvikum þannig að hann hafi stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi stungið sig í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum og árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi brotaþolanum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Sagði að árásin væri óviljaverk Líkt og áður segir viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Dómurinn féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Dómurinn segir þvert á móti að manninum ætti að vera ljóst að það að stinga mann í tvígang fyrirvaralaust væri stórhættulegt og langlíklegast að brotaþolanum myndi hljótast bani af. Í það minnsta hafi hann látið sér það í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða þær að mannsbani hlytist af. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm, en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi átt við ótilgreind vandamál að stríða á árum áður. Einnig var litið til þess að tvö ár væru liðin síðan brotið hefði átt sér stað, en óútskýrðar tafir urðu á meðferð málsins. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 1.5 milljónir í miskabætur og álíka upphæð til verjanda síns, og tæp 500 þúsund í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Í dómnum segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði brotaþola hafi árásin nánast ekki átt sér neinn aðdraganda. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hann hafi séð til ferða brotaþola og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um og hann hafi elt þá, og einnig verið akandi. Samkvæmt sjónvarvottum námu þeir staðar á bílastæði við hús brotaþolans. Fyrirvaralaus árás Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að honum hafi staðið ógn af brotaþolanum. Hann sagðist hafa stigið úr bíl sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá brotaþola og sveiflað hendi sinni í átt að honum, og gerir ráð fyrir að hann hafi hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi hann elt brotaþolann um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. Brotaþolinn lýsir atvikum þannig að hann hafi stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi stungið sig í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum og árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi brotaþolanum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Sagði að árásin væri óviljaverk Líkt og áður segir viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Dómurinn féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Dómurinn segir þvert á móti að manninum ætti að vera ljóst að það að stinga mann í tvígang fyrirvaralaust væri stórhættulegt og langlíklegast að brotaþolanum myndi hljótast bani af. Í það minnsta hafi hann látið sér það í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða þær að mannsbani hlytist af. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm, en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi átt við ótilgreind vandamál að stríða á árum áður. Einnig var litið til þess að tvö ár væru liðin síðan brotið hefði átt sér stað, en óútskýrðar tafir urðu á meðferð málsins. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 1.5 milljónir í miskabætur og álíka upphæð til verjanda síns, og tæp 500 þúsund í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira