Vegleg hátíðardagskrá á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2023 10:01 Fjórir nýir heimildaþættir um ríkjandi Íslandsmeistara í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, verða frumsýndir á milli jóla og nýárs. Það verður nægt framboð af úrvalsíþróttaefni á Stöð 2 Sport um hátíðarnar, bæði af innlendum og erlendum vettvangi. Mikilvægir leikir fara fram í NFL, bæði á aðfangadag og gamlársdag, og NBA-deildin býður að venju upp á frábæran leik á jóladag. Í ár verður leikur stórveldanna LA Lakers og Boston Celtics sýndur á besta tíma um kvöldið. En það verður einnig frábært úrval af íslensku íþróttaefni. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna. Þá verður Sportsíldin á sínum stað á gamlársdag og spurningaþátturinn Heiðursstúkan snýr aftur á skjáinn. Hér má sjá yfirlit yfir helstu útsendingar um hátíðarnar. Þorláksmessa 17.30 New York Knicks – Milwaukee Bucks (NBA) 19.30 Roma – Napoli (Serie A) Alls fara fjórir leikir fram í Serie A þennan daginn sem lýkur með stórleik Roma og Ítalíumeistara Napoli. 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Tómas Steindórsson og Hörð Unnsteinsson í spurningakeppni um körfubolta. Aðfangadagur 18.00 NFL Red Zone 18.00 Minnesota Vikings – Detroit Lions (NFL) 21.20 Miami Dolphins – Dallas Cowboys (NFL) Sannkallaður jólapakki frá NFL-deildinni. Sjö tíma órofin útsending frá NFL Red Zone þar sem skipt er á milli allra leikja sem fara fram. Samtímis verða tveir leikir sýndir en sá síðari, á milli Dolphins og Cowboys, er risaleikur. LeBron James og félagar í LA Lakers mæta til leiks á jóladag í NBA deildinni.Getty/Ethan Miller Jóladagur 22.00 LA Lakers – Boston Celtics (NBA) Jóladagur hefur lengi verið stærsti dagur dagatalsins hjá NBA-deildinni og er engin undantekning á því í ár. Við sýnum leik stórveldanna Lakers og Celtics. Annar í jólum 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Andra Ólafsson og Magnús „Peru“ Guðmundsson í spurningakeppni um NFL-deildina. 27. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Besta deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.00 Lokasóknin (NFL) Andri Ólafsson og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fara yfir alla leiki helgarinnar í sérstökum jólaþætti af Lokasókninni. Valur varð Íslandsmeistari í Bestu deild kvenna.Vísir/Diego 28. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Subway deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 29. desember 19.35 Genoa – Inter (Serie A) Albert Guðmundsson hefur verið sjóðheitur með Genoa að undanförnu og fær hér stórlið Inter í heimsókn. 20.00 Íslandsmeistarar - Víkingur (Besta deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Víkings í Bestu deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.30 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson í spurningakeppni um handbolta. Tindastóll varð Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Val í ótrúlegu úrslitaeinvígi. 30. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Tindastóll (Subway deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Tindastóls í Subway deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 22.00 Utah Jazz – Miami Heat (NBA) Gamlársdagur 16.00 Sportsíldin 2023 Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson gera upp íþróttaárið í máli og myndum. Gestir þáttarins eru Dagur Sigurðsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Kristjana Arnarsdóttir og Teitur Örlygsson. 18.00 NFL Red Zone 18.00 Baltimore Ravens – Miami Dolphins (NFL) 20.00 Washington Wizards – Atlanta Hawks (NBA) 21.20 Kansas City Chiefs – Cincinnati Bengals (NFL) Áramótahelgin verður helguð stórleikjum bæði í NFL- og NBA-deildunum. Patrick Mahomes í eldlínunni með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni.Vísir/Getty Nýársdagur 18.45 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Hólmar Örn Eyjólfsson og Leif Andra Leifsson í spurningakeppni um fótbolta. Besta deild karla Besta deild kvenna Subway-deild kvenna Subway-deild karla NFL NBA Ítalski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Mikilvægir leikir fara fram í NFL, bæði á aðfangadag og gamlársdag, og NBA-deildin býður að venju upp á frábæran leik á jóladag. Í ár verður leikur stórveldanna LA Lakers og Boston Celtics sýndur á besta tíma um kvöldið. En það verður einnig frábært úrval af íslensku íþróttaefni. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna. Þá verður Sportsíldin á sínum stað á gamlársdag og spurningaþátturinn Heiðursstúkan snýr aftur á skjáinn. Hér má sjá yfirlit yfir helstu útsendingar um hátíðarnar. Þorláksmessa 17.30 New York Knicks – Milwaukee Bucks (NBA) 19.30 Roma – Napoli (Serie A) Alls fara fjórir leikir fram í Serie A þennan daginn sem lýkur með stórleik Roma og Ítalíumeistara Napoli. 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Tómas Steindórsson og Hörð Unnsteinsson í spurningakeppni um körfubolta. Aðfangadagur 18.00 NFL Red Zone 18.00 Minnesota Vikings – Detroit Lions (NFL) 21.20 Miami Dolphins – Dallas Cowboys (NFL) Sannkallaður jólapakki frá NFL-deildinni. Sjö tíma órofin útsending frá NFL Red Zone þar sem skipt er á milli allra leikja sem fara fram. Samtímis verða tveir leikir sýndir en sá síðari, á milli Dolphins og Cowboys, er risaleikur. LeBron James og félagar í LA Lakers mæta til leiks á jóladag í NBA deildinni.Getty/Ethan Miller Jóladagur 22.00 LA Lakers – Boston Celtics (NBA) Jóladagur hefur lengi verið stærsti dagur dagatalsins hjá NBA-deildinni og er engin undantekning á því í ár. Við sýnum leik stórveldanna Lakers og Celtics. Annar í jólum 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Andra Ólafsson og Magnús „Peru“ Guðmundsson í spurningakeppni um NFL-deildina. 27. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Besta deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.00 Lokasóknin (NFL) Andri Ólafsson og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fara yfir alla leiki helgarinnar í sérstökum jólaþætti af Lokasókninni. Valur varð Íslandsmeistari í Bestu deild kvenna.Vísir/Diego 28. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Subway deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 29. desember 19.35 Genoa – Inter (Serie A) Albert Guðmundsson hefur verið sjóðheitur með Genoa að undanförnu og fær hér stórlið Inter í heimsókn. 20.00 Íslandsmeistarar - Víkingur (Besta deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Víkings í Bestu deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.30 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson í spurningakeppni um handbolta. Tindastóll varð Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Val í ótrúlegu úrslitaeinvígi. 30. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Tindastóll (Subway deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Tindastóls í Subway deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 22.00 Utah Jazz – Miami Heat (NBA) Gamlársdagur 16.00 Sportsíldin 2023 Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson gera upp íþróttaárið í máli og myndum. Gestir þáttarins eru Dagur Sigurðsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Kristjana Arnarsdóttir og Teitur Örlygsson. 18.00 NFL Red Zone 18.00 Baltimore Ravens – Miami Dolphins (NFL) 20.00 Washington Wizards – Atlanta Hawks (NBA) 21.20 Kansas City Chiefs – Cincinnati Bengals (NFL) Áramótahelgin verður helguð stórleikjum bæði í NFL- og NBA-deildunum. Patrick Mahomes í eldlínunni með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni.Vísir/Getty Nýársdagur 18.45 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Hólmar Örn Eyjólfsson og Leif Andra Leifsson í spurningakeppni um fótbolta.
Besta deild karla Besta deild kvenna Subway-deild kvenna Subway-deild karla NFL NBA Ítalski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira