Bæjarbúar ekki bognir heldur brotnir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2024 19:48 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkur segir stöðuna sem upp er komin hörmulega. Hörmulegt sé að horfa upp á húsin verða eldinum að bráð. Hús Fannars stendur við Austurhóp og er eitt þeirra húsa sem hraunið flæðir í átt að. Hann segir íbúa Grindavíkur ekki bogna heldur brotna eftir það sem á hefur gengið. Nú treysti hann á yfirvöld að grípa hratt til aðgerða. „Jú jú, það er eitt af þeim húsum sem eru framarlega í röðinni ef hraunið heldur áfram,“ sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir algjöra kúvendingu hafa orðið hvað varðar festu og öryggi heimilanna í kjölfar rafmagns- og heitavatnsleysis. Ekki sé bara um fasteignir að ræða heldur búslóðir og minningar íbúa. Fannar segir bæjarbúa ekki lengur bogna heldur brotna. „Þetta eru ömurlegir tímar núna og bætist við ömurlegt ástand sem var fyrir. Við höfum ekki getað verið heima hjá okkur eiginlega í tvo mánuði, nema tiltölulega fáar fjölskyldur,“ segir Fannar. Hann treystir á styrkan stuðning landsmanna og ríkisstjórnarinnar. „Nú liggur mikið á að hraða öllum aðgerðum.“ Verið að skoða hraunkælingar sem möguleika Víðir Reynisson segir jákvætt að varnargarðarnir hafi hjálpað til við að beina hrauni, sem annars hefði farið í átt að bænum, til vesturs og þannig frá bænum. „Ýmislegt hefur gengið vel í dag en þetta er búið að vera þungu dagur fyrir Grindvíkinga og við finnum verulega til með þeim.“ Hver eru næstu skref hjá Almannavörnum í nótt og á morgun? „Það er að halda áfram í byggingu varnargarðanna, meta hvað við getum gert ef hraunstraumurinn heldur áfram að renna inn í bæinn. Hvort hægt sé að grípa til hraunkælinga, við erum búin að vera að skoða það. Hugsanlega varnargarða eða leiðigarða inni í bænum. Það er allt í skoðun hvernig við björgum sem flestum verðmætum.“ Hafið þið heyrt um einhver verðmæti sem urðu eftir í bænum? „Ég held að Grindvíkingar eigi mörg verðmæti í bænum. Bæði í persónulegum munum og öðru. Og þó margir hafi tekið það í burtu þá var það bara brot af því sem þarna er.“ Tíminn dregur úr líkum á annarri sprungu Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að segja til um hve lengi gosið varir. Gosið sé ekki jafn kröftugt og það sem varð þann 18. desember síðastliðinn. Tíminn muni leiða í ljós hvað koma skal. „Svona gos getur staðið miklu lengur en það gos [við Sundhnúksgíga] gerði,“ segir Magnús aðspurður hvort stærð gossins geti haft áhrif á lengd þess. Hann segir stærð gossins ekki hafa áhrif á lengd þess, en talað er um að stærð þessa goss sé um fjórðungur þess sem varð í Sundhnúksgíga í desember. „Ef við skoðum bara gosin í Fagradalsfjalli,“ segir Magnús. Hann segir að reikna megi með að draga muni úr hraunflæði eftir einn til tvo daga af gosinu. „Við vitum það hins vegar á morgun hvað í stefnir. Eftir því sem tíminn líður verði sú sviðsmynd að önnur sprunga opnist í bænum ólíklegri. Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
„Jú jú, það er eitt af þeim húsum sem eru framarlega í röðinni ef hraunið heldur áfram,“ sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir algjöra kúvendingu hafa orðið hvað varðar festu og öryggi heimilanna í kjölfar rafmagns- og heitavatnsleysis. Ekki sé bara um fasteignir að ræða heldur búslóðir og minningar íbúa. Fannar segir bæjarbúa ekki lengur bogna heldur brotna. „Þetta eru ömurlegir tímar núna og bætist við ömurlegt ástand sem var fyrir. Við höfum ekki getað verið heima hjá okkur eiginlega í tvo mánuði, nema tiltölulega fáar fjölskyldur,“ segir Fannar. Hann treystir á styrkan stuðning landsmanna og ríkisstjórnarinnar. „Nú liggur mikið á að hraða öllum aðgerðum.“ Verið að skoða hraunkælingar sem möguleika Víðir Reynisson segir jákvætt að varnargarðarnir hafi hjálpað til við að beina hrauni, sem annars hefði farið í átt að bænum, til vesturs og þannig frá bænum. „Ýmislegt hefur gengið vel í dag en þetta er búið að vera þungu dagur fyrir Grindvíkinga og við finnum verulega til með þeim.“ Hver eru næstu skref hjá Almannavörnum í nótt og á morgun? „Það er að halda áfram í byggingu varnargarðanna, meta hvað við getum gert ef hraunstraumurinn heldur áfram að renna inn í bæinn. Hvort hægt sé að grípa til hraunkælinga, við erum búin að vera að skoða það. Hugsanlega varnargarða eða leiðigarða inni í bænum. Það er allt í skoðun hvernig við björgum sem flestum verðmætum.“ Hafið þið heyrt um einhver verðmæti sem urðu eftir í bænum? „Ég held að Grindvíkingar eigi mörg verðmæti í bænum. Bæði í persónulegum munum og öðru. Og þó margir hafi tekið það í burtu þá var það bara brot af því sem þarna er.“ Tíminn dregur úr líkum á annarri sprungu Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að segja til um hve lengi gosið varir. Gosið sé ekki jafn kröftugt og það sem varð þann 18. desember síðastliðinn. Tíminn muni leiða í ljós hvað koma skal. „Svona gos getur staðið miklu lengur en það gos [við Sundhnúksgíga] gerði,“ segir Magnús aðspurður hvort stærð gossins geti haft áhrif á lengd þess. Hann segir stærð gossins ekki hafa áhrif á lengd þess, en talað er um að stærð þessa goss sé um fjórðungur þess sem varð í Sundhnúksgíga í desember. „Ef við skoðum bara gosin í Fagradalsfjalli,“ segir Magnús. Hann segir að reikna megi með að draga muni úr hraunflæði eftir einn til tvo daga af gosinu. „Við vitum það hins vegar á morgun hvað í stefnir. Eftir því sem tíminn líður verði sú sviðsmynd að önnur sprunga opnist í bænum ólíklegri.
Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira