Segir stjórnvöld rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 21:27 Þórhildur Sunna segir íslensk stjórnvöld ekki vera að standa sig í málum Palestínu. Vísir/Steingrímur Dúi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem er einnig menntuð í alþjóða- og Evrópulögum segir íslensk stjórnvöld ekki hafa verið að standa sig varðandi átökin í Palestínu. Mikilvægt sé að aðildarríki að samningnum um bann við þjóðarmorði geri allt sem í sínu valdi stendur að bregðast við og koma í veg fyrir slíkt og að vonandi verði bráðabirgðaúrskurður alþjóðadómstólsins í Haag til þess ýta á eftir íslenskum stjórnvöldum. „Hann setur aukinn þunga í kröfuna um að við bregðumst við með harkalegri hætti heldur en mjúkum yfirlýsingum um að það verði að fylgja alþjóðalögum eða einhverju slíku eins og íslensk stjórnvöld hafa verið að gera fram að þessu,“ segir Þórhildur Sunna og á við úrskurðinn. Meðal þessara harkalegri viðbragða séu viðskiptaþvinganir, minnkun á stjórnmálasambandi Íslands við Ísrael og þrýstingur á önnur ríki að auka stuðning sinn við Palestínumenn. Staða Íslands frábrugðin Þórhildur segir íslensk stjórnvöld vera rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir gagnvart Ísraels og horfa mikið til nágrannaþjóða í Evrópu og Ameríku en að staða Íslands sé frábrugðin vegna þess að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. „Vonandi þýðir þetta vopnahlé strax. Það hefur mikið verið talað um það að dómstóllinn hafi ekki skipað tafarlaust vopnahlé en það er mjög snúið lagalega fyrir dómstólinn að gera það,“ segir Þórhildur. „En það sem þetta þýðir er að þau þurfi að gjörbreyta sínum hernaði og í raun draga mjög mikið í land ef ætlunin er að fylgja þessum úrskurði. Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort þau muni fylgja honum.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Mikilvægt sé að aðildarríki að samningnum um bann við þjóðarmorði geri allt sem í sínu valdi stendur að bregðast við og koma í veg fyrir slíkt og að vonandi verði bráðabirgðaúrskurður alþjóðadómstólsins í Haag til þess ýta á eftir íslenskum stjórnvöldum. „Hann setur aukinn þunga í kröfuna um að við bregðumst við með harkalegri hætti heldur en mjúkum yfirlýsingum um að það verði að fylgja alþjóðalögum eða einhverju slíku eins og íslensk stjórnvöld hafa verið að gera fram að þessu,“ segir Þórhildur Sunna og á við úrskurðinn. Meðal þessara harkalegri viðbragða séu viðskiptaþvinganir, minnkun á stjórnmálasambandi Íslands við Ísrael og þrýstingur á önnur ríki að auka stuðning sinn við Palestínumenn. Staða Íslands frábrugðin Þórhildur segir íslensk stjórnvöld vera rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir gagnvart Ísraels og horfa mikið til nágrannaþjóða í Evrópu og Ameríku en að staða Íslands sé frábrugðin vegna þess að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. „Vonandi þýðir þetta vopnahlé strax. Það hefur mikið verið talað um það að dómstóllinn hafi ekki skipað tafarlaust vopnahlé en það er mjög snúið lagalega fyrir dómstólinn að gera það,“ segir Þórhildur. „En það sem þetta þýðir er að þau þurfi að gjörbreyta sínum hernaði og í raun draga mjög mikið í land ef ætlunin er að fylgja þessum úrskurði. Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort þau muni fylgja honum.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira