Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2024 12:10 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kallar eftir stillingu en hann segir stór orð hafa verið látin falla eftir að hann brjást skjótt við og skrúfaði fyrir framlag til flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. Þetta gerði hann eftir að í ljós kom að tólf starfsmönnum stofnunarinnar, sem í daglegu tali er nefnd UNRWA, hafði verið sagt upp vegna ásakana um ákveðin tengsl við hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október. Þetta atvik leiddi til þeirra blóðsúthellinga sem nú eru á Gasa, tólf hundruð manns týndu lífi og 250 gíslar voru teknir. Bjarni kallar eftir stillingu Margir hafa gagnrýnt þessi skjótu viðbrögð Bjarna sem bendir á að stofnunin hafi brugðist skjótt við og vikið starfsmönnum úr starfi og er rannsókn hafin á framkomnum ásökunum. Hann kallar eftir stillingu. „Ísland hefur undanfarið verið meðal stærstu stuðningsríkja UNRWA m.v. höfðatölu og veitt rífleg viðbótarframlög til stofnunarinnar eftir að átökin brutust út, enda gegnir hún mikilvægu hlutverki við mannúðaraðstoð á svæðinu. Við höfum ávallt litið á UNRWA sem lykilstofnun við að koma mannúðaraðstoð rétta leið,“ segir Bjarni í nýlegri Facebook-færslu. Vegna þessa máls tilkynnti Bjarni að ekki yrðu um frekari framlög að ræða meðan skýringa væri leitað. „Og samráð haft við samstarfsríki, þ.m.t. Norðurlöndin um næstu skref í málinu. Í dag eiga fulltrúar utanríkisþjónustunnar m.a. fund með stofnuninni í þessum tilgangi. Eðlilegt og nauðsynlegt er að kalla eftir skýringum og samræma kröfur um viðbrögð flóttamannaaðstoðarinnar.“ Bjarni segir viðbrögðin við ákvörðun hans hafa einkennst af talsverðri vanstillingu. Bæði af hálfu fjölmiðla og stjórnarandstöðu. „Talað er á þann veg að Ísland svelti nú fólk á svæðinu, frysting framlaga meðan samráð fer fram sé óásættanleg og jafngildi jafnvel „þátttöku í þjóðarmorði“.“ Ekki sjálfgefið að Ísland sendi skattfé á átakasvæði Bjarni segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um slíkar upphrópanir en hann vill árétta eftirfarandi: „Það er ekki sjálfgefið að íslensk stjórnvöld sendi skattfé í stórum stíl á átakasvæði í blindni. Stofnunin lýtur umfangsmiklu eftirliti SÞ og stuðningsríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en þegar ásakanir sem þessar koma upp er það beinlínis skylda mín sem ráðherra að tryggja að peningarnir renni þangað sem ætlast er til, og ekkert annað.“ Ef fullnægjandi skýringar koma fram og nauðsynlegar skýringar verða settar fram er ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. „En ég lít á það sem skyldu mína að ganga úr skugga um eðlileg viðbrögð og ráðstafanir til framtíðar. Ísland styður mannúðaraðstoð á svæðinu í gegnum ýmsar stofnanir og við höfum engin áform um að draga úr honum.“ Bjarni segir að endingu að það sé í þessu máli eins og svo oft áður að „lítils háttar yfirvegun og stilling myndu gera umræðunni gott.“ Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Sjá meira
Þetta gerði hann eftir að í ljós kom að tólf starfsmönnum stofnunarinnar, sem í daglegu tali er nefnd UNRWA, hafði verið sagt upp vegna ásakana um ákveðin tengsl við hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október. Þetta atvik leiddi til þeirra blóðsúthellinga sem nú eru á Gasa, tólf hundruð manns týndu lífi og 250 gíslar voru teknir. Bjarni kallar eftir stillingu Margir hafa gagnrýnt þessi skjótu viðbrögð Bjarna sem bendir á að stofnunin hafi brugðist skjótt við og vikið starfsmönnum úr starfi og er rannsókn hafin á framkomnum ásökunum. Hann kallar eftir stillingu. „Ísland hefur undanfarið verið meðal stærstu stuðningsríkja UNRWA m.v. höfðatölu og veitt rífleg viðbótarframlög til stofnunarinnar eftir að átökin brutust út, enda gegnir hún mikilvægu hlutverki við mannúðaraðstoð á svæðinu. Við höfum ávallt litið á UNRWA sem lykilstofnun við að koma mannúðaraðstoð rétta leið,“ segir Bjarni í nýlegri Facebook-færslu. Vegna þessa máls tilkynnti Bjarni að ekki yrðu um frekari framlög að ræða meðan skýringa væri leitað. „Og samráð haft við samstarfsríki, þ.m.t. Norðurlöndin um næstu skref í málinu. Í dag eiga fulltrúar utanríkisþjónustunnar m.a. fund með stofnuninni í þessum tilgangi. Eðlilegt og nauðsynlegt er að kalla eftir skýringum og samræma kröfur um viðbrögð flóttamannaaðstoðarinnar.“ Bjarni segir viðbrögðin við ákvörðun hans hafa einkennst af talsverðri vanstillingu. Bæði af hálfu fjölmiðla og stjórnarandstöðu. „Talað er á þann veg að Ísland svelti nú fólk á svæðinu, frysting framlaga meðan samráð fer fram sé óásættanleg og jafngildi jafnvel „þátttöku í þjóðarmorði“.“ Ekki sjálfgefið að Ísland sendi skattfé á átakasvæði Bjarni segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um slíkar upphrópanir en hann vill árétta eftirfarandi: „Það er ekki sjálfgefið að íslensk stjórnvöld sendi skattfé í stórum stíl á átakasvæði í blindni. Stofnunin lýtur umfangsmiklu eftirliti SÞ og stuðningsríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en þegar ásakanir sem þessar koma upp er það beinlínis skylda mín sem ráðherra að tryggja að peningarnir renni þangað sem ætlast er til, og ekkert annað.“ Ef fullnægjandi skýringar koma fram og nauðsynlegar skýringar verða settar fram er ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. „En ég lít á það sem skyldu mína að ganga úr skugga um eðlileg viðbrögð og ráðstafanir til framtíðar. Ísland styður mannúðaraðstoð á svæðinu í gegnum ýmsar stofnanir og við höfum engin áform um að draga úr honum.“ Bjarni segir að endingu að það sé í þessu máli eins og svo oft áður að „lítils háttar yfirvegun og stilling myndu gera umræðunni gott.“
Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent