Grunaður skotmaður í Silfratjörn segist hafa mátað hanska útataða púðri Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 09:43 Frá vettvangi málsins í Silfratjörn í Úlfarsársdal. Vísir/Arnar Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. febrúar næstkomandi vegna skotárásarinnar sem framin var í Silfratjörn í Úlfarsárdal í byrjun nóvembermánaðar. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis og birt hann á vef sínum. Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll. Hann er sagður hafa skotið úr bíl með byssu með níu millimetra hlaupi í átt að fjórum einstaklingum sem stóðu utandyra fyrir framan hús. Skot hafnaði í fæti eins þeirra, en sá hlaut ýmsa áverka við sköflung sem voru ekki lífshættulegir. Þá höfnuðu skot einnig í bíl og í íbúðarhúsnæði þar sem að fjögurra manna fjölskylda var sofandi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þessi meintu brot, sem og umferðarlagabrot sem tengjast málinu ekki að öðru leiti. Í kjölfar árásarinnar var greint frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en í þeim hópi hefur síðan fækkað og í lok nóvember voru tveir eftir í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, sem var kveðinn upp í gær, segir að lögregla hafi aflað upptaka í grennd við árásina og rakið ferðir mannsins og þeirra sem voru með honum. Fullyrt er að maðurinn þekkist á upptökum og að fyrir liggi framburðir um að hann hafi verið á vettvangi og skotið úr byssunni. Að því sem fram kemur í honum var maðurinn ekki einn í bílnum. Jafnframt kemur fram að maðurinn hafi fyrir árásina haft aðgang að skotvopni sambærilegu því sem er talið að hafi verið notað við árásina. Niðurstöður úr DNA rannsókn og púðurleyfarannsókn benda til þess að mikið var af púðurleyfum á peysu mannsins og á hönskum sem maðurinn klæddist samkvæmt DNA rannsókninni. Í skýrslu sem var tekin af manninum daginn eftir árásina kvaðst hann ekkert vita um málið. Hann sagði jafnframt að það kæmi lögreglu ekki við hvar hann hafi verið nóttina þegar árásin átti sér stað. Í annarri skýrslutöku nokkrum dögum síðar neitaði hann að mestu að tjá sig. Það var síðan í enn annarri skýrslutöku í þessum mánuði þar sem niðurstöður rannsóknanna voru bornar undir hann. Hann kvaðst hafa mátað hanskana en neitaði að tjá sig að öðru leyti. Maðurinn ber fyrir sig að hann hafi setið framsæti bílsins og vísar til framburðs eins brotaþola mannsins sem sagði að skotið hafi verið úr aftursæti bílsins. Bent er á að hanskarnir sem um ræðir hafi fundist á heimili annars einstaklings, og að DNA úr manninum væri vegna þess að hann hafi handleikið þá. Þar að auki er bent á að mun minni púðurleyfar hafi verið á peysunni en á hönskunum. Í úrskurðinum segir að maðurinn gæti átt yfir höfði sér ævilangan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, en Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök. Varðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þá segir að þó að engin hafi hlotið áverka vegna árásarinnar sem stefndi viðkomandi í lífshættu, þá megi áætla að þeir sem urðu fyrir árásinni hafi verið í lífshættu þegar árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll. Hann er sagður hafa skotið úr bíl með byssu með níu millimetra hlaupi í átt að fjórum einstaklingum sem stóðu utandyra fyrir framan hús. Skot hafnaði í fæti eins þeirra, en sá hlaut ýmsa áverka við sköflung sem voru ekki lífshættulegir. Þá höfnuðu skot einnig í bíl og í íbúðarhúsnæði þar sem að fjögurra manna fjölskylda var sofandi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þessi meintu brot, sem og umferðarlagabrot sem tengjast málinu ekki að öðru leiti. Í kjölfar árásarinnar var greint frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en í þeim hópi hefur síðan fækkað og í lok nóvember voru tveir eftir í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, sem var kveðinn upp í gær, segir að lögregla hafi aflað upptaka í grennd við árásina og rakið ferðir mannsins og þeirra sem voru með honum. Fullyrt er að maðurinn þekkist á upptökum og að fyrir liggi framburðir um að hann hafi verið á vettvangi og skotið úr byssunni. Að því sem fram kemur í honum var maðurinn ekki einn í bílnum. Jafnframt kemur fram að maðurinn hafi fyrir árásina haft aðgang að skotvopni sambærilegu því sem er talið að hafi verið notað við árásina. Niðurstöður úr DNA rannsókn og púðurleyfarannsókn benda til þess að mikið var af púðurleyfum á peysu mannsins og á hönskum sem maðurinn klæddist samkvæmt DNA rannsókninni. Í skýrslu sem var tekin af manninum daginn eftir árásina kvaðst hann ekkert vita um málið. Hann sagði jafnframt að það kæmi lögreglu ekki við hvar hann hafi verið nóttina þegar árásin átti sér stað. Í annarri skýrslutöku nokkrum dögum síðar neitaði hann að mestu að tjá sig. Það var síðan í enn annarri skýrslutöku í þessum mánuði þar sem niðurstöður rannsóknanna voru bornar undir hann. Hann kvaðst hafa mátað hanskana en neitaði að tjá sig að öðru leyti. Maðurinn ber fyrir sig að hann hafi setið framsæti bílsins og vísar til framburðs eins brotaþola mannsins sem sagði að skotið hafi verið úr aftursæti bílsins. Bent er á að hanskarnir sem um ræðir hafi fundist á heimili annars einstaklings, og að DNA úr manninum væri vegna þess að hann hafi handleikið þá. Þar að auki er bent á að mun minni púðurleyfar hafi verið á peysunni en á hönskunum. Í úrskurðinum segir að maðurinn gæti átt yfir höfði sér ævilangan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, en Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök. Varðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þá segir að þó að engin hafi hlotið áverka vegna árásarinnar sem stefndi viðkomandi í lífshættu, þá megi áætla að þeir sem urðu fyrir árásinni hafi verið í lífshættu þegar árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira