Varar við að bílar muni sitja fastir Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 10:21 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að veðrið sem skellur á suðvesturhornið um hádegisbil muni skapa vandræði. Stöð 2 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. Þetta sagði Einar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðvesturlandi vegna vestan hvassviðris og storms. „Það gengur nú á með dimmum hryðjum núna til hádegis. Það er ansi blint í þessum hryðjum, en það er þó ekki byrjaður skafrenningur af neinu ráði. Síðan kemur þessi vestanátt og það er að gerast á Suðurnesjum um hádegi, rétt fyrir hádegi. Svo brestur hann á á höfuðborgarsvæðinu sennilega milli 13 og 14, eitthvað svoleiðis. Þetta versta stendur yfir í um þrjár klukkustundir. Við skulum hafa það í huga að fönnin, hún byrjar að rjúka og lyftast í 10 til 12 metrum á sekúndu, sem er vindurinn í hryðjunum núna. Við 15 metra á sekúndu er skyggni orðið mjög slæmt. Og við erum að tala um að það verði 15 til 20 og jafnvel 22,“ segir Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Einar segir að vanalega hefðum ekkert voðalega miklar áhyggjur af svona veðri, svona skoti, ef þetta væri að hausti eða vori. Nú sé hins vegar laus snjór yfir og skafrenningur. „Það er hætt við því að þegar svona er á virkum degi, um miðjan dag, að það verði mikil vandræði. Bílar fastir út um allt.“ Einar segir að óveðrið muni ekki standa það lengi, þannig að hægt ætti að vera hægt að sitja þetta af sér. Veður Reykjavík Færð á vegum Bítið Tengdar fréttir Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11 Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Þetta sagði Einar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðvesturlandi vegna vestan hvassviðris og storms. „Það gengur nú á með dimmum hryðjum núna til hádegis. Það er ansi blint í þessum hryðjum, en það er þó ekki byrjaður skafrenningur af neinu ráði. Síðan kemur þessi vestanátt og það er að gerast á Suðurnesjum um hádegi, rétt fyrir hádegi. Svo brestur hann á á höfuðborgarsvæðinu sennilega milli 13 og 14, eitthvað svoleiðis. Þetta versta stendur yfir í um þrjár klukkustundir. Við skulum hafa það í huga að fönnin, hún byrjar að rjúka og lyftast í 10 til 12 metrum á sekúndu, sem er vindurinn í hryðjunum núna. Við 15 metra á sekúndu er skyggni orðið mjög slæmt. Og við erum að tala um að það verði 15 til 20 og jafnvel 22,“ segir Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Einar segir að vanalega hefðum ekkert voðalega miklar áhyggjur af svona veðri, svona skoti, ef þetta væri að hausti eða vori. Nú sé hins vegar laus snjór yfir og skafrenningur. „Það er hætt við því að þegar svona er á virkum degi, um miðjan dag, að það verði mikil vandræði. Bílar fastir út um allt.“ Einar segir að óveðrið muni ekki standa það lengi, þannig að hægt ætti að vera hægt að sitja þetta af sér.
Veður Reykjavík Færð á vegum Bítið Tengdar fréttir Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11 Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11
Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24