Fékk flogakast vegna streitu og álags Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 20:00 Eggert Sólberg Jónsson og Þuríður Gísladóttir stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í Grindavík í dag. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. Álagið síðustu mánuði sé búið að vera gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Ung hjón úr Grindavík segja erfitt að taka ákvörðun um að selja ríkinu glænýtt hús sitt í bænum. Það sé útilokað að finna sambærilega eign í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyrir verðið sem þau fá fyrir húsið. Þau segja að álagið undanfarna mánuði hafi tekið mikinn toll af þeim og vonast til að geta snúið einhvern tíma aftur heim. Íbúar Grindavíkur fengu að sækja búslóðir sínar í bæinn í dag. Fréttastofa hitti þau Eggert Sólberg Jónsson og Þuríði Gísladóttur sem stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í bænum. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. „Við erum búin að taka flesta stóru hlutina og það sem við notum dags daglega en annars er húsið okkar núna meira notað sem geymsla. Við höfum fengið að koma tvisvar áður og þá var það mikið stress en það rólegra yfir þessu hjá okkur núna,“ sagði Eggert í dag. Eggert Sólberg Jónsson segir erfitt að kveðja hús sitt í Grindavík og framtíðina óráðna eins og er. Vísir/Vilhelm Þuríður segir erfitt að þurfa að kveðja en þau hafi að mestu innréttað húsið sjálf og lagt allt sitt í það. „Við innréttuðum þetta eins og við vildum og hentaði okkar fjölskyldustærð. Það er náttúrulega mjög sárt að þurfa að fara en það er ekkert annað í stöðunni nú,“ segir hún. Erfitt að ákveða að selja húsið Rúmlega þrjú hundruð manns hafa sent umsagnir um lagafrumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en umsagnarfrestur rennur út í dag. Þau segja erfitt að taka tilboði ríkisstjórnarinnar. „Það er rosalega erfið ákvörðun að taka að selja húsið sitt. Við vitum ekkert hvert við eigum að fara eða hvað verður þannig að við verðum að bíða aðeins og sjá. Þetta gerist svo hratt. Ein erfiðasta spurningin sem Grindvíkingar standa núna frammi fyrir er spurningin um hvar eigi að búa næst. Við erum þó að reyna að máta okkur inn í hin ýmsu hverfi,“ segir Eggert. gjall frá eldgosinu í síðustu viku sem þau týndu úr garðinum.Vísir/Vilhelm „Við höfum mest verið að skoða húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þú færð náttúrulega ekkert svona hús fyrir brunabótamatið hér. En ég veit ekki hvað gerist næst. Við flökkum fram og til baka,“ segir Þuríður. Veiktist vegna álags Þuríður segir að álagið undanfarið hafi tekið toll af heilsu hennar. Maður heldur að maður sé óstöðvandi og geti allt og ég ætlaði að vera svo dugleg. En svo fékk ég flogakast í fyrsta skipti sem er rakið til streitu og álags vegna atburðanna undanfarið og ég þurfti að taka mér tveggja vikna frí frá vinnu og síðasti dagurinn er í dag,“ segir Þuríður sem hefur starfað sem kennari í Grindavík. „Þetta hefur heldur betur tekið á. Það er eins manni sé hent inn í þvottavél og maður bara hringsnýst í þessu ástandi,“ segir Eggert. Þau eru þó ekki búin að gefa upp vonina um að þau geti snúið aftur. „Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Íbúar Grindavíkur fengu að sækja búslóðir sínar í bæinn í dag. Fréttastofa hitti þau Eggert Sólberg Jónsson og Þuríði Gísladóttur sem stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í bænum. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. „Við erum búin að taka flesta stóru hlutina og það sem við notum dags daglega en annars er húsið okkar núna meira notað sem geymsla. Við höfum fengið að koma tvisvar áður og þá var það mikið stress en það rólegra yfir þessu hjá okkur núna,“ sagði Eggert í dag. Eggert Sólberg Jónsson segir erfitt að kveðja hús sitt í Grindavík og framtíðina óráðna eins og er. Vísir/Vilhelm Þuríður segir erfitt að þurfa að kveðja en þau hafi að mestu innréttað húsið sjálf og lagt allt sitt í það. „Við innréttuðum þetta eins og við vildum og hentaði okkar fjölskyldustærð. Það er náttúrulega mjög sárt að þurfa að fara en það er ekkert annað í stöðunni nú,“ segir hún. Erfitt að ákveða að selja húsið Rúmlega þrjú hundruð manns hafa sent umsagnir um lagafrumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en umsagnarfrestur rennur út í dag. Þau segja erfitt að taka tilboði ríkisstjórnarinnar. „Það er rosalega erfið ákvörðun að taka að selja húsið sitt. Við vitum ekkert hvert við eigum að fara eða hvað verður þannig að við verðum að bíða aðeins og sjá. Þetta gerist svo hratt. Ein erfiðasta spurningin sem Grindvíkingar standa núna frammi fyrir er spurningin um hvar eigi að búa næst. Við erum þó að reyna að máta okkur inn í hin ýmsu hverfi,“ segir Eggert. gjall frá eldgosinu í síðustu viku sem þau týndu úr garðinum.Vísir/Vilhelm „Við höfum mest verið að skoða húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þú færð náttúrulega ekkert svona hús fyrir brunabótamatið hér. En ég veit ekki hvað gerist næst. Við flökkum fram og til baka,“ segir Þuríður. Veiktist vegna álags Þuríður segir að álagið undanfarið hafi tekið toll af heilsu hennar. Maður heldur að maður sé óstöðvandi og geti allt og ég ætlaði að vera svo dugleg. En svo fékk ég flogakast í fyrsta skipti sem er rakið til streitu og álags vegna atburðanna undanfarið og ég þurfti að taka mér tveggja vikna frí frá vinnu og síðasti dagurinn er í dag,“ segir Þuríður sem hefur starfað sem kennari í Grindavík. „Þetta hefur heldur betur tekið á. Það er eins manni sé hent inn í þvottavél og maður bara hringsnýst í þessu ástandi,“ segir Eggert. Þau eru þó ekki búin að gefa upp vonina um að þau geti snúið aftur. „Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum.
„Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira