Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. febrúar 2024 17:52 Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs í Grindavík. Vísir/Arnar Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis segir að um sé að ræða 22 starfsmenn, en þar af búi einungis sex í Grindavík. „Það er ekki verið að segja fólkinu upp, en maður getur lítil svör gefið til fólksins um hvað gerist næst,“ segir Guðmundur. Hann segist bíða svara um hvað verði gert, hvort að Grindavík verði áfram starfrækt sem iðnaðarsvæði. Fyrirtæki í Grindavík sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem því var haldið fram að fyrirtækin væru komin að þolmörkum og að mikilvægt væri að bæinn fyrir aukinni starfsemi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru 3500 manns sem búa í Grindavík, og það hefur verið mikil áhersla á að koma þeim í skjól og finna lausn á íbúðamálum þeirra. En á móti kemur að það eru líka 144 fyrirtæki í Grindavík í rekstri, og það hefur verið minna um upplýsingar til þeirra og aðgengi. Og mér hefur persónulega fundist ábótavant hvernig aðgenginu hefur verið stýrt,“ segir Guðmundur, sem tók þó fram að endalaust megi gagnrýna, en aðalatrið sé hvernig tekið verði á málum í framtíðinni. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru mínir meðeigendur, erlendir fjárfestar, þeir vilja flytja frá Grindavík þar sem óvissan er mikil. Þeir skilja kannski ekki eldgos og jarðskjálfta,“ segir Guðmundur sem útskýrir að hann hafi sjálfur talað fyrir samfélagslegri ábyrgð. „Auðvitað er framtíðin óviss, en það er hægt að ganga frá þessu þannig að fyrirtæki getið farið inn með sínar öryggisráðstafanir og unnið á svæðinu.“ segir hann og kallar eftir niðurstöðu í málinu. „Það vantar bara niðurstöðu. Það er ekki verið að fylgja henni eftir, en við heyrum lítið. Það er ekki hægt að ná í nokkurn mann, og það er engin með frumkvæði fyrir fyrirtækin nema þau sjálf.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis segir að um sé að ræða 22 starfsmenn, en þar af búi einungis sex í Grindavík. „Það er ekki verið að segja fólkinu upp, en maður getur lítil svör gefið til fólksins um hvað gerist næst,“ segir Guðmundur. Hann segist bíða svara um hvað verði gert, hvort að Grindavík verði áfram starfrækt sem iðnaðarsvæði. Fyrirtæki í Grindavík sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem því var haldið fram að fyrirtækin væru komin að þolmörkum og að mikilvægt væri að bæinn fyrir aukinni starfsemi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru 3500 manns sem búa í Grindavík, og það hefur verið mikil áhersla á að koma þeim í skjól og finna lausn á íbúðamálum þeirra. En á móti kemur að það eru líka 144 fyrirtæki í Grindavík í rekstri, og það hefur verið minna um upplýsingar til þeirra og aðgengi. Og mér hefur persónulega fundist ábótavant hvernig aðgenginu hefur verið stýrt,“ segir Guðmundur, sem tók þó fram að endalaust megi gagnrýna, en aðalatrið sé hvernig tekið verði á málum í framtíðinni. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru mínir meðeigendur, erlendir fjárfestar, þeir vilja flytja frá Grindavík þar sem óvissan er mikil. Þeir skilja kannski ekki eldgos og jarðskjálfta,“ segir Guðmundur sem útskýrir að hann hafi sjálfur talað fyrir samfélagslegri ábyrgð. „Auðvitað er framtíðin óviss, en það er hægt að ganga frá þessu þannig að fyrirtæki getið farið inn með sínar öryggisráðstafanir og unnið á svæðinu.“ segir hann og kallar eftir niðurstöðu í málinu. „Það vantar bara niðurstöðu. Það er ekki verið að fylgja henni eftir, en við heyrum lítið. Það er ekki hægt að ná í nokkurn mann, og það er engin með frumkvæði fyrir fyrirtækin nema þau sjálf.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira