Hefja uppbyggingu náttúrubaða við upphaf Gullna hringsins Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2024 23:10 Gönguleiðin í Reykjadal Hveragerði Hveragerðisbær og Reykjadalsfélagið hafa náð samningi um uppbyggingu á Árhólmasvæðinu í Hveragerði. Samningurinn felur í sér kaup Reykjadalsfélagsins á byggingarrétti og úthlutun lóða. Árhólmasvæðið liggur við rætur Reykjadalsins. Í tilkynningu um samninginn er fullyrt að á svæðið sæki hundruð þúsunda manna á ári hverju. Fyrsti áfangi uppbyggingarinnar mun felast í uppbyggingu náttúrubaða sem hafa fengið nafnið Reykjaböðin. Fram kemur að verkefnið sæe fullfjármagnað og framkvæmdir hafnar. „Árhólmar henta einstaklega vel fyrir baðstarfsemi en mikill jarðhiti er á svæðinu ásamt góðu aðgengi að heitu vatni og hefur verið ánægjulegt að vinna með Veitum að góðum lausnum á því sviði. Náttúrfegurð er mikil á svæðinu og staðsetningin er líka frábær þar sem hún stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins ásamt góðu aðgengi fyrir gesti og heimafólk,“ segir í tilkynningunni. „Upplifun gesta verður í fyrirrúmi og náttúran í nágrenninu þar sem hverir bubbla og reykur stígur upp úr jörðinni allt um kring. Náttúruleg efni verða í forgrunni við byggingu baðanna og markmið að skapa kósý stemningu fyrir gesti á öllum árstíðum. Baðlónið mun bjóða uppá fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi og verður gaman að kynna frekar þegar fram líða stundir.“ Hugmyndir að uppbyggingu og starfsemi svæðisins.Hveragerði Reykjadalsfélagið er fyrir með starfsemi á Árhólmasvæðinu. Árið 2021 opnaði Reykjadalsskálinn sem þjónustar veitingar, verslun og salerni og sinnir upplýsingagjöf. Á svæðinu er einnig starfrækt afþreyingarstarfsemi, en nýverið opnaði ein lengsta sviflína í Evrópu. Staðsetning Árhólma / Reykjadals og ökuleið frá Gróðurhúsinu í HveragerðiHveragerði Í tilkynningunni segir að um sé að ræða stórt skref í uppbyggingu Hveragerðisbæjar. „Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með uppbyggingu Reykjadalsfélagsins í Hveragerði á undanförnum árum. Við erum ánægð með þennan stóra samning sem verður mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, atvinnulífið og samfélagið í bænum,“ er haft eftir Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, formanni bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Árhólmasvæðið liggur við rætur Reykjadalsins. Í tilkynningu um samninginn er fullyrt að á svæðið sæki hundruð þúsunda manna á ári hverju. Fyrsti áfangi uppbyggingarinnar mun felast í uppbyggingu náttúrubaða sem hafa fengið nafnið Reykjaböðin. Fram kemur að verkefnið sæe fullfjármagnað og framkvæmdir hafnar. „Árhólmar henta einstaklega vel fyrir baðstarfsemi en mikill jarðhiti er á svæðinu ásamt góðu aðgengi að heitu vatni og hefur verið ánægjulegt að vinna með Veitum að góðum lausnum á því sviði. Náttúrfegurð er mikil á svæðinu og staðsetningin er líka frábær þar sem hún stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins ásamt góðu aðgengi fyrir gesti og heimafólk,“ segir í tilkynningunni. „Upplifun gesta verður í fyrirrúmi og náttúran í nágrenninu þar sem hverir bubbla og reykur stígur upp úr jörðinni allt um kring. Náttúruleg efni verða í forgrunni við byggingu baðanna og markmið að skapa kósý stemningu fyrir gesti á öllum árstíðum. Baðlónið mun bjóða uppá fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi og verður gaman að kynna frekar þegar fram líða stundir.“ Hugmyndir að uppbyggingu og starfsemi svæðisins.Hveragerði Reykjadalsfélagið er fyrir með starfsemi á Árhólmasvæðinu. Árið 2021 opnaði Reykjadalsskálinn sem þjónustar veitingar, verslun og salerni og sinnir upplýsingagjöf. Á svæðinu er einnig starfrækt afþreyingarstarfsemi, en nýverið opnaði ein lengsta sviflína í Evrópu. Staðsetning Árhólma / Reykjadals og ökuleið frá Gróðurhúsinu í HveragerðiHveragerði Í tilkynningunni segir að um sé að ræða stórt skref í uppbyggingu Hveragerðisbæjar. „Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með uppbyggingu Reykjadalsfélagsins í Hveragerði á undanförnum árum. Við erum ánægð með þennan stóra samning sem verður mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, atvinnulífið og samfélagið í bænum,“ er haft eftir Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, formanni bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira