Gullregnið í Osló er besti árangur Íslands frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 12:01 Norðurlandameistarar kvenna í liðakeppni 2024 koma frá Íslandi. Frá vinstri: Margrét Lea Kristinsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Freyja Hannesdóttir. FSÍ Íslenska landsliðsfólkið í fimleikum skrifaði nýjan kafla í fimleikasögu landsins á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í Osló um helgina. Þrír Íslendingar urðu Norðurlandameistarar í einstaklingsflokki eða þau Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson. Alls vann Ísland sex gullverðlaun á mótinu sem er besti árangur Íslands frá upphafi. Öll íslensku liðin höfðu unnið til verðlauna í liðakeppninni á laugardaginn. Konurnar urðu Norðurlandsmeistarar og karlalandsliðið vann brons. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið vinnur verðlaun á Norðurlandamóti. Bæði lið Íslands í unglingaflokki á NM í Osló unnu einnig til verðlauna, stúlknaliðið varð í öðru sæti og drengjaliðið í þriðja sæti. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð fjórfaldur meistari um helgina. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut á laugardaginn og vann þá einnig gull í liðakeppninni með íslenska kvennalandsliðinu. Hinar í gullliðinu voru þær Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Ísland hafði ekki unnið Norðurlandatitil í fjölþraut síðan árið 2006 þegar að Sif Pálsdóttir vann titilinn á heimavelli. Þetta var einnig í annað skiptið í sögunni sem liðið okkar vinnur liðakeppnina, en það var einnig á heimavelli árið 2016. Hildur Maja fylgdi þessu síðan eftir með því að verða Norðurlandameistari bæði í á stökki og á jafnvægisslá í gær. Hún bætti síðan fimmtu verðlaununum sínum við þegar hún krækti í silfur á síðasta áhaldi dagsins, gólfi. Þar átti Ísland einnig Norðurlandsmeistara því Thelma Aðalsteinsdóttir vann gull á gólfi. Thelma varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut og vann silfur í fjölþraut á þessu Norðurlandamóti. Thelma hafði orðið Norðurlandsmeistari á jafnvægisslá árið 2022. Thelma keppti einnig til úrslita á tvíslá og jafnvægisslá, en hún er einmitt ríkjandi Norður- Evrópumeistari á tvíslá og var efst inn í úrslitin. Í gær framkvæmdi hún nýja æfingu, sem vonandi mun verða nefnd eftir henni, framkvæmi hún æfinguna á Evrópumóti í vor. Örlítið hik eftir þessa erfiðu nýju æfingu, kostuðu Thelmu gullið en á sama tíma var reynslan gríðarlega dýrmæt. Valgarð Reinhardsson varð Norðurlandameistari á gólfi. Hann var þó hvergi nærri hættur, en hann keppti til úrslita á fjórum áhöldum af sex og varð í öðru sæti á svifrá og þriðja sæti á tvíslá. Samtals þrenn verðlaun, eitt af hverjum lit. Martin Bjarni Guðmundsson vann til silfurverðlauna og var svo hársbreidd frá verðlaunapallinum á svifrá. Þessi magnaða frammistaða íslensku keppendanna vekur eftirvæntingu og spennu nú þegar stutt er í Evrópumót en Ísland sendir lið til þátttöku bæði í karla og kvennaflokki. Fimleikar Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Þrír Íslendingar urðu Norðurlandameistarar í einstaklingsflokki eða þau Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson. Alls vann Ísland sex gullverðlaun á mótinu sem er besti árangur Íslands frá upphafi. Öll íslensku liðin höfðu unnið til verðlauna í liðakeppninni á laugardaginn. Konurnar urðu Norðurlandsmeistarar og karlalandsliðið vann brons. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið vinnur verðlaun á Norðurlandamóti. Bæði lið Íslands í unglingaflokki á NM í Osló unnu einnig til verðlauna, stúlknaliðið varð í öðru sæti og drengjaliðið í þriðja sæti. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð fjórfaldur meistari um helgina. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut á laugardaginn og vann þá einnig gull í liðakeppninni með íslenska kvennalandsliðinu. Hinar í gullliðinu voru þær Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Ísland hafði ekki unnið Norðurlandatitil í fjölþraut síðan árið 2006 þegar að Sif Pálsdóttir vann titilinn á heimavelli. Þetta var einnig í annað skiptið í sögunni sem liðið okkar vinnur liðakeppnina, en það var einnig á heimavelli árið 2016. Hildur Maja fylgdi þessu síðan eftir með því að verða Norðurlandameistari bæði í á stökki og á jafnvægisslá í gær. Hún bætti síðan fimmtu verðlaununum sínum við þegar hún krækti í silfur á síðasta áhaldi dagsins, gólfi. Þar átti Ísland einnig Norðurlandsmeistara því Thelma Aðalsteinsdóttir vann gull á gólfi. Thelma varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut og vann silfur í fjölþraut á þessu Norðurlandamóti. Thelma hafði orðið Norðurlandsmeistari á jafnvægisslá árið 2022. Thelma keppti einnig til úrslita á tvíslá og jafnvægisslá, en hún er einmitt ríkjandi Norður- Evrópumeistari á tvíslá og var efst inn í úrslitin. Í gær framkvæmdi hún nýja æfingu, sem vonandi mun verða nefnd eftir henni, framkvæmi hún æfinguna á Evrópumóti í vor. Örlítið hik eftir þessa erfiðu nýju æfingu, kostuðu Thelmu gullið en á sama tíma var reynslan gríðarlega dýrmæt. Valgarð Reinhardsson varð Norðurlandameistari á gólfi. Hann var þó hvergi nærri hættur, en hann keppti til úrslita á fjórum áhöldum af sex og varð í öðru sæti á svifrá og þriðja sæti á tvíslá. Samtals þrenn verðlaun, eitt af hverjum lit. Martin Bjarni Guðmundsson vann til silfurverðlauna og var svo hársbreidd frá verðlaunapallinum á svifrá. Þessi magnaða frammistaða íslensku keppendanna vekur eftirvæntingu og spennu nú þegar stutt er í Evrópumót en Ísland sendir lið til þátttöku bæði í karla og kvennaflokki.
Fimleikar Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira