„Vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2024 16:30 Viðar Örn ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár. Vísir/Sigurjón Höttur leikur í kvöld sinn fyrsta leik í úrslitakeppni í efstu deild karla í körfubolta. Það snýst allt um einvígið við Val á Egilsstöðum og þjálfari liðsins segist vera spenntur fyrir rimmunni. Höttur komst á dögunum í úrslitakeppnina í Subway-deild karla en liðið endaði í 8. sætinu eftir deildarkeppnina. Liðið mætir því deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 20:15. Ætlar að hrista upp í hlutunum Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari liðsins og hann ætlar sér að hrista upp í úrslitakeppninni. „Það er mikil eftirvænting og spenna fyrir því að þetta byrji. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að stefna á í lengri tíma og við erum lítill klúbbur að koma inn í þessa úrslitakeppni og við ætlum okkur að hrista upp í þessu og hafa þetta spennandi,“ segir Viðar Örn og heldur áfram. Hann segist ekki vera hræddur við spennufall hjá sínum leikmönnum, að komast loks í úrslitakeppnina. „Maður veit ekkert hvernig þetta verður. Við reyndar mættum Val í undanúrslitum í bikar í fyrra og þá var eitthvað svona hrun en við tökum bara á því sem hent er í okkur.“ Sameinað Austurland Viðar segir að eftirvæntingin fyrir leiknum og einvíginu sé mikil fyrir austan. „Ég held að við séum að ná að kveikja enn meiri áhuga og það er eftirvænting eftir þessu og við vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur og við náum að gera eitthvað gott fyrir samfélagið fyrir austan.“ Aðeins einu sinni í sögu úrslitakeppninnar hefur liðið í áttunda sæti slegið út deildarmeistarana og gerðist það árið 1998 þegar ÍA sló út Grindavík. Sagan er því ekki með Hetti fyrir einvígið. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hefja úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport klukkan 19:30. Subway-deild karla Höttur Valur Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Höttur komst á dögunum í úrslitakeppnina í Subway-deild karla en liðið endaði í 8. sætinu eftir deildarkeppnina. Liðið mætir því deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 20:15. Ætlar að hrista upp í hlutunum Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari liðsins og hann ætlar sér að hrista upp í úrslitakeppninni. „Það er mikil eftirvænting og spenna fyrir því að þetta byrji. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að stefna á í lengri tíma og við erum lítill klúbbur að koma inn í þessa úrslitakeppni og við ætlum okkur að hrista upp í þessu og hafa þetta spennandi,“ segir Viðar Örn og heldur áfram. Hann segist ekki vera hræddur við spennufall hjá sínum leikmönnum, að komast loks í úrslitakeppnina. „Maður veit ekkert hvernig þetta verður. Við reyndar mættum Val í undanúrslitum í bikar í fyrra og þá var eitthvað svona hrun en við tökum bara á því sem hent er í okkur.“ Sameinað Austurland Viðar segir að eftirvæntingin fyrir leiknum og einvíginu sé mikil fyrir austan. „Ég held að við séum að ná að kveikja enn meiri áhuga og það er eftirvænting eftir þessu og við vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur og við náum að gera eitthvað gott fyrir samfélagið fyrir austan.“ Aðeins einu sinni í sögu úrslitakeppninnar hefur liðið í áttunda sæti slegið út deildarmeistarana og gerðist það árið 1998 þegar ÍA sló út Grindavík. Sagan er því ekki með Hetti fyrir einvígið. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hefja úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport klukkan 19:30.
Subway-deild karla Höttur Valur Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira