Reynslunni ríkari og opnar Wilson‘s Pizza á ný Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 14:19 Vilhelm Einarsson er stofnandi Wilson‘s Pizza. Aðsend Wilson‘s Pizza mun opna aftur á Íslandi á morgun eftir níu ára fjarveru á markaði. Staðurinn verður staðsettur í Minigarðinum í Skútuvogi í Reykjavík. Greint er frá tíðindunum í tilkynningu þar sem fram kemur að Wilson's Pizza hafi fyrst opnað í Gnoðarvogi í Reykjavík þann 13. maí 2005. Stofnandinn hafi verið tvítugur bakarasonur frá Akureyri, Vilhelm Einarsson. „Nafnið Wilsons´s Pizza var engin tilviljun, enda var hann Vilhelm alltaf kallaður Wilson og er það enn. Stöðunum fjölgaði ört og árið 2013 voru fimm Wilson’s Pizza staðir á höfuðborgarsvæðinu. Eitt af aðalsmerkjum Wilson’s Pizza var lágt verð og litla akureyrska Pepperoníið sem umheimurinn þekkir sem Chicago Pepperoni. Brauðstangir Wilson’s Pizza eru án efa einnig eitt af aðalsmerkjum vörumerkisins og ekki má gleyma Wilson’s sósunni,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Vilhelm að hann hafi ekki verið viss um að það væri góð hugmynd að fara aftur í að opna Wilson´s Pizza. „En meðeigendur mínir í Minigarðinum voru alveg sannfærðir um að það væri tækifæri í að endurvekja Wilson‘s“, segir Vilhelm. „Það eru blendnar tilfinningar sem tengjast þessum tíma. Ég var ungur þegar ég stofnaði Wilson‘s, ekki nema 20 ára og fór alveg framúr mér í fjölgun staða sem varð staðnum að falli á sínum tíma. Um leið og ég elska þennan tíma, þá var þetta mjög erfiður tími að þurfa að loka stöðunum sem ég hafði gefið allt mitt og allan minn tíma“, bætir Vilhelm við en er þó mjög spenntur fyrir opnuninni og viðtökum fólks. „Í dag eru allt aðrar aðstæður í mínu lífi, ég er reynslunni ríkari og veit mun betur hvað ég er að fara útí. Ég hef fengið virkilega skemmtileg viðbrögð hjá þeim sem hafa heyrt af þessum áformum og ekki laust við að það sé smá fiðringur í maganum.“ segir Vilhelm. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Greint er frá tíðindunum í tilkynningu þar sem fram kemur að Wilson's Pizza hafi fyrst opnað í Gnoðarvogi í Reykjavík þann 13. maí 2005. Stofnandinn hafi verið tvítugur bakarasonur frá Akureyri, Vilhelm Einarsson. „Nafnið Wilsons´s Pizza var engin tilviljun, enda var hann Vilhelm alltaf kallaður Wilson og er það enn. Stöðunum fjölgaði ört og árið 2013 voru fimm Wilson’s Pizza staðir á höfuðborgarsvæðinu. Eitt af aðalsmerkjum Wilson’s Pizza var lágt verð og litla akureyrska Pepperoníið sem umheimurinn þekkir sem Chicago Pepperoni. Brauðstangir Wilson’s Pizza eru án efa einnig eitt af aðalsmerkjum vörumerkisins og ekki má gleyma Wilson’s sósunni,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Vilhelm að hann hafi ekki verið viss um að það væri góð hugmynd að fara aftur í að opna Wilson´s Pizza. „En meðeigendur mínir í Minigarðinum voru alveg sannfærðir um að það væri tækifæri í að endurvekja Wilson‘s“, segir Vilhelm. „Það eru blendnar tilfinningar sem tengjast þessum tíma. Ég var ungur þegar ég stofnaði Wilson‘s, ekki nema 20 ára og fór alveg framúr mér í fjölgun staða sem varð staðnum að falli á sínum tíma. Um leið og ég elska þennan tíma, þá var þetta mjög erfiður tími að þurfa að loka stöðunum sem ég hafði gefið allt mitt og allan minn tíma“, bætir Vilhelm við en er þó mjög spenntur fyrir opnuninni og viðtökum fólks. „Í dag eru allt aðrar aðstæður í mínu lífi, ég er reynslunni ríkari og veit mun betur hvað ég er að fara útí. Ég hef fengið virkilega skemmtileg viðbrögð hjá þeim sem hafa heyrt af þessum áformum og ekki laust við að það sé smá fiðringur í maganum.“ segir Vilhelm.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira