Líklegt að það styttist í brotmörk Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 20:46 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir kviku streyma djúpt að neðan. Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Vísir/Steingrímur Dúi „Núna í nokkrar vikur eftir að þetta gos hófst hefur kvikan dreifst. Hluti fer upp í gosið og hluti fer í geymslusvæði, kvikuhólfið undir Svartsengi. Kannski á fimm kílómetra dýpi. Sem þýðir að það er þröng leiðin upp og nú er búið að safnast álíka mikið niðri og fyrir þessi gos sem við höfum fengið. Það þýðir að það er líklegt að þetta komi að fara að brotmörkum og þá fáum við nýjan púls í þetta gos,“ segir Magnús Tumi. Klippa: Óvissa við Grindavík Ekki endilega þýði það nýtt gos heldur að það sem er í gangi eflist eða sprungan lengist. „Segjum að sprungan opnist aftur eða opnist ný sprunga sem er nokkurn vegin sama sprungan, ef það gerist hratt fer þetta beint upp og þá kemur það upp þarna þar sem byrjunin hefur verið á hinum gosunum. Norðar heldur en gýs núna. Við getum ekki útilokað, þó það sé ólíklegt, að þetta fari sunnar. Þá þarf kvikan að fara upp og troða sér til hliðar. Þá er mjög líklegt að það taki lengri tíma. Hvort heldur sem er, ef það fer af stað nýtt kvikuhlaup þá þarf að bregðast hratt við og rýma Grindavík,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá hvernig hrauntungan rennur niður varnargarðinn.Vísir/Steingrímur Dúi Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður var stödd á Reykjanesskaganum í dag á svæðinu þar sem hrauntungan fór að renna yfir varnargarðinn. Hún ræddi við Atla Gunnarsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum um stöðuna. „Við erum með aukið viðbragð og eftirlit í Grindavík og erum að fylgjast betur með þeim stöðum sem við teljum okkur þurfa að vera á. Hérna og þar sem fólkið er að fara upp að gosinu, aðallega til að koma í veg fyrir það,“ segir Atli. Atli Gunnarsson er varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Steingrímur Dúi Hafið þið þurft að bægja fólki eitthvað frá í dag? „Já, það er búið að koma fyrir. Að við þurfum að biðja fólk um að snúa við. Fólk er forvitið, eðlilega, en þetta er ekki öruggt svæði til að vera á akkúrat núna. Þess vegna er þetta bannsvæði og við viljum ekki að fólk fari hingað. Það er ekki öruggt, það er sprungið svæði hér í kring. Og eins og þeir hjá Veðurstofunni hafa sagt, þetta getur komið upp alls staðar,“ segir Atli. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir kviku streyma djúpt að neðan. Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Vísir/Steingrímur Dúi „Núna í nokkrar vikur eftir að þetta gos hófst hefur kvikan dreifst. Hluti fer upp í gosið og hluti fer í geymslusvæði, kvikuhólfið undir Svartsengi. Kannski á fimm kílómetra dýpi. Sem þýðir að það er þröng leiðin upp og nú er búið að safnast álíka mikið niðri og fyrir þessi gos sem við höfum fengið. Það þýðir að það er líklegt að þetta komi að fara að brotmörkum og þá fáum við nýjan púls í þetta gos,“ segir Magnús Tumi. Klippa: Óvissa við Grindavík Ekki endilega þýði það nýtt gos heldur að það sem er í gangi eflist eða sprungan lengist. „Segjum að sprungan opnist aftur eða opnist ný sprunga sem er nokkurn vegin sama sprungan, ef það gerist hratt fer þetta beint upp og þá kemur það upp þarna þar sem byrjunin hefur verið á hinum gosunum. Norðar heldur en gýs núna. Við getum ekki útilokað, þó það sé ólíklegt, að þetta fari sunnar. Þá þarf kvikan að fara upp og troða sér til hliðar. Þá er mjög líklegt að það taki lengri tíma. Hvort heldur sem er, ef það fer af stað nýtt kvikuhlaup þá þarf að bregðast hratt við og rýma Grindavík,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá hvernig hrauntungan rennur niður varnargarðinn.Vísir/Steingrímur Dúi Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður var stödd á Reykjanesskaganum í dag á svæðinu þar sem hrauntungan fór að renna yfir varnargarðinn. Hún ræddi við Atla Gunnarsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum um stöðuna. „Við erum með aukið viðbragð og eftirlit í Grindavík og erum að fylgjast betur með þeim stöðum sem við teljum okkur þurfa að vera á. Hérna og þar sem fólkið er að fara upp að gosinu, aðallega til að koma í veg fyrir það,“ segir Atli. Atli Gunnarsson er varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Steingrímur Dúi Hafið þið þurft að bægja fólki eitthvað frá í dag? „Já, það er búið að koma fyrir. Að við þurfum að biðja fólk um að snúa við. Fólk er forvitið, eðlilega, en þetta er ekki öruggt svæði til að vera á akkúrat núna. Þess vegna er þetta bannsvæði og við viljum ekki að fólk fari hingað. Það er ekki öruggt, það er sprungið svæði hér í kring. Og eins og þeir hjá Veðurstofunni hafa sagt, þetta getur komið upp alls staðar,“ segir Atli.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49
Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17