„Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. maí 2024 22:00 Hin palestínska Enas Dajani er nýútskrifuð úr kynja- og jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Málið sem er hið óhugnanlegasta, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Hin palestínska Enas Dajani sem er nýútskrifuð úr kynja- og jafnréttisfræði við Háskóla Íslands þekkir til málsins, og segir ljóst að fórnarlambið hafi verið beitt hræðilegu ofbeldi. Hún segir þó miður að athygli fjölmiðla virðist oft beinast fremur að uppruna meintra ofbeldismanna, heldur en því sem meira máli skipti. „Mikilvægast er að einbeita sér ekki að þjóðerni þeirra eða uppruna. Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að í fréttum var lögð áhersla á heiðursmorð og palestínskt þjóðerni þeirra,“ segir Enas, sem var nokkuð brugðið yfir fréttaflutningi af málinu. „Það sem mestu máli skiptir er hvað kom fyrir hana og hvernig konunni líður núna og hvernig hafa dætur hennar það,“ bætir hún við, en hún hafði í dag ekki náð að tala við fórnarlambið eftir að fréttir af málinu birtust í fjölmiðlum. „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri. Fordómum fylgir hatur, og auknu hatri fylgir aukið ofbeldi,“ segir Enas. Sjálfri þyki henni mikilvægt leggja áherslu á þolandann sem hafi mátt þola hrikalegt, frekar en það hvaðan meintir gerendur væru. „Við erum ekki að tala um konuna og það hvernig verður að bregðast við til að styðja þessa konu og dætur hennar. Við erum ekki að tala um ábyrgð. Það hefur verið greint frá því að þessir menn hafi ekki verið að beita þessu ofbeldi nýlega, heldur 2022 og 2023. Hvað gerðist og af hverju voru þeir ekki látnir sæta ábyrgð fyrr, hvert er hlutverk lögreglu? Þetta er á Íslandi svo þeir verða að fara að íslenskum lögum.“ Faraldur um allan heim Málið veki markar spurningar. Mestu máli skipti hlúið sé að fórnarlambinu og að þeir sem í hlut eigi svari fyrir sakir sínar. „Þegar svona ofbeldismál koma upp, vinnum við öll að því að binda enda á ofbeldi gegn konum, kynbundið ofbeldi og kvennamorð. Þetta er faraldur sem geisar um allan heim, ekki aðeins á Íslandi og ekki aðeins í Palestínu. Þetta tengist ekki endilega arabísku þjóðerni eða kynþætti,“ útskýrir Enas, sem óttast að slíkur málflutningur ýti undir fordóma. „Okkur mun aldrei takast að leysa það samfélagslega mein sem ofbeldi er með kynþáttahatri. Ef við ætlum að tala um þessi mál í samhengi við uppruna og þjóðerni, þá munum við aldrei leysa ofbeldisvandann heldur þvert á móti kynda undir öðru samfélagsmeini sem eru kynþáttafordómar. Það er bál sem við viljum ekki kveikja á Íslandi,“ segir Enas. „Þetta er til skammar.“ Almennt þurfi stjórnvöld, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim, að taka meira mark á konum sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi, hlusta og bregðast við. „Það er 2024 og við erum enn að tala um grundvallarréttindi fyrir konur,“ segir Enas. Hún hefur verið á Íslandi í um hálft ár, og í tengslum við nám sit segist hún hafa fengið góða innsýn í það starf og þann veruleika sem blasir við þeim samtökum og stofnunum sem vinna með konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og heyrt sögur þolenda. „Við vitum að ofbeldi gegn konum og kynbundið ofbeldi er til staðar á Íslandi og því er ekki aðeins beitt af Palestínumönnum eða öðrum útlendingum sem koma til Íslands. Því er líka beitt á Íslandi af Íslendingum. Og það er miður að það hafi ekki verið mögulegt að útrýma slíku ofbeldi hér á Íslandi sem er í fyrsta sæti í heiminum þegar það kemur að kynjajafnrétti.“ Kynþáttafordómar Kynferðisofbeldi Mannréttindi Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Málið sem er hið óhugnanlegasta, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Hin palestínska Enas Dajani sem er nýútskrifuð úr kynja- og jafnréttisfræði við Háskóla Íslands þekkir til málsins, og segir ljóst að fórnarlambið hafi verið beitt hræðilegu ofbeldi. Hún segir þó miður að athygli fjölmiðla virðist oft beinast fremur að uppruna meintra ofbeldismanna, heldur en því sem meira máli skipti. „Mikilvægast er að einbeita sér ekki að þjóðerni þeirra eða uppruna. Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að í fréttum var lögð áhersla á heiðursmorð og palestínskt þjóðerni þeirra,“ segir Enas, sem var nokkuð brugðið yfir fréttaflutningi af málinu. „Það sem mestu máli skiptir er hvað kom fyrir hana og hvernig konunni líður núna og hvernig hafa dætur hennar það,“ bætir hún við, en hún hafði í dag ekki náð að tala við fórnarlambið eftir að fréttir af málinu birtust í fjölmiðlum. „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri. Fordómum fylgir hatur, og auknu hatri fylgir aukið ofbeldi,“ segir Enas. Sjálfri þyki henni mikilvægt leggja áherslu á þolandann sem hafi mátt þola hrikalegt, frekar en það hvaðan meintir gerendur væru. „Við erum ekki að tala um konuna og það hvernig verður að bregðast við til að styðja þessa konu og dætur hennar. Við erum ekki að tala um ábyrgð. Það hefur verið greint frá því að þessir menn hafi ekki verið að beita þessu ofbeldi nýlega, heldur 2022 og 2023. Hvað gerðist og af hverju voru þeir ekki látnir sæta ábyrgð fyrr, hvert er hlutverk lögreglu? Þetta er á Íslandi svo þeir verða að fara að íslenskum lögum.“ Faraldur um allan heim Málið veki markar spurningar. Mestu máli skipti hlúið sé að fórnarlambinu og að þeir sem í hlut eigi svari fyrir sakir sínar. „Þegar svona ofbeldismál koma upp, vinnum við öll að því að binda enda á ofbeldi gegn konum, kynbundið ofbeldi og kvennamorð. Þetta er faraldur sem geisar um allan heim, ekki aðeins á Íslandi og ekki aðeins í Palestínu. Þetta tengist ekki endilega arabísku þjóðerni eða kynþætti,“ útskýrir Enas, sem óttast að slíkur málflutningur ýti undir fordóma. „Okkur mun aldrei takast að leysa það samfélagslega mein sem ofbeldi er með kynþáttahatri. Ef við ætlum að tala um þessi mál í samhengi við uppruna og þjóðerni, þá munum við aldrei leysa ofbeldisvandann heldur þvert á móti kynda undir öðru samfélagsmeini sem eru kynþáttafordómar. Það er bál sem við viljum ekki kveikja á Íslandi,“ segir Enas. „Þetta er til skammar.“ Almennt þurfi stjórnvöld, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim, að taka meira mark á konum sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi, hlusta og bregðast við. „Það er 2024 og við erum enn að tala um grundvallarréttindi fyrir konur,“ segir Enas. Hún hefur verið á Íslandi í um hálft ár, og í tengslum við nám sit segist hún hafa fengið góða innsýn í það starf og þann veruleika sem blasir við þeim samtökum og stofnunum sem vinna með konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og heyrt sögur þolenda. „Við vitum að ofbeldi gegn konum og kynbundið ofbeldi er til staðar á Íslandi og því er ekki aðeins beitt af Palestínumönnum eða öðrum útlendingum sem koma til Íslands. Því er líka beitt á Íslandi af Íslendingum. Og það er miður að það hafi ekki verið mögulegt að útrýma slíku ofbeldi hér á Íslandi sem er í fyrsta sæti í heiminum þegar það kemur að kynjajafnrétti.“
Kynþáttafordómar Kynferðisofbeldi Mannréttindi Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels