Sanna stefnir á þing Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 12:28 Sanna Magdalena Mörtudóttir hyggst bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum hljóti hún stuðnings félaga sinna í Sósíalistaflokknum. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hönd flokksins hljóti hún stuðning félaga sinna. Hún hefur setið í borgarstjórn síðan árið 2018 og var þá yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Hún hefur notið almennrar ánægju sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. Vongóð fyrir næstu kosningar „Ég hef fengið hvatningu frá félögum í að bjóða mig fram í þetta. Og ég hlusta á félaga,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Það er svo mikið óréttlæti í samfélaginu og misskiptingin er svo mikil að ég vil endilega gera allt sem ég get gert í minni hreyfingu til að byggja upp réttlátara samfélag,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn er ekki með mann inni á þingi eins og er en flokkurinn fékk aðeins 4,1% atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakannanna fengi flokkurinn þó mann inn á þing ef gengið væri til kosninga í dag og eru Sósíalistar vongóðir. Sanna tekur meðal annars fram að vinsældir Sósíalista séu vaxandi á yngsta kosningabæra aldursbilinu. Þörf á félagshyggju Sanna hefur notið almennrar ánægju borgarbúa sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. „Það er svo margt sem mann langar að ná í gegn. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna í nærumhverfi með borgarbúum. Það er mjög skemmtilegt að heyra beint frá fólki hvað þarf að laga í samfélaginu og mun halda því áfram sama á hvaða starfsvettvangi það verður nákvæmlega,“ segir Sanna um setu sína í borgarstjórn. Sanna segir þörf á meiri félagshyggju í samfélaginu og hyggst nýta sér vettvang sinn á Alþingi, hljóti hún kjör, í þágu þess. „Ég vil hlusta á fólk og leggja áherslu á það hvað það er sem við þurfum að breyta svo við getum byggt upp gott og réttlátt samfélag,“ segir Sanna. Alþingi Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Hún hefur setið í borgarstjórn síðan árið 2018 og var þá yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Hún hefur notið almennrar ánægju sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. Vongóð fyrir næstu kosningar „Ég hef fengið hvatningu frá félögum í að bjóða mig fram í þetta. Og ég hlusta á félaga,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Það er svo mikið óréttlæti í samfélaginu og misskiptingin er svo mikil að ég vil endilega gera allt sem ég get gert í minni hreyfingu til að byggja upp réttlátara samfélag,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn er ekki með mann inni á þingi eins og er en flokkurinn fékk aðeins 4,1% atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakannanna fengi flokkurinn þó mann inn á þing ef gengið væri til kosninga í dag og eru Sósíalistar vongóðir. Sanna tekur meðal annars fram að vinsældir Sósíalista séu vaxandi á yngsta kosningabæra aldursbilinu. Þörf á félagshyggju Sanna hefur notið almennrar ánægju borgarbúa sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. „Það er svo margt sem mann langar að ná í gegn. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna í nærumhverfi með borgarbúum. Það er mjög skemmtilegt að heyra beint frá fólki hvað þarf að laga í samfélaginu og mun halda því áfram sama á hvaða starfsvettvangi það verður nákvæmlega,“ segir Sanna um setu sína í borgarstjórn. Sanna segir þörf á meiri félagshyggju í samfélaginu og hyggst nýta sér vettvang sinn á Alþingi, hljóti hún kjör, í þágu þess. „Ég vil hlusta á fólk og leggja áherslu á það hvað það er sem við þurfum að breyta svo við getum byggt upp gott og réttlátt samfélag,“ segir Sanna.
Alþingi Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira