Þjófarnir hafi sýnt að þeir séu frambærilegir til vinnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2024 20:01 Friðþjófi er ekki sérlega skemmt yfir athæfi óboðinna næturgesta á byggingarsvæðinu. Vísir/Einar Verkstjóri á stóru byggingarsvæði segir þjófa, sem steli köplum í skjóli nætur, hafa lítið upp úr þjófnaðinum, en tjónið geti verið mikið fyrir verktaka og byggingaraðila. Hann segist tilbúinn að ræða við þjófana, og ráðleggur þeim að sækja um vinnu hjá honum. Þjófnaðarins varð vart í lok síðasta mánaðar, en verkstjóri hjá verktaka sem starfar á iðnaðarsvæðinu segir tjónið ekki aðeins felast í að kaupa nýja strengi og setja þá upp. „Eins líka vinnutapi, því hann átti að vera í vinnu. Hér er fullt að gera. Þetta er fljótt að hlaupa upp og svona tjón gæti mjög fljótt orðið, ja, við erum að tala eina, eina og hálfa, tvær milljónir á skömmum tíma,“ segir verkstjórinn Friðþjófur Friðþjófsson. Hann segir málið hreint ekkert einsdæmi. „Þetta er að gerast út um allan bæ, og þeir eru að verða kræfari og kræfari, þessir kallar sem vinna á nóttunni. Og þó við séum að reyna að verja okkur hérna á vinnusvæðunum með myndavélunum úti um allt, þá er einn og einn punktur sem við náum ekki. Það var akkúrat það sem gerðist hér hjá okkur.“ KLIPPA Nóg að gera og vitleysan bæti ekki úr skák Erfitt sé að bera kennsl á þjófana, og því erfitt fyrir lögreglu að aðhafast nokkuð. „Þetta er mjög pirrandi. Við höfum alveg nóg að gera, þó við þurfum ekki að standa í þessum vitleysisgangi,“ segir Friðþjófur, og er bersýnilega ekki skemmt. Þjófarnir fari síðan með kopar úr köplunum í málmendurvinnslustöðvar, en samkvæmt óformlegri verðkönnun fréttastofu fást rúmlega 500 krónur fyrir kílóið af kopar úr köplum í málmendurvinnslustöðvum. Því sé lítið upp úr þjófnaðinum að hafa. „Miðað við hvað þetta veldur okkur miklu veseni.“ Friðþjófur segir ekki gott að skjóta á hvað þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu, en það hafi ekki verið gott tímakaup. „Þetta er kannski fimmþúsundkall, eitthvað svoleiðis. Pylsa og kók.“ Greinilega góðir til vinnu Friðþjófur er þó með hugmynd fyrir þjófana, sem gæfi betur í aðra hönd en kaplaþjófnaður að næturlagi. „Það vantar alltaf menn til að vinna. Þeir eru búnir að sýna fram á að þeir eru mjög frambærilegir til vinnu, þannig að við skulum bara fá þá í rétta vinnu.“ Já, þú myndir taka fagnandi á móti þeim? „Allavega myndi ég tala við þá,“ segir Friðþjófur, nokkuð léttur. Reykjavík Lögreglumál Byggingariðnaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þjófnaðarins varð vart í lok síðasta mánaðar, en verkstjóri hjá verktaka sem starfar á iðnaðarsvæðinu segir tjónið ekki aðeins felast í að kaupa nýja strengi og setja þá upp. „Eins líka vinnutapi, því hann átti að vera í vinnu. Hér er fullt að gera. Þetta er fljótt að hlaupa upp og svona tjón gæti mjög fljótt orðið, ja, við erum að tala eina, eina og hálfa, tvær milljónir á skömmum tíma,“ segir verkstjórinn Friðþjófur Friðþjófsson. Hann segir málið hreint ekkert einsdæmi. „Þetta er að gerast út um allan bæ, og þeir eru að verða kræfari og kræfari, þessir kallar sem vinna á nóttunni. Og þó við séum að reyna að verja okkur hérna á vinnusvæðunum með myndavélunum úti um allt, þá er einn og einn punktur sem við náum ekki. Það var akkúrat það sem gerðist hér hjá okkur.“ KLIPPA Nóg að gera og vitleysan bæti ekki úr skák Erfitt sé að bera kennsl á þjófana, og því erfitt fyrir lögreglu að aðhafast nokkuð. „Þetta er mjög pirrandi. Við höfum alveg nóg að gera, þó við þurfum ekki að standa í þessum vitleysisgangi,“ segir Friðþjófur, og er bersýnilega ekki skemmt. Þjófarnir fari síðan með kopar úr köplunum í málmendurvinnslustöðvar, en samkvæmt óformlegri verðkönnun fréttastofu fást rúmlega 500 krónur fyrir kílóið af kopar úr köplum í málmendurvinnslustöðvum. Því sé lítið upp úr þjófnaðinum að hafa. „Miðað við hvað þetta veldur okkur miklu veseni.“ Friðþjófur segir ekki gott að skjóta á hvað þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu, en það hafi ekki verið gott tímakaup. „Þetta er kannski fimmþúsundkall, eitthvað svoleiðis. Pylsa og kók.“ Greinilega góðir til vinnu Friðþjófur er þó með hugmynd fyrir þjófana, sem gæfi betur í aðra hönd en kaplaþjófnaður að næturlagi. „Það vantar alltaf menn til að vinna. Þeir eru búnir að sýna fram á að þeir eru mjög frambærilegir til vinnu, þannig að við skulum bara fá þá í rétta vinnu.“ Já, þú myndir taka fagnandi á móti þeim? „Allavega myndi ég tala við þá,“ segir Friðþjófur, nokkuð léttur.
Reykjavík Lögreglumál Byggingariðnaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira