„Við erum bara að reyna að lifa af“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 07:01 Hannes Sasi Pálsson hefur lengi starfað í ferðamannabransanum við að skipuleggja brúðkaup ferðamanna. kristín maría Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. Hannes Sasi Pálsson er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Pink Iceland. Hann segir ástæðu færri bókana mögulega vera hversu mikil uppsveiflan hafi verið eftir Covid-faraldurinn. „Við höfum annars ekki miklar áhyggjur, bókunarstaðan fyrir næsta ár er að jafnast út. Þannig það er samdráttur núna en við erum að horfa fram á betri stöðu á næsta ári,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Brúðkaupin eru orðin fleiri hundruð. Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Spurður út í þennan fréttaflutning segir Hannes erfitt að meta dvínandi áhuga út frá sömu mælikvörðum. „Við erum í raun ekki á sama neytendamarkaði og ferðaskrifstofurnar,“ segir Hannes. „Okkar upplifun er sú að fólk hefur enn áhuga á að koma og gista hérna, en fólki finnst hlutirnir dýrir. Það verður ekkert skafað utan af því.“ Hannes segir fyrirtækið bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir þjónustuna. Stóra samtalið snúist um rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Pink Iceland sérhæfði sig í ferðaþjónustu fyrir hinsegin fólk.kristín maría Reynisfjara, eða „Black beach“ eins og útlendingar kalla ströndina, er vinsæl.kristín maría „Það er mikið hlaupið í það að við séum gráðug í ferðaþjónustunni. Hjá okkur litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er það bara ekki satt. Við erum bara að reyna að lifa af,“ segir Hannes og heldur áfram: „Það er rosalega erfitt að reka svona fyrirtæki,“ segir Hannes. „Við skiptum mikið við aðra aðila í ferðaþjónustunni og kaupum mikið af þjónustu. Okkar upplifun er hvergi sú að fólk sé að maka krókinn eða að það sé einhver gríðarleg græðgi í gangi. Þjónusta á Íslandi er bara almennt dýr þar sem við reynum að borga vel. Ef reikningarnir eru skoðaðir sést alveg að það er ekkert verið að okra á neinum. Það er stundum erfitt að sjá heila grein talaða niður vegna rúnstykkja í vegasjoppu.“ Vont veður og eldgos Fleira hefur spilað inn í við brúðkaupsskipulagningu í sumar. Veðrið hefur til dæmis ekki verið með besta móti. „Við höfum verið með hátt í þrjátíu brúðkaup, og helmingurinn fór í eitthvað plan B. Flest brúðkaup eru utandyra en oft var bara ekki stætt. Það var erfitt og kostar auka vinnu sem við getum ekki rukkað fyrir. Það er víst ekki hægt að kenna neinum um það,“ segir Hannes. Eldgos og jarðhræringar hafa einnig sitt að segja. „Bókunartími hjá okkur er algengastur frá nóvember, þakkargjörðarhátíðinni, fram til loka mars í kjölfar Valentínusardagsins. Þessi tími var undirlagður fréttum af eldgosum. Það liggur fyrir að við misstum tvö brúðkaup þar sem fólk afbókaði vegna frétta af eldgosi,“ segir Hannes. Ferðamennska á Íslandi Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Hannes Sasi Pálsson er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Pink Iceland. Hann segir ástæðu færri bókana mögulega vera hversu mikil uppsveiflan hafi verið eftir Covid-faraldurinn. „Við höfum annars ekki miklar áhyggjur, bókunarstaðan fyrir næsta ár er að jafnast út. Þannig það er samdráttur núna en við erum að horfa fram á betri stöðu á næsta ári,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Brúðkaupin eru orðin fleiri hundruð. Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Spurður út í þennan fréttaflutning segir Hannes erfitt að meta dvínandi áhuga út frá sömu mælikvörðum. „Við erum í raun ekki á sama neytendamarkaði og ferðaskrifstofurnar,“ segir Hannes. „Okkar upplifun er sú að fólk hefur enn áhuga á að koma og gista hérna, en fólki finnst hlutirnir dýrir. Það verður ekkert skafað utan af því.“ Hannes segir fyrirtækið bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir þjónustuna. Stóra samtalið snúist um rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Pink Iceland sérhæfði sig í ferðaþjónustu fyrir hinsegin fólk.kristín maría Reynisfjara, eða „Black beach“ eins og útlendingar kalla ströndina, er vinsæl.kristín maría „Það er mikið hlaupið í það að við séum gráðug í ferðaþjónustunni. Hjá okkur litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er það bara ekki satt. Við erum bara að reyna að lifa af,“ segir Hannes og heldur áfram: „Það er rosalega erfitt að reka svona fyrirtæki,“ segir Hannes. „Við skiptum mikið við aðra aðila í ferðaþjónustunni og kaupum mikið af þjónustu. Okkar upplifun er hvergi sú að fólk sé að maka krókinn eða að það sé einhver gríðarleg græðgi í gangi. Þjónusta á Íslandi er bara almennt dýr þar sem við reynum að borga vel. Ef reikningarnir eru skoðaðir sést alveg að það er ekkert verið að okra á neinum. Það er stundum erfitt að sjá heila grein talaða niður vegna rúnstykkja í vegasjoppu.“ Vont veður og eldgos Fleira hefur spilað inn í við brúðkaupsskipulagningu í sumar. Veðrið hefur til dæmis ekki verið með besta móti. „Við höfum verið með hátt í þrjátíu brúðkaup, og helmingurinn fór í eitthvað plan B. Flest brúðkaup eru utandyra en oft var bara ekki stætt. Það var erfitt og kostar auka vinnu sem við getum ekki rukkað fyrir. Það er víst ekki hægt að kenna neinum um það,“ segir Hannes. Eldgos og jarðhræringar hafa einnig sitt að segja. „Bókunartími hjá okkur er algengastur frá nóvember, þakkargjörðarhátíðinni, fram til loka mars í kjölfar Valentínusardagsins. Þessi tími var undirlagður fréttum af eldgosum. Það liggur fyrir að við misstum tvö brúðkaup þar sem fólk afbókaði vegna frétta af eldgosi,“ segir Hannes.
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira